Freista þess að hindra byggingu risaplastverksmiðju Ratcliffe Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2024 06:56 Ratcliffe vandar Evrópusambandinu ekki kveðjurnar og segir löggjöf og skrifræði á svæðinu „kæfandi“. Getty/Bryn Lennon Hópur umhverfisverndarsamtaka hyggst höfða mál til að freista þess að koma í veg fyrir byggingu efnavinnsluvers í Antwerpen í Belgíu en um yrði að ræða stærsta ver þessarar tegundar sem reist er í Evrópu í 30 ár. Það er Inos, fyrirtæki í eigu Íslandsvinarins og auðjöfursins Jim Ratcliffe, sem hyggur á framkvæmdirnar. Verkefnið ber yfirskriftina Project One. Client Earth skilaði inn gögnum til dómstóla í gær fyrir hönd umhverfisverndarsamtakanna en þau segja yfirvöld ekki hafa tekið tillit til áhrifa efnavinnsluversins á fólk, náttúruna og loftslagið þegar leyfi voru gefin út. Um er að ræða svokallaða „cracking“ verksmiðju, þar sem etýlen er aðskilið frá náttúrulegu gasi en efnið er síðan unnið áfram til notkunar í plastframleiðslu. Samkvæmt umfjöllun Guardian er verksmiðjan af þeirri stærðargráðu að framleiðslugeta hennar er umfram allt sem áður hefur sést í Evrópu. Verksmiðjan er sögð munu kosta um þrjá milljarða evra en náttúruverndarsamtökin unnu áfangasigur fyrir dómstólum í fyrra þegar þau héldu því fram að Ineos hefði ekki upplýst yfirvöld um heildaráhrif verkefnsins á nærliggjandi umhverfi. Dómstóllinn, sem fjallar um framkvæmdaleyfi, tók undir málflutning samtakanna og sagði að yfirvöld hefðu ekki átt að gefa út leyfi með takmarkaðar upplýsingar. Ný leyfi voru hins vegar gefin út í janúar síðastliðnum. Ratcliffe sagði af því tilefni við dagblaðið De Tijd að hann væri „mikill aðdáandi“ Bart De Wever, borgarstjóra Antwerpen, og forsætisráðherrans Alexander De Croo. Verkefninu hefði ekki verið hrundið af stað nema með stuðningi yfirvalda. Auðjöfurinn sagði löggjöf og skrifræði Evrópu „kæfandi“ en talsmenn Client Earth benda hins vegar á gríðarlega skaðsemi plasts, sem hefur verið að koma betur og betur í ljós. Plastagnir finnast nú út um allan heim og jafnvel í öndunarfærum manna og dýra. „Project One myndi kynda undir aukna plastframleiðslu þegar við erum nú þegar komin á þann stað að hún má ekki aukast,“ segir Tatiana Luján hjá Client Earth. „Plast er umhverfismál, mál sem varðar fólk og loftslagið. Að heimila byggingu stærstu plastverksmiðju Evrópu væri ekki bara staðbundið umhverfisslys heldur aðför á alþjóðavísu.“ Belgía Bretland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Það er Inos, fyrirtæki í eigu Íslandsvinarins og auðjöfursins Jim Ratcliffe, sem hyggur á framkvæmdirnar. Verkefnið ber yfirskriftina Project One. Client Earth skilaði inn gögnum til dómstóla í gær fyrir hönd umhverfisverndarsamtakanna en þau segja yfirvöld ekki hafa tekið tillit til áhrifa efnavinnsluversins á fólk, náttúruna og loftslagið þegar leyfi voru gefin út. Um er að ræða svokallaða „cracking“ verksmiðju, þar sem etýlen er aðskilið frá náttúrulegu gasi en efnið er síðan unnið áfram til notkunar í plastframleiðslu. Samkvæmt umfjöllun Guardian er verksmiðjan af þeirri stærðargráðu að framleiðslugeta hennar er umfram allt sem áður hefur sést í Evrópu. Verksmiðjan er sögð munu kosta um þrjá milljarða evra en náttúruverndarsamtökin unnu áfangasigur fyrir dómstólum í fyrra þegar þau héldu því fram að Ineos hefði ekki upplýst yfirvöld um heildaráhrif verkefnsins á nærliggjandi umhverfi. Dómstóllinn, sem fjallar um framkvæmdaleyfi, tók undir málflutning samtakanna og sagði að yfirvöld hefðu ekki átt að gefa út leyfi með takmarkaðar upplýsingar. Ný leyfi voru hins vegar gefin út í janúar síðastliðnum. Ratcliffe sagði af því tilefni við dagblaðið De Tijd að hann væri „mikill aðdáandi“ Bart De Wever, borgarstjóra Antwerpen, og forsætisráðherrans Alexander De Croo. Verkefninu hefði ekki verið hrundið af stað nema með stuðningi yfirvalda. Auðjöfurinn sagði löggjöf og skrifræði Evrópu „kæfandi“ en talsmenn Client Earth benda hins vegar á gríðarlega skaðsemi plasts, sem hefur verið að koma betur og betur í ljós. Plastagnir finnast nú út um allan heim og jafnvel í öndunarfærum manna og dýra. „Project One myndi kynda undir aukna plastframleiðslu þegar við erum nú þegar komin á þann stað að hún má ekki aukast,“ segir Tatiana Luján hjá Client Earth. „Plast er umhverfismál, mál sem varðar fólk og loftslagið. Að heimila byggingu stærstu plastverksmiðju Evrópu væri ekki bara staðbundið umhverfisslys heldur aðför á alþjóðavísu.“
Belgía Bretland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira