Sigurbjörn Árni með tandurhreinan ristil Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2024 14:38 Sigurbjörn Árni reyndist vera með tandurhreinan ristil og því fagna allir góðir menn. vísir/vilhelm Facebook-vinir Sigurbjörns Árna Arngrímssonar, ráku upp stór augu í dag – en skólameistarinn á Laugum birti glaðbeittur myndir af ristli sínum. Sigurbjörn Árni fór sem sagt í ristilspeglun og skráði það samviskusamlega. Það kom á daginn að ristillinn er tandurhreinn. Og fínn. Sem gleður vitaskuld vini hans, fjölskyldu og líklega alla frjálsíþróttaáhugamenn landsins en fáir eru eins vel að sér um frjálsar íþróttir og Sigurbjörn Árni sem er með þeim allra skemmtilegustu sem fást við að lýsa íþróttaviðburðum, sem hann gerir þegar mikið liggur við. Myndirnar má sjá í Facebook-færslu Sigurbjörns Árna hér að neðan. Þær gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum. Kæruleysissprautan toppar flest Þetta er kannski ekki fyrir extra-viðkvæma en Sigurbjörn Árni telur einsýnt að þetta sé eina leiðin til að nálgast krabbamein, nefnilega að tala um það af hispursleysi. Því ekki teljast statusar sem þessi venjulegir. Eða, þú hefur ekkert verið undir áhrifum kæruleysissprautunnar þegar þú skrifaðir statusinn? „Neinei, ekki þannig. En maður fær þessa kæruleysissprautu og manni líður alveg afskaplega vel. Maður verður svona ægilega glaður. Stressar sig ekki. Ef ég myndi byrja alla mánudaga á kæruleysissprautu yrðu nemendur við Framhaldsskólann á Laugum ánægðir með það. Ég myndi ekki nöldra í neinum,“ segir Sigurbjörn Árni. Og það fer ekki á milli mála að hann er í góðu skapi. Sigurbjörn Árni segir að hann hafi farið í ristilspeglunina á Húaavík. „Við erum með helvíti góðan meltingarfæralækni. Ásgeir Böðvarsson sem er Mývetningur en flutti á Húsavík fyrir allmörgum árum.“ Sigurbjörn Árni segir svo frá að hann hafi farið á klósettið fyrir tæpum tveimur vikum og þegar hann stóð upp var klósettskálin full af blóði. Í ljósi fjölskyldusögu um ristilkrabba og þess að hann greindist með sortuæxli fyrir um þremur árum var ákveðið að drífa hann í maga- og ristilspeglun. Og þar reyndist allt tandurhreint og fínt. Sigurbjörn telur að það hljóti að hafa sprungið einhver gyllinæðargúlpur fyrir hálfum mánuði. Í það minnsta fannst ekkert. Sortuæxlið er ólíkindatól Spurður um sortuæxlið segir Sigurbjörn að það gangi bara vel með það. „Það er enn slatti af æxlum í mér en þau hafa ekkert breyst síðan í október 2021 og ég hef ekki tekið nein lyf síðan í apríl 22. Þetta er biðstaða. Auðvitað hefðum við Friðbjörn læknir kosið að þetta væri alveg farið en það virðist enginn virkni í þeim. En þetta kemur allt í ljós.“ Sigurbjörn Árni segist sæmilegur til heilsunnar og er á meðan er í þeim efnum. „Ef eitthvað breytist tekur maður á því þegar þar að kemur. Ég get ekki verið að eyða lífinu í að velta því fyrir mér á hverjum degi hvort ég drepst úr þessu. Dagsdaglega er ég ekki mikið að spá í þetta.“ Skólameistarinn segir það hafa kitlað þegar speglunartækið hreyfði sig inni í honum og hann hafi fundið fyrir beygjunum. Hann telur að þó þeir hafi verið að leita eftir ristilkrabba, sem er auðlæknanlegur finnist hann á frumstigi, hafi læknirinn ekki síður verið að leita eftir svörtum blettum í kviði sem gætu verið sortuæxli. En ekkert fannst. „Ólíkindatól þetta sortuæxli,“ segir Sigurbjörn Árni kátur. Skóla - og menntamál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Sigurbjörn Árni fór sem sagt í ristilspeglun og skráði það samviskusamlega. Það kom á daginn að ristillinn er tandurhreinn. Og fínn. Sem gleður vitaskuld vini hans, fjölskyldu og líklega alla frjálsíþróttaáhugamenn landsins en fáir eru eins vel að sér um frjálsar íþróttir og Sigurbjörn Árni sem er með þeim allra skemmtilegustu sem fást við að lýsa íþróttaviðburðum, sem hann gerir þegar mikið liggur við. Myndirnar má sjá í Facebook-færslu Sigurbjörns Árna hér að neðan. Þær gætu farið fyrir brjóstið á einhverjum. Kæruleysissprautan toppar flest Þetta er kannski ekki fyrir extra-viðkvæma en Sigurbjörn Árni telur einsýnt að þetta sé eina leiðin til að nálgast krabbamein, nefnilega að tala um það af hispursleysi. Því ekki teljast statusar sem þessi venjulegir. Eða, þú hefur ekkert verið undir áhrifum kæruleysissprautunnar þegar þú skrifaðir statusinn? „Neinei, ekki þannig. En maður fær þessa kæruleysissprautu og manni líður alveg afskaplega vel. Maður verður svona ægilega glaður. Stressar sig ekki. Ef ég myndi byrja alla mánudaga á kæruleysissprautu yrðu nemendur við Framhaldsskólann á Laugum ánægðir með það. Ég myndi ekki nöldra í neinum,“ segir Sigurbjörn Árni. Og það fer ekki á milli mála að hann er í góðu skapi. Sigurbjörn Árni segir að hann hafi farið í ristilspeglunina á Húaavík. „Við erum með helvíti góðan meltingarfæralækni. Ásgeir Böðvarsson sem er Mývetningur en flutti á Húsavík fyrir allmörgum árum.“ Sigurbjörn Árni segir svo frá að hann hafi farið á klósettið fyrir tæpum tveimur vikum og þegar hann stóð upp var klósettskálin full af blóði. Í ljósi fjölskyldusögu um ristilkrabba og þess að hann greindist með sortuæxli fyrir um þremur árum var ákveðið að drífa hann í maga- og ristilspeglun. Og þar reyndist allt tandurhreint og fínt. Sigurbjörn telur að það hljóti að hafa sprungið einhver gyllinæðargúlpur fyrir hálfum mánuði. Í það minnsta fannst ekkert. Sortuæxlið er ólíkindatól Spurður um sortuæxlið segir Sigurbjörn að það gangi bara vel með það. „Það er enn slatti af æxlum í mér en þau hafa ekkert breyst síðan í október 2021 og ég hef ekki tekið nein lyf síðan í apríl 22. Þetta er biðstaða. Auðvitað hefðum við Friðbjörn læknir kosið að þetta væri alveg farið en það virðist enginn virkni í þeim. En þetta kemur allt í ljós.“ Sigurbjörn Árni segist sæmilegur til heilsunnar og er á meðan er í þeim efnum. „Ef eitthvað breytist tekur maður á því þegar þar að kemur. Ég get ekki verið að eyða lífinu í að velta því fyrir mér á hverjum degi hvort ég drepst úr þessu. Dagsdaglega er ég ekki mikið að spá í þetta.“ Skólameistarinn segir það hafa kitlað þegar speglunartækið hreyfði sig inni í honum og hann hafi fundið fyrir beygjunum. Hann telur að þó þeir hafi verið að leita eftir ristilkrabba, sem er auðlæknanlegur finnist hann á frumstigi, hafi læknirinn ekki síður verið að leita eftir svörtum blettum í kviði sem gætu verið sortuæxli. En ekkert fannst. „Ólíkindatól þetta sortuæxli,“ segir Sigurbjörn Árni kátur.
Skóla - og menntamál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira