Sóknarfæri Menntasjóðs námsmanna Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 10:31 Áskoranir í menntakerfinu eru fjölmargar, á háskólastiginu skortir okkur fjölbreyttari hópa í fjölbreyttara nám. Við viljum fjárfesta í menntakerfinu, samfélaginu öllu til heilla, því menntakerfið er besta verkfærið til að tryggja jöfn tækifæri og áframhaldandi farsæld í íslensku samfélagi. Í gær ræddum við á Alþingi skýrslu um mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna að frumkvæði háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Skýrslan er umfangsmikil um þær breytingar sem gerðar voru á námslánakerfinu 2020 en í skýrslunni kemur fram að markmið laganna um að tryggja skuli jöfn tækifæri til náms sé í hættu. Gera verði breytingar á kerfinu svo markmiðið náist. Kostnaður við yfirbyggingu 20% af öllum framlögum ríkisins við námsaðstoð í gegnum Menntasjóð fer í yfirbyggingu og regluverk sjóðsins. Hér er augljóst tækifæri til umbóta. Það er vont að fjármagn sem annars færi í að styðja við námsmenn fari í að halda utan um umfangsmikinn rekstur sjóðsins. Orðið er flóknara að rýna í fjármagnsskipan Menntasjóðsins, eins og segir í skýrslunni, þar sem flækjustigið hefur aukist til muna. Það er ekki gott mál að rekstrarkostnaður sjóðsins hafi ekki lækkað þrátt fyrir að lántökum hafi fækkað. Þá kemur fram í skýrslunni að ekki sé hægt að hagræða innan þeirra reglna sem nú eru í gildi, handavinnan við nýja kerfið og flækjustigið við úthlutun lána og yfirferð á réttindum námsfólks er það mikið. Endurskoðun laga ætti fyrst og fremst að fela í sér einföldun á kerfinu. Forgangsröðum breytingum á Menntasjóðnum til þess að leysa þessa fjármuni úr læðingi. Vaxtaumhverfi námslána Með þeim breytingum sem gerðar voru á kerfinu hefur efnahagsástandið mikil áhrif á þróun á greiðslubyrði lánþega og hefur verðbólgan hefur lagst harkalega á þá. Þessi óvissa dregur úr gagnsæi námsaðstoðar ríkisins, sem hlýtur að endurspeglast í því hve fáir sjá það sem raunhæfan kost að taka námslán. Stúdentar mótmæla svo harðlega vaxtaálaginu, og það verður að svara þeirri spurningu, hvort sanngjarnt sé að leggja á herðar stúdenta byrðarnar af væntu afföllum námslána, sem skapar enn meiri óvissu um afborgun lánanna. Þetta var kostnaður sem ríkið tók áður í fangið. Auðvitað þarf slíkt að skoðast í stóra samhenginu, en ég tel að þessu verði stjórnvöld að svara. Kostir og gallar aukins fjarnáms Við þurfum að eiga hreinskilið samtal um samspil aukins framboðs fjarnáms og mikillar atvinnuþáttöku nemenda. Erum við að ýta eftir frekara fjarnámi til þess að ýta undir frekari atvinnuþátttöku nemenda? Öflugt fjarnám er gríðarlega mikilvægt verkfæri til að hækka menntunarstig íbúa á landsbyggðinni. Undirrituð er og verður alltaf talsmaður öflugs fjarnáms sem verkfæris til að ná til þeirra sem búa í dreifðari byggðum. Rannsóknir sýna að nemendur sem læra í heimabyggð eru líklegri til að festa búsetu þar. Því er til mikils að vinna, viljum við halda blómlegri byggð um landið allt. Þó er það svoað stór hluti, jafnvel meirihluti, þeirra sem sækja fjarnám í háskóla á landsbyggðinni eru íbúar höfuðborgarsvæðisins. Er ekki eitthvað skakkt við þá mynd? Ráðherra boðar breytingar Skýrslan sýnir að nauðsynlegt er að grípa inn í kerfið að svo stöddu til að ná þeim markmiðum sem við settum okkur með breytingum á kerfinu. Það var því fagnaðarefni að ráðherra tilkynnti í umræðum um skýrslu um Menntasjóð á Alþingi í gær að hún hyggist bregðast við ábendingum skýrslunnar og leggja fram breytingar strax í vor og stærri breytingar fylgi síðan á eftir. Stúdentar eru stór hópur sem er jafn ólíkur og þau eru mörg. Það er því mismunandi áherslur hjá mismunandi hópum. Sumir vilja ekkert frítekjumark, aðrir vilja fasta lága vexti og aðrir vilja hærri grunnframfærslu. Við leitum af hinum gullna meðalvegi einmitt vegna þess að við viljum sem fjölbreyttastan hópinn í nám og því þurfum við fjölbreyttar leiðir til að ná því markmiði. Verð ég að slá þann varnagla hér að þær aðgerðir sem gripið verður til verði ekki til þess að flækja kerfið. Kerfið er nú þegar allt, allt of flókið. Leggja verður höfuðáherslu á að kerfið verði skilvirkara, gagnsærra og þjóni fyrst og fremst hagsmunum stúdenta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir í menntakerfinu eru fjölmargar, á háskólastiginu skortir okkur fjölbreyttari hópa í fjölbreyttara nám. Við viljum fjárfesta í menntakerfinu, samfélaginu öllu til heilla, því menntakerfið er besta verkfærið til að tryggja jöfn tækifæri og áframhaldandi farsæld í íslensku samfélagi. Í gær ræddum við á Alþingi skýrslu um mat á endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna að frumkvæði háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Skýrslan er umfangsmikil um þær breytingar sem gerðar voru á námslánakerfinu 2020 en í skýrslunni kemur fram að markmið laganna um að tryggja skuli jöfn tækifæri til náms sé í hættu. Gera verði breytingar á kerfinu svo markmiðið náist. Kostnaður við yfirbyggingu 20% af öllum framlögum ríkisins við námsaðstoð í gegnum Menntasjóð fer í yfirbyggingu og regluverk sjóðsins. Hér er augljóst tækifæri til umbóta. Það er vont að fjármagn sem annars færi í að styðja við námsmenn fari í að halda utan um umfangsmikinn rekstur sjóðsins. Orðið er flóknara að rýna í fjármagnsskipan Menntasjóðsins, eins og segir í skýrslunni, þar sem flækjustigið hefur aukist til muna. Það er ekki gott mál að rekstrarkostnaður sjóðsins hafi ekki lækkað þrátt fyrir að lántökum hafi fækkað. Þá kemur fram í skýrslunni að ekki sé hægt að hagræða innan þeirra reglna sem nú eru í gildi, handavinnan við nýja kerfið og flækjustigið við úthlutun lána og yfirferð á réttindum námsfólks er það mikið. Endurskoðun laga ætti fyrst og fremst að fela í sér einföldun á kerfinu. Forgangsröðum breytingum á Menntasjóðnum til þess að leysa þessa fjármuni úr læðingi. Vaxtaumhverfi námslána Með þeim breytingum sem gerðar voru á kerfinu hefur efnahagsástandið mikil áhrif á þróun á greiðslubyrði lánþega og hefur verðbólgan hefur lagst harkalega á þá. Þessi óvissa dregur úr gagnsæi námsaðstoðar ríkisins, sem hlýtur að endurspeglast í því hve fáir sjá það sem raunhæfan kost að taka námslán. Stúdentar mótmæla svo harðlega vaxtaálaginu, og það verður að svara þeirri spurningu, hvort sanngjarnt sé að leggja á herðar stúdenta byrðarnar af væntu afföllum námslána, sem skapar enn meiri óvissu um afborgun lánanna. Þetta var kostnaður sem ríkið tók áður í fangið. Auðvitað þarf slíkt að skoðast í stóra samhenginu, en ég tel að þessu verði stjórnvöld að svara. Kostir og gallar aukins fjarnáms Við þurfum að eiga hreinskilið samtal um samspil aukins framboðs fjarnáms og mikillar atvinnuþáttöku nemenda. Erum við að ýta eftir frekara fjarnámi til þess að ýta undir frekari atvinnuþátttöku nemenda? Öflugt fjarnám er gríðarlega mikilvægt verkfæri til að hækka menntunarstig íbúa á landsbyggðinni. Undirrituð er og verður alltaf talsmaður öflugs fjarnáms sem verkfæris til að ná til þeirra sem búa í dreifðari byggðum. Rannsóknir sýna að nemendur sem læra í heimabyggð eru líklegri til að festa búsetu þar. Því er til mikils að vinna, viljum við halda blómlegri byggð um landið allt. Þó er það svoað stór hluti, jafnvel meirihluti, þeirra sem sækja fjarnám í háskóla á landsbyggðinni eru íbúar höfuðborgarsvæðisins. Er ekki eitthvað skakkt við þá mynd? Ráðherra boðar breytingar Skýrslan sýnir að nauðsynlegt er að grípa inn í kerfið að svo stöddu til að ná þeim markmiðum sem við settum okkur með breytingum á kerfinu. Það var því fagnaðarefni að ráðherra tilkynnti í umræðum um skýrslu um Menntasjóð á Alþingi í gær að hún hyggist bregðast við ábendingum skýrslunnar og leggja fram breytingar strax í vor og stærri breytingar fylgi síðan á eftir. Stúdentar eru stór hópur sem er jafn ólíkur og þau eru mörg. Það er því mismunandi áherslur hjá mismunandi hópum. Sumir vilja ekkert frítekjumark, aðrir vilja fasta lága vexti og aðrir vilja hærri grunnframfærslu. Við leitum af hinum gullna meðalvegi einmitt vegna þess að við viljum sem fjölbreyttastan hópinn í nám og því þurfum við fjölbreyttar leiðir til að ná því markmiði. Verð ég að slá þann varnagla hér að þær aðgerðir sem gripið verður til verði ekki til þess að flækja kerfið. Kerfið er nú þegar allt, allt of flókið. Leggja verður höfuðáherslu á að kerfið verði skilvirkara, gagnsærra og þjóni fyrst og fremst hagsmunum stúdenta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar