Ráðherrann ræður Páll Magnússon skrifar 26. febrúar 2024 12:01 Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: „Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um sölu ríkisins á öllu landi í Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjakaupstaðar. Á grundvelli laganna seldi ríkið Vestmannaeyjar í heild sinni til Vestmannaeyjabæjar og var gefið út afsal þar að lútandi og því þinglýst. Það er fráleitt að kröfugerð ríkisins nú byggist á því að véfengja heimildir sama ríkisvalds til að selja og afsala Vestmannaeyjabæ öllu landi í Vestmannaeyjum.“ Í þau 63 ár sem liðin eru frá þessum kaupsamningi hafa engar deilur risið um efni hans, aldrei nokkur maður, stofnun eða félag, gert tilkall til þess lands eða eyja sem samningurinn tekur til - og enginn véfengt að nákvæmlega svona skuli þessum málum hagað. Engar landamerkjadeilur. Ekkert. Þangað til núna. Fjármálaráðherra – ríkið - tekur sig til og rýfur friðinn, sáttina og eigin samning. Og þegar spurt er um tilganginn – markmiðið með þessari herför – er svarið: af því bara. Vísað er í Þjóðlendulögin sem voru samin og sett í allt öðrum tilgangi en fyrir ríkið til að ryðjast inn í þéttbýli og sölsa undir sig land sem það sjálft hefur þegar selt og afsalað fyrir löngu. Fáránleikinn í Eyjum birtist m.a. í því að ríkið gerir kröfur í land sem þegar er búið að ráðstafa með réttum hætti undir atvinnustarfsemi þar sem fjárfestingar og framkvæmdir standa nú yfir fyrir tugi milljarða. Fáránleikinn er sumstaðar jafnvel enn meiri en í Eyjum. Á Höfn í Hornafirði gerir fjármálaráðherra kröfu í Krossey – líklega bara vegna þess að það er ‘’ey’’ í nafninu. Krossey hefur hins vegar ekki verið eyja síðan um 1970 þegar hún varð hluti af landfyllingu þar sem m.a. stendur nú fiskverkunarhús Skinneyjar/Þinganess og ýmis önnur mannvirki. Þjóðlenda? Óbyggðanefnd? Í síðustu viku hafnaði Óbyggðanefnd ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð varðandi þá kröfulýsingu sem hér um ræðir. Enda svo sem ekki um mikið annað að ræða en breytta röð á bréfum. Nefndin tekur líka af öll tvímæli um stöðu og ábyrgð fjármálaráðherra í þessu máli og segir í bréfinu: „Óbyggðanefnd bendir á að skv. 1. mgr. 10.gr. þjóðlendulaga hefur fjármála- og efnahagsráðherra forræði í kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum og skv. 1. mgr. 11. gr. þjóðlendulaga fer fjármála- og efnahagsráðherra með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana á vegum þess við úrlausn um hvort land teljist til eignarlands eða þjóðlendu. Telji fjármála- og efnahagsráðherra að tilefni sé til að endurskoða kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eftir atvikum að framkomnum gagnkröfum eða undangenginni frekari gagnaöflun, er á forræði ráðherra að taka þær til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er.“ Þá höfum við það. Fjármálaráðherra hefur sem sagt fullt vald á þessu máli og kjósi hún að láta þennan fáránleika ganga áfram - með öllum þeim ama og tilkostnaði sem því fylgir - er það hennar ákvörðun og hún á ekkert skjól í embættismönnum eða lögfræðiskrifstofum úti í bæ hvað það varðar. Valdið er ráðherrans og hún á að nota það til að afturkalla þennan órökrétta og tilgangslausa yfirgang af hálfu ríkisins í garð einstaklinga og sveitarfélaga. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Páll Magnússon Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Jarða- og lóðamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: „Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um sölu ríkisins á öllu landi í Vestmannaeyjum til Vestmannaeyjakaupstaðar. Á grundvelli laganna seldi ríkið Vestmannaeyjar í heild sinni til Vestmannaeyjabæjar og var gefið út afsal þar að lútandi og því þinglýst. Það er fráleitt að kröfugerð ríkisins nú byggist á því að véfengja heimildir sama ríkisvalds til að selja og afsala Vestmannaeyjabæ öllu landi í Vestmannaeyjum.“ Í þau 63 ár sem liðin eru frá þessum kaupsamningi hafa engar deilur risið um efni hans, aldrei nokkur maður, stofnun eða félag, gert tilkall til þess lands eða eyja sem samningurinn tekur til - og enginn véfengt að nákvæmlega svona skuli þessum málum hagað. Engar landamerkjadeilur. Ekkert. Þangað til núna. Fjármálaráðherra – ríkið - tekur sig til og rýfur friðinn, sáttina og eigin samning. Og þegar spurt er um tilganginn – markmiðið með þessari herför – er svarið: af því bara. Vísað er í Þjóðlendulögin sem voru samin og sett í allt öðrum tilgangi en fyrir ríkið til að ryðjast inn í þéttbýli og sölsa undir sig land sem það sjálft hefur þegar selt og afsalað fyrir löngu. Fáránleikinn í Eyjum birtist m.a. í því að ríkið gerir kröfur í land sem þegar er búið að ráðstafa með réttum hætti undir atvinnustarfsemi þar sem fjárfestingar og framkvæmdir standa nú yfir fyrir tugi milljarða. Fáránleikinn er sumstaðar jafnvel enn meiri en í Eyjum. Á Höfn í Hornafirði gerir fjármálaráðherra kröfu í Krossey – líklega bara vegna þess að það er ‘’ey’’ í nafninu. Krossey hefur hins vegar ekki verið eyja síðan um 1970 þegar hún varð hluti af landfyllingu þar sem m.a. stendur nú fiskverkunarhús Skinneyjar/Þinganess og ýmis önnur mannvirki. Þjóðlenda? Óbyggðanefnd? Í síðustu viku hafnaði Óbyggðanefnd ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð varðandi þá kröfulýsingu sem hér um ræðir. Enda svo sem ekki um mikið annað að ræða en breytta röð á bréfum. Nefndin tekur líka af öll tvímæli um stöðu og ábyrgð fjármálaráðherra í þessu máli og segir í bréfinu: „Óbyggðanefnd bendir á að skv. 1. mgr. 10.gr. þjóðlendulaga hefur fjármála- og efnahagsráðherra forræði í kröfugerð ríkisins í þjóðlendumálum og skv. 1. mgr. 11. gr. þjóðlendulaga fer fjármála- og efnahagsráðherra með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnana á vegum þess við úrlausn um hvort land teljist til eignarlands eða þjóðlendu. Telji fjármála- og efnahagsráðherra að tilefni sé til að endurskoða kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eftir atvikum að framkomnum gagnkröfum eða undangenginni frekari gagnaöflun, er á forræði ráðherra að taka þær til endurskoðunar á hvaða stigi máls sem er.“ Þá höfum við það. Fjármálaráðherra hefur sem sagt fullt vald á þessu máli og kjósi hún að láta þennan fáránleika ganga áfram - með öllum þeim ama og tilkostnaði sem því fylgir - er það hennar ákvörðun og hún á ekkert skjól í embættismönnum eða lögfræðiskrifstofum úti í bæ hvað það varðar. Valdið er ráðherrans og hún á að nota það til að afturkalla þennan órökrétta og tilgangslausa yfirgang af hálfu ríkisins í garð einstaklinga og sveitarfélaga. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar