Stóðu í ströngu í óveðrinu sem skall skyndilega á Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 14:40 Björgunarsveitir að störfum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Landsbjörg Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn hátt í níutíu bíla sem sátu fastir við Vatnshorn í Húnaþingi vestra í gærkvöldi. Mikið álag var á björgunarsveitum á nær öllu Norðurlandi vestra í gær í óveðri sem skall skyndilega á. Gular hríðarviðvaranir voru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra gærkvöldi og í nótt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir í pistli á Facebook-síðu sinni nú í morgun að veðrið hafi brostið á nokkuð skyndilega; meðalvindur hafi verið orðinn 22 metrar á sekúndu strax um kvöldmatarleytið. Snjókomunni var vel spáð segir EInar - en ekki vindinum á þeim slóðum þar sem mestu vandræðin urðu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir óveðrið hafa haft áhrif á ansi marga. Fyrst hafi fólk byrjað að lenda í vandræðum á Snæfellsnesi - en eins og áður segir var stærsta verkefnið við Vatnshorn í Húnaþingi vestra. „Þar sem um áttatíu, níutíu bílar voru komnir í vandræði, fyrst og fremst vegna þess að stór bíll þveraði veginn. Það var stærsta verkefnið. Og þegar því var að ljúka fóru að berast fregnir af fólki í vandræðum á Holtavörðuheiði, þannig að björgunarsveitir fóru úr Húnavatnssýslunum í það og björgunarsveitir úr Borgarfirðinum líka. Og svo endaði nóttin á Laxárdalsheiði, þar sem fólk lenti líka í vandræðum,“ segir Jón Þór. Staðið í ströngu á Fróðárheiði.Landsbjörg „Mér sýnist að heilt yfir hafi þetta verið um fimmtíu manns sem komu að þessum aðgerðum á einn eða annan hátt. Og fjöldi björgunartækja sem var notaður.“ Staðan var orðin svo slæm á Holtavörðuheiðinni að henni var lokað í gærkvöldi en svo opnuð á ný um níuleytið í morgun. Engar veðurviðvaranir eru lengur í gildi á landinu en Vegagerðin bendir vegfarendum á að mjög víða er vetrarfærð á vegum; snjóþekja, hálka og krapi. Fram kemur í frétt RÚV að fimmtíu veðurtepptir ferðalangar hafi safnast saman í Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Haft er eftir stöðvarstjóra að margir hafi verið skelkaðir og fundið sér hótelgistingu í nótt. Aðstæður voru afar erfiðar eins og sést.Landsbjörg Veður Björgunarsveitir Húnaþing vestra Snæfellsbær Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Gular hríðarviðvaranir voru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra gærkvöldi og í nótt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir í pistli á Facebook-síðu sinni nú í morgun að veðrið hafi brostið á nokkuð skyndilega; meðalvindur hafi verið orðinn 22 metrar á sekúndu strax um kvöldmatarleytið. Snjókomunni var vel spáð segir EInar - en ekki vindinum á þeim slóðum þar sem mestu vandræðin urðu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir óveðrið hafa haft áhrif á ansi marga. Fyrst hafi fólk byrjað að lenda í vandræðum á Snæfellsnesi - en eins og áður segir var stærsta verkefnið við Vatnshorn í Húnaþingi vestra. „Þar sem um áttatíu, níutíu bílar voru komnir í vandræði, fyrst og fremst vegna þess að stór bíll þveraði veginn. Það var stærsta verkefnið. Og þegar því var að ljúka fóru að berast fregnir af fólki í vandræðum á Holtavörðuheiði, þannig að björgunarsveitir fóru úr Húnavatnssýslunum í það og björgunarsveitir úr Borgarfirðinum líka. Og svo endaði nóttin á Laxárdalsheiði, þar sem fólk lenti líka í vandræðum,“ segir Jón Þór. Staðið í ströngu á Fróðárheiði.Landsbjörg „Mér sýnist að heilt yfir hafi þetta verið um fimmtíu manns sem komu að þessum aðgerðum á einn eða annan hátt. Og fjöldi björgunartækja sem var notaður.“ Staðan var orðin svo slæm á Holtavörðuheiðinni að henni var lokað í gærkvöldi en svo opnuð á ný um níuleytið í morgun. Engar veðurviðvaranir eru lengur í gildi á landinu en Vegagerðin bendir vegfarendum á að mjög víða er vetrarfærð á vegum; snjóþekja, hálka og krapi. Fram kemur í frétt RÚV að fimmtíu veðurtepptir ferðalangar hafi safnast saman í Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Haft er eftir stöðvarstjóra að margir hafi verið skelkaðir og fundið sér hótelgistingu í nótt. Aðstæður voru afar erfiðar eins og sést.Landsbjörg
Veður Björgunarsveitir Húnaþing vestra Snæfellsbær Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira