Hæstiréttur Alabama skilgreinir frosna fósturvísa sem manneskjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 09:03 Við tæknifrjóvgun eru eggfrumur frjóvgaðar með sæðisfrumum og síðan frosnar eftir nokkra daga. Þessar frjóvguðu frosnu frumur njóta nú sömu réttarstöðu og börn í Alabama-ríki. Getty Hæstiréttur Alabama í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að frosnir fósturvísar væru börn og að sækja mætti fólk til saka fyrir að eyðileggja þá. Um það bil tugur ríkja í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem byggja á þeirri skilgreiningu að barn verði til strax við getnað en Alabama er fyrsta ríkið til að ákveða að fósturvísir sé manneskja. Sérfræðingar segja niðurstöðuna grafa undan tæknifrjóvgun og skapa mikla óvissu fyrir mikinn fjölda fólks sem glímir við ófrjósemi. Málið sem var til umfjöllunar fyrir dómstólnum varðaði spurninguna hvort sækja mætti sjúkling sem missti og eyðilagði þannig frosna fósturvísa annars pars til saka fyrir manndráp. Svar dómstólsins var að vissulega væri hægt að gera viðkomandi ábyrgan; það hefði löngum verið afstaða dómstólsins að „ófædd börn væru börn“ og sama ætti við um frosna fósturvísa. Þannig giltu lög um manndráp á börnum einnig um frjóvgaðar eggfrumur. „Lögin ná til allra barna, fæddra og ófæddra, án takmarkana,“ sagði í niðurstöðum dómsins. Það væri ekki hlutverk dómstólsins að ákveða takmarkanir eftir því hvað væri eða væri ekki skynsamleg stefnumótun. Undirréttur hafði vísað málinu frá á þeirri forsendu að fósturvísar væru ekki börn. Andstæðingar þungunarrofs hafa freistað þess að gera það ólöglegt að eyða fósturvísum en þetta er í fyrsta sinn sem dómstóll tekur undir þau sjónarmið að fósturvísir sé barn. Meirihluti kjósenda í Alabama ákvað árið 2018 að fóstur væru manneskjur en í umræddum tillögum var ekki fjallað um frosna fósturvísa. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri Roe gegn Wade var þungunarrof bannað í ríkinu í nær öllum tilvikum og nærri helmingur allra sakamála sem tengjast þungunum í Bandaríkjunum eru höfðuð í Alabama. Niðurstaða dómstólsins í Alabama mun hafa ýmsar afleiðingar í för með sér og erfiðar ákvarðanir í tengslum við tæknifrjóvgun. Hingað til að mynda tíðkast að búa til nokkra fósturvísa í einu, bæði til að auka líkur á þungun en einnig til að eiga til seinni tíma. Nú munu foreldrar ekki aðeins standa frammi fyrir ákvörðuninni um það hvað á að gera við ónotaða fósturvísa, heldur eiga þeir einnig hættu á að vera sóttir til saka ef þeir ákveða að farga þeim. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Washington Post. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Frjósemi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Um það bil tugur ríkja í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem byggja á þeirri skilgreiningu að barn verði til strax við getnað en Alabama er fyrsta ríkið til að ákveða að fósturvísir sé manneskja. Sérfræðingar segja niðurstöðuna grafa undan tæknifrjóvgun og skapa mikla óvissu fyrir mikinn fjölda fólks sem glímir við ófrjósemi. Málið sem var til umfjöllunar fyrir dómstólnum varðaði spurninguna hvort sækja mætti sjúkling sem missti og eyðilagði þannig frosna fósturvísa annars pars til saka fyrir manndráp. Svar dómstólsins var að vissulega væri hægt að gera viðkomandi ábyrgan; það hefði löngum verið afstaða dómstólsins að „ófædd börn væru börn“ og sama ætti við um frosna fósturvísa. Þannig giltu lög um manndráp á börnum einnig um frjóvgaðar eggfrumur. „Lögin ná til allra barna, fæddra og ófæddra, án takmarkana,“ sagði í niðurstöðum dómsins. Það væri ekki hlutverk dómstólsins að ákveða takmarkanir eftir því hvað væri eða væri ekki skynsamleg stefnumótun. Undirréttur hafði vísað málinu frá á þeirri forsendu að fósturvísar væru ekki börn. Andstæðingar þungunarrofs hafa freistað þess að gera það ólöglegt að eyða fósturvísum en þetta er í fyrsta sinn sem dómstóll tekur undir þau sjónarmið að fósturvísir sé barn. Meirihluti kjósenda í Alabama ákvað árið 2018 að fóstur væru manneskjur en í umræddum tillögum var ekki fjallað um frosna fósturvísa. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri Roe gegn Wade var þungunarrof bannað í ríkinu í nær öllum tilvikum og nærri helmingur allra sakamála sem tengjast þungunum í Bandaríkjunum eru höfðuð í Alabama. Niðurstaða dómstólsins í Alabama mun hafa ýmsar afleiðingar í för með sér og erfiðar ákvarðanir í tengslum við tæknifrjóvgun. Hingað til að mynda tíðkast að búa til nokkra fósturvísa í einu, bæði til að auka líkur á þungun en einnig til að eiga til seinni tíma. Nú munu foreldrar ekki aðeins standa frammi fyrir ákvörðuninni um það hvað á að gera við ónotaða fósturvísa, heldur eiga þeir einnig hættu á að vera sóttir til saka ef þeir ákveða að farga þeim. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Washington Post.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Frjósemi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira