Mikilvægt að fólk fái áheyrn og viðurkenningu á vanda sínum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2024 08:35 Kristín og Gunnhildur voru gestir í Bítinu í morgun. Framkvæmdastjóri og fagstjóri hjá Píeta samtökunum segja áríðandi að fólk fái aðstoð strax við bráðum geðrænum vanda. Þá sé einnig mikilvægt að það sé betri eftirfylgd í geðheilbrigðiskerfinu. Of margir upplifi að þeir fái ekki aðstoð þar. „Þegar ég hlustaði á þetta viðtal lá stúlkan á bráðavakt og þau vissu ekki hvort hún myndi lifa þetta af. Þetta var spurning um líf eða dauða,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna en hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða mál stúlku sem var til umræðu í þættinum í síðustu viku. Með henni var Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri Pieta samtakanna komu í spjall. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Í því viðtali sögðu hjón frá því að dóttir þeirra, sem er orðin 18 ára, hafi í fjórgang reynt að svipta sig lífi. Þau sögðust ráðþrota og kvörtuðu undan algeru úrræðaleysi. Engin taki utan um þau og þau byrji alltaf á byrjunarreit þegar þau leiti aðstoðar. Þau gagnrýndu geðdeild Landspítalans harkalega. „Maður finnur ofboðslega til með fólki í þessari stöðu. Það skiptir svo miklu máli þegar fólk leitar eftir hjálp með alvarlegan vanda og þennan að það fái áheyrn og viðurkenningu á sínum vanda,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði einnig mikilvægt að fólk fái faglegt mat og aðgang að viðeigandi úrræði. Fólk sem upplifi þennan vanda upplifi mikið vonleysi og því mikilvægt að þau sem veiti aðstoð geti verið ákveðið leiðarljós. Lítil eftirfylgni Kristín sagði þetta algengt vandamál. Fólk væri að kalla eftir því að það væri eitt teymi sem fylgi þeim eftir. Þær sögðu fólk reyna að gera sitt besta en að það væri mönnunarvandi og skortur á úrræðum. „Umgjörð kerfisins virðist einfaldlega ekki ráða við þetta,“ sagði Kristín og að vandinn lægi í forgangsröðun og fjárveitingum frekar en einstaka starfsmönnum. Spurðar hvort vandinn sé ekki tekinn nægilega alvarlega sagði Gunnhildur að hún vildi ekki trúa því. Þetta væri alvarlegur vandi og að það ætti alltaf að taka frásögnum um sjálfsvíg alvarlega. Fólk ætti að fá aðstoð strax. Þá fóru þau einnig yfir það hver rót vandans er. Gunnhildur sagði áhættuþættina þekkta. Það væri saga um áföll og geðræn veikindi. Vímuefnavandi spili oft inn í og einangrun. „Ég held að það þurfi að búa miklu betur um grunnstoðir velferðarkerfisins,“ sagði Kristín og benti á að samkvæmt rannsóknum Rannsókna og greininga væri vanlíðan unglingsstúlkna veruleg. Þá fóru þær yfir störf Pieta og sögðu sem dæmi að helmingur þeirra sem leiti til þeirra hafi ekki leitað annað áður en þau komi til þeirra. Þá sögðu þær litla bið eftir þjónustu sem sé ákaflega mikilvægt. Hægt er að hlusta á viðtalið sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun hér að ofan. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22 „Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
„Þegar ég hlustaði á þetta viðtal lá stúlkan á bráðavakt og þau vissu ekki hvort hún myndi lifa þetta af. Þetta var spurning um líf eða dauða,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna en hún var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun til að ræða mál stúlku sem var til umræðu í þættinum í síðustu viku. Með henni var Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri Pieta samtakanna komu í spjall. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Í því viðtali sögðu hjón frá því að dóttir þeirra, sem er orðin 18 ára, hafi í fjórgang reynt að svipta sig lífi. Þau sögðust ráðþrota og kvörtuðu undan algeru úrræðaleysi. Engin taki utan um þau og þau byrji alltaf á byrjunarreit þegar þau leiti aðstoðar. Þau gagnrýndu geðdeild Landspítalans harkalega. „Maður finnur ofboðslega til með fólki í þessari stöðu. Það skiptir svo miklu máli þegar fólk leitar eftir hjálp með alvarlegan vanda og þennan að það fái áheyrn og viðurkenningu á sínum vanda,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði einnig mikilvægt að fólk fái faglegt mat og aðgang að viðeigandi úrræði. Fólk sem upplifi þennan vanda upplifi mikið vonleysi og því mikilvægt að þau sem veiti aðstoð geti verið ákveðið leiðarljós. Lítil eftirfylgni Kristín sagði þetta algengt vandamál. Fólk væri að kalla eftir því að það væri eitt teymi sem fylgi þeim eftir. Þær sögðu fólk reyna að gera sitt besta en að það væri mönnunarvandi og skortur á úrræðum. „Umgjörð kerfisins virðist einfaldlega ekki ráða við þetta,“ sagði Kristín og að vandinn lægi í forgangsröðun og fjárveitingum frekar en einstaka starfsmönnum. Spurðar hvort vandinn sé ekki tekinn nægilega alvarlega sagði Gunnhildur að hún vildi ekki trúa því. Þetta væri alvarlegur vandi og að það ætti alltaf að taka frásögnum um sjálfsvíg alvarlega. Fólk ætti að fá aðstoð strax. Þá fóru þau einnig yfir það hver rót vandans er. Gunnhildur sagði áhættuþættina þekkta. Það væri saga um áföll og geðræn veikindi. Vímuefnavandi spili oft inn í og einangrun. „Ég held að það þurfi að búa miklu betur um grunnstoðir velferðarkerfisins,“ sagði Kristín og benti á að samkvæmt rannsóknum Rannsókna og greininga væri vanlíðan unglingsstúlkna veruleg. Þá fóru þær yfir störf Pieta og sögðu sem dæmi að helmingur þeirra sem leiti til þeirra hafi ekki leitað annað áður en þau komi til þeirra. Þá sögðu þær litla bið eftir þjónustu sem sé ákaflega mikilvægt. Hægt er að hlusta á viðtalið sem var í Bítinu á Bylgjunni í morgun hér að ofan. Í þessari umfjöllun er fjallað um tilraunir til sjálfsvígs. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22 „Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Ísland hafi staðið sig næstbest í baráttunni við faraldurinn Nýleg skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar bendir til þess að sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum heimsfaraldurs Covid-19 hafi verið árangursríkar. Samkvæmt skýrslunni voru umframdauðsföll á árunum 2020 til 2022 aðeins færri á Nýja-Sjálandi, miðað við fólksfjölda. 31. janúar 2024 11:22
„Hún þarf lækningu og er ekki að fá hana“ Foreldrar andlega veikrar átján ára gamallar stúlku sem reynt hefur að svipta sig lífi í fjórgang segjast vera ráðþrota. Þau lýsa geðheilbrigðiskerfi þar sem dóttir þeirra lendir á veggjum. Þau segja engan grípa dóttur sína og gagnrýna geðdeild Landspítalans harðlega. Vandamálið sé enn erfiðara nú þegar dóttirin er orðin sjálfráða. 10. febrúar 2024 06:01