Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2024 16:31 Utanríkisráðherra í símanum en Bjarni ræddi við kollega sinn í Ísrael símleiðis í dag. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að undanfarið hafi sendinefnd utanríkisráðuneytisins verið að störfum í Egyptalandi til að greiða fyrir för einstaklinga með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gaza. Sendinefndin hafi átt í góðu samstarfi við fulltrúa egypskra, ísraelskra og norrænna stjórnvalda á svæðinu. Þá hafi íslenska sendinefndin átt í reglulegum samskiptum við fulltrúa hóps Íslendinga sem er á eigin vegum í Egyptalandi. Íslensk stjórnvöld sendu stjórnvöldum á svæðinu lista yfir dvalarleyfishafa í fyrri hluta febrúarmánaðar. Í samskiptum við ísraelsk stjórnvöld hefur komið fram að listinn sé einstakur fyrir þær sakir að þar sé engan íslenskan ríkisborgara að finna og engan með tvöfalt ríkisfang, heldur eingöngu dvalarleyfishafa. Listinn þarfnist því sérstakrar skoðunar af þeirra hálfu, og hefur því enn ekki verið afgreiddur. „Allt er til reiðu til að taka á móti dvalarleyfishöfum við landamæri Egyptalands og Gaza, um leið og samþykki fæst fyrir ferðum þeirra yfir landamærin.“ Fyrir liggi að íslensk stjórnvöld muni eingöngu vinna eftir löglegum diplómatískum leiðum og fylgja þeim ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld geri kröfu um. „Ekki er því unnt á þessum tímapunkti að fullyrða frekar um tímalínu málsins, en áfram verða veittar upplýsingar um framvinduna hér á vef ráðuneytisins.“ Í samtali sínu ræddu ráðherrarnir einnig um yfirstandandi átök. Ráðherra ítrekaði afstöðu Íslands um nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum, virðingu við alþjóðalög, lausn gísla og óheft aðgengi mannúðaraðstoðar til óbreyttra borgara. Nokkrum fjölda Palestínumanna hefur verið komið frá stríðssvæðinu og til Íslands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Ellefu bættust í hópinn á þriðjudaginn í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM). Fólkið flúði stríðsástand á Gasa og komst yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Fólkið er allt með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar og á því allt fjölskyldu hér á landi. Í hópnum var til dæmis faðir með þrjú börn. Þar af einn dreng sem særðist í árásum Ísraela. Þá eru þrjár mæður með eitt barn. Tvö þeirra eru eins árs á meðan það þriðja er þriggja ára langveik stúlka. Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að undanfarið hafi sendinefnd utanríkisráðuneytisins verið að störfum í Egyptalandi til að greiða fyrir för einstaklinga með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gaza. Sendinefndin hafi átt í góðu samstarfi við fulltrúa egypskra, ísraelskra og norrænna stjórnvalda á svæðinu. Þá hafi íslenska sendinefndin átt í reglulegum samskiptum við fulltrúa hóps Íslendinga sem er á eigin vegum í Egyptalandi. Íslensk stjórnvöld sendu stjórnvöldum á svæðinu lista yfir dvalarleyfishafa í fyrri hluta febrúarmánaðar. Í samskiptum við ísraelsk stjórnvöld hefur komið fram að listinn sé einstakur fyrir þær sakir að þar sé engan íslenskan ríkisborgara að finna og engan með tvöfalt ríkisfang, heldur eingöngu dvalarleyfishafa. Listinn þarfnist því sérstakrar skoðunar af þeirra hálfu, og hefur því enn ekki verið afgreiddur. „Allt er til reiðu til að taka á móti dvalarleyfishöfum við landamæri Egyptalands og Gaza, um leið og samþykki fæst fyrir ferðum þeirra yfir landamærin.“ Fyrir liggi að íslensk stjórnvöld muni eingöngu vinna eftir löglegum diplómatískum leiðum og fylgja þeim ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld geri kröfu um. „Ekki er því unnt á þessum tímapunkti að fullyrða frekar um tímalínu málsins, en áfram verða veittar upplýsingar um framvinduna hér á vef ráðuneytisins.“ Í samtali sínu ræddu ráðherrarnir einnig um yfirstandandi átök. Ráðherra ítrekaði afstöðu Íslands um nauðsyn vopnahlés af mannúðarástæðum, virðingu við alþjóðalög, lausn gísla og óheft aðgengi mannúðaraðstoðar til óbreyttra borgara. Nokkrum fjölda Palestínumanna hefur verið komið frá stríðssvæðinu og til Íslands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Ellefu bættust í hópinn á þriðjudaginn í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM). Fólkið flúði stríðsástand á Gasa og komst yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. Fólkið er allt með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar og á því allt fjölskyldu hér á landi. Í hópnum var til dæmis faðir með þrjú börn. Þar af einn dreng sem særðist í árásum Ísraela. Þá eru þrjár mæður með eitt barn. Tvö þeirra eru eins árs á meðan það þriðja er þriggja ára langveik stúlka.
Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33 Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21 Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. 28. febrúar 2024 06:33
Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. 27. febrúar 2024 19:21
Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26. febrúar 2024 10:38
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent