Stóðu í ströngu í óveðrinu sem skall skyndilega á Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 14:40 Björgunarsveitir að störfum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Landsbjörg Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn hátt í níutíu bíla sem sátu fastir við Vatnshorn í Húnaþingi vestra í gærkvöldi. Mikið álag var á björgunarsveitum á nær öllu Norðurlandi vestra í gær í óveðri sem skall skyndilega á. Gular hríðarviðvaranir voru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra gærkvöldi og í nótt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir í pistli á Facebook-síðu sinni nú í morgun að veðrið hafi brostið á nokkuð skyndilega; meðalvindur hafi verið orðinn 22 metrar á sekúndu strax um kvöldmatarleytið. Snjókomunni var vel spáð segir EInar - en ekki vindinum á þeim slóðum þar sem mestu vandræðin urðu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir óveðrið hafa haft áhrif á ansi marga. Fyrst hafi fólk byrjað að lenda í vandræðum á Snæfellsnesi - en eins og áður segir var stærsta verkefnið við Vatnshorn í Húnaþingi vestra. „Þar sem um áttatíu, níutíu bílar voru komnir í vandræði, fyrst og fremst vegna þess að stór bíll þveraði veginn. Það var stærsta verkefnið. Og þegar því var að ljúka fóru að berast fregnir af fólki í vandræðum á Holtavörðuheiði, þannig að björgunarsveitir fóru úr Húnavatnssýslunum í það og björgunarsveitir úr Borgarfirðinum líka. Og svo endaði nóttin á Laxárdalsheiði, þar sem fólk lenti líka í vandræðum,“ segir Jón Þór. Staðið í ströngu á Fróðárheiði.Landsbjörg „Mér sýnist að heilt yfir hafi þetta verið um fimmtíu manns sem komu að þessum aðgerðum á einn eða annan hátt. Og fjöldi björgunartækja sem var notaður.“ Staðan var orðin svo slæm á Holtavörðuheiðinni að henni var lokað í gærkvöldi en svo opnuð á ný um níuleytið í morgun. Engar veðurviðvaranir eru lengur í gildi á landinu en Vegagerðin bendir vegfarendum á að mjög víða er vetrarfærð á vegum; snjóþekja, hálka og krapi. Fram kemur í frétt RÚV að fimmtíu veðurtepptir ferðalangar hafi safnast saman í Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Haft er eftir stöðvarstjóra að margir hafi verið skelkaðir og fundið sér hótelgistingu í nótt. Aðstæður voru afar erfiðar eins og sést.Landsbjörg Veður Björgunarsveitir Húnaþing vestra Snæfellsbær Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Gular hríðarviðvaranir voru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra gærkvöldi og í nótt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir í pistli á Facebook-síðu sinni nú í morgun að veðrið hafi brostið á nokkuð skyndilega; meðalvindur hafi verið orðinn 22 metrar á sekúndu strax um kvöldmatarleytið. Snjókomunni var vel spáð segir EInar - en ekki vindinum á þeim slóðum þar sem mestu vandræðin urðu. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir óveðrið hafa haft áhrif á ansi marga. Fyrst hafi fólk byrjað að lenda í vandræðum á Snæfellsnesi - en eins og áður segir var stærsta verkefnið við Vatnshorn í Húnaþingi vestra. „Þar sem um áttatíu, níutíu bílar voru komnir í vandræði, fyrst og fremst vegna þess að stór bíll þveraði veginn. Það var stærsta verkefnið. Og þegar því var að ljúka fóru að berast fregnir af fólki í vandræðum á Holtavörðuheiði, þannig að björgunarsveitir fóru úr Húnavatnssýslunum í það og björgunarsveitir úr Borgarfirðinum líka. Og svo endaði nóttin á Laxárdalsheiði, þar sem fólk lenti líka í vandræðum,“ segir Jón Þór. Staðið í ströngu á Fróðárheiði.Landsbjörg „Mér sýnist að heilt yfir hafi þetta verið um fimmtíu manns sem komu að þessum aðgerðum á einn eða annan hátt. Og fjöldi björgunartækja sem var notaður.“ Staðan var orðin svo slæm á Holtavörðuheiðinni að henni var lokað í gærkvöldi en svo opnuð á ný um níuleytið í morgun. Engar veðurviðvaranir eru lengur í gildi á landinu en Vegagerðin bendir vegfarendum á að mjög víða er vetrarfærð á vegum; snjóþekja, hálka og krapi. Fram kemur í frétt RÚV að fimmtíu veðurtepptir ferðalangar hafi safnast saman í Staðarskála í Hrútafirði í gærkvöldi. Haft er eftir stöðvarstjóra að margir hafi verið skelkaðir og fundið sér hótelgistingu í nótt. Aðstæður voru afar erfiðar eins og sést.Landsbjörg
Veður Björgunarsveitir Húnaþing vestra Snæfellsbær Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira