Telur sig geta náð betri samningi utan breiðfylkingarinnar Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2024 19:22 Ragnar Þór hefur trú á að VR geti náð góðum samningum utan breiðfylkingarinnar og ætlar að vera í bandi við fagfélögin. Vísir/Arnar Formaður VR telur sig geta náð betri samningi við Samtök atvinnulífsins með því að slíta félagið frá samstarfi við breiðfylkingu stéttarfélaga. Það gerði hann í dag vegna ágreinings innan fylkingarinnar um forsenduákvæði sem snýr að verðbólgu. Stjórn VR tók ákvörðunina á fundi sínum í hádeginu í dag. Hvað er það við þetta ákvæði sem þið getið ekki unað við? „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það skiptir mjög miklu máli á þessu stigi að félagar okkar sem sitja enn við samningaborðið nái öflugum kjarasamningi fyrir sína hópa,“ sagði Ragnar Þór, formaður VR í viðtali við fréttastofu í kvöld. Ólíkir hópar með ólíka sýn Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri ágreiningur um forsenduákvæðið meðal annars að tímasetningu þess innan kjarasamningstímans. En snýr þetta bara að þessu ákvæði eða var ákveðið vantraust milli aðila í breiðfylkingunni? „Alls ekki, við erum ólíkir hópar með ólíka sýn og ólík markmið,“ sagði hann. Það var talað um í upphafi að þið væruð sterk saman og ætluðuð að ganga í takt. Finnst ykkur eins og ykkur í VR hafi verið ýtt út að einhverju leyti fyrst það var ekki hægt að ræða málin frekar? „Nei, ég met það ekki svo. Við erum auðvitað langstærsta stéttarfélag landsins og við erum alveg burðug til að standa ein,“ segir Ragnar Þór. Hefði verið betra að standa saman Ragnar segir að auðvitað hefði verið æskilegt ef öll alþýðusambandsfélögin hefðu staðið saman í vinnunni. Hann segist vonast til þess að Breiðfylkingin nái kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Heldurðu að þú náir góðum samning ef þú stendur utan við þessa fylkingu og fylgir á eftir. „Ég hef trú á því. Öðruvísi hefðum við ekki stigið út úr þessu bandalagi nema ég hefði trú á því að við næðum árangri í nokkrum lykilatriðum sem við höfum verið að berjast fyrir. Helgin fari í að skoða hvort VR semji eitt um kjarasamning eða hvort félagið gangi inn í annað bandalag. „Við höfum umboð frá okkar baklandi til þess að undirbúa aðgerðir. Við munum örugglega ræða við önnur stéttarfélög sem hafa verið utan okkar bandalags með möguleika á samstarfi eða einhvers konar bandalagi,“ segir Ragnar. Ertu byrjaður í viðræðum? Hefurðu heyrt í Kristján Þórði hjá Rafiðnaðarsambandinu eða einhverjum hjá fagfélögunum? „Ég er alltaf í góðu sambandi við Kristján og fleiri formenn stéttarfélaga. Við ræðum alltaf reglulega saman og munum örugglega tala saman um helgina,“ sagði Ragnar að lokum. Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Stjórn VR tók ákvörðunina á fundi sínum í hádeginu í dag. Hvað er það við þetta ákvæði sem þið getið ekki unað við? „Ég ætla ekki að fara út í smáatriði, það skiptir mjög miklu máli á þessu stigi að félagar okkar sem sitja enn við samningaborðið nái öflugum kjarasamningi fyrir sína hópa,“ sagði Ragnar Þór, formaður VR í viðtali við fréttastofu í kvöld. Ólíkir hópar með ólíka sýn Samkvæmt heimildum fréttastofu sneri ágreiningur um forsenduákvæðið meðal annars að tímasetningu þess innan kjarasamningstímans. En snýr þetta bara að þessu ákvæði eða var ákveðið vantraust milli aðila í breiðfylkingunni? „Alls ekki, við erum ólíkir hópar með ólíka sýn og ólík markmið,“ sagði hann. Það var talað um í upphafi að þið væruð sterk saman og ætluðuð að ganga í takt. Finnst ykkur eins og ykkur í VR hafi verið ýtt út að einhverju leyti fyrst það var ekki hægt að ræða málin frekar? „Nei, ég met það ekki svo. Við erum auðvitað langstærsta stéttarfélag landsins og við erum alveg burðug til að standa ein,“ segir Ragnar Þór. Hefði verið betra að standa saman Ragnar segir að auðvitað hefði verið æskilegt ef öll alþýðusambandsfélögin hefðu staðið saman í vinnunni. Hann segist vonast til þess að Breiðfylkingin nái kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins um helgina. Heldurðu að þú náir góðum samning ef þú stendur utan við þessa fylkingu og fylgir á eftir. „Ég hef trú á því. Öðruvísi hefðum við ekki stigið út úr þessu bandalagi nema ég hefði trú á því að við næðum árangri í nokkrum lykilatriðum sem við höfum verið að berjast fyrir. Helgin fari í að skoða hvort VR semji eitt um kjarasamning eða hvort félagið gangi inn í annað bandalag. „Við höfum umboð frá okkar baklandi til þess að undirbúa aðgerðir. Við munum örugglega ræða við önnur stéttarfélög sem hafa verið utan okkar bandalags með möguleika á samstarfi eða einhvers konar bandalagi,“ segir Ragnar. Ertu byrjaður í viðræðum? Hefurðu heyrt í Kristján Þórði hjá Rafiðnaðarsambandinu eða einhverjum hjá fagfélögunum? „Ég er alltaf í góðu sambandi við Kristján og fleiri formenn stéttarfélaga. Við ræðum alltaf reglulega saman og munum örugglega tala saman um helgina,“ sagði Ragnar að lokum.
Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent