Staðan „hundsúr“ og óskar eftir viðhorfsbreytingu hjá SA Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 10:51 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Ívar Fannar Formaður Starfsgreinasambandsins segir segir stöðuna í kjaraviðræðunum vera hundsúra. Hann segir það vanta viðhorfsbreytingu hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) til þess að samningsaðilar nái að semja. Ávinningurinn fyrir ríkið gæti hlaupið á tugum milljarða króna verði samið. Á föstudag sleit breiðfylking ASÍ kjaraviðræðum við SA eftir stífar viðræður síðustu vikur. Viðræðurnar strönduðu á forsenduákvæðum sem snúa að verðbólgu og vöxtum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og einn forsvarsmanna breiðfylkingarinnar, ræddi stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir stöðuna „hundsúra“ en búið var að ná samkomulagi um meginatriði samningsins, til að mynda launaliðinn. „Hann er frá. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að SA hafi látið stranda á þessum svokölluðum forsenduákvæðum. Ég er enn þá að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í raun og veru það mátti gerast,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Bítið - Staðan í kjaraviðræðum frekar súr Allir þurfi að taka þátt Breiðfylkingin hafi lagt fram afskaplega hófstilltar launahækkanir en ekki sé hægt að semja um þær til þriggja eða fjögurra ára, án þess að setja upp varnir fyrir launafólk. Meðal þessara varna voru ákvæði um að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. „Þegar við leggjum þetta fram með þessum hætti, þá þurfum við að geta treyst því að aðrir aðilar í íslensku samfélagi taki þátt í þessu með okkur í að þessar aðstæður skapist. Að verðbólgan og vextir fari niður,“ segir Vilhjálmur. Hann telur breiðfylkinguna ekki vera að vega gegn sjálfstæði Seðlabankans þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum með þessu ákvæði. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Seðlabankinn er sjálfstæður og horfir bara á verðbólgu sem er á hverjum tíma fyrir sig og hvort hann þurfi að beita þeim tækjum og tólum sem hann þarf til að ná niður verðbólgunni. Það er enginn ágreiningur um það. Við erum hins vegar að setja þetta skilyrði inn til þess að aðrir taki þátt í því að Seðlabankinn fái það tækifæri til þess að láta verðbólguna fara niður,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegur ávinningur Hann segir að samningurinn myndi spara ríkissjóð tugi milljarða. Þá sé hann 44 prósent kostnaðarminni en samningurinn sem gerður var í desember 2022. „Okkar kjarasamningur er að tala um að það sé í kringum fjögur prósent. Þannig sparnaður ríkisins sem er að greiða 530 milljarða í laun á ári, yrði 24 milljarðar bara út frá þessum þætti,“ segir Vilhjálmur. „Ef þetta verkefni tekst, ávinningurinn er margfalt meiri fyrir ríkissjóð heldur en nokkurn tímann það framlag sem þeir setja til að styðja við samninginn. Þetta er staðreynd.“ Aðspurður hvort breiðfylkingin og SA geti einhvern tímann náð samkomulagi segir Vilhjálmur það þurfa viðhorfsbreytingu hjá SA. „En ávinningurinn á því, ef þetta tekst, trúið mér. Ef þetta verkefni tekst, að launafólk taki þátt í því með þessum hætti. Fyrirtækin tækju þátt, ríkið tæki þátt, sveitarfélögin tækju þátt. Og við tökum öll þátt í því að ná niður verðbólgu hér, þá er það lang langmesti ávinningur sem íslenskt launafólk, íslensk heimili, íslensk fyrirtæki og allir geta fengið með því að sjá vextina lækka,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Efnahagsmál Bítið Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Á föstudag sleit breiðfylking ASÍ kjaraviðræðum við SA eftir stífar viðræður síðustu vikur. Viðræðurnar strönduðu á forsenduákvæðum sem snúa að verðbólgu og vöxtum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og einn forsvarsmanna breiðfylkingarinnar, ræddi stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir stöðuna „hundsúra“ en búið var að ná samkomulagi um meginatriði samningsins, til að mynda launaliðinn. „Hann er frá. Þess vegna finnst mér alveg með ólíkindum að SA hafi látið stranda á þessum svokölluðum forsenduákvæðum. Ég er enn þá að klóra mér í hausnum yfir því hvernig í raun og veru það mátti gerast,“ segir Vilhjálmur. Klippa: Bítið - Staðan í kjaraviðræðum frekar súr Allir þurfi að taka þátt Breiðfylkingin hafi lagt fram afskaplega hófstilltar launahækkanir en ekki sé hægt að semja um þær til þriggja eða fjögurra ára, án þess að setja upp varnir fyrir launafólk. Meðal þessara varna voru ákvæði um að verðbólga yrði komin niður í fjögur prósent í febrúar 2025 og að stýrivextir Seðlabankans yrðu komnir niður í 6,75 prósent. Í dag er verðbólga 6,7 prósent og stýrivextir 9,25 prósent. „Þegar við leggjum þetta fram með þessum hætti, þá þurfum við að geta treyst því að aðrir aðilar í íslensku samfélagi taki þátt í þessu með okkur í að þessar aðstæður skapist. Að verðbólgan og vextir fari niður,“ segir Vilhjálmur. Hann telur breiðfylkinguna ekki vera að vega gegn sjálfstæði Seðlabankans þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum með þessu ákvæði. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að Seðlabankinn er sjálfstæður og horfir bara á verðbólgu sem er á hverjum tíma fyrir sig og hvort hann þurfi að beita þeim tækjum og tólum sem hann þarf til að ná niður verðbólgunni. Það er enginn ágreiningur um það. Við erum hins vegar að setja þetta skilyrði inn til þess að aðrir taki þátt í því að Seðlabankinn fái það tækifæri til þess að láta verðbólguna fara niður,“ segir Vilhjálmur. Gríðarlegur ávinningur Hann segir að samningurinn myndi spara ríkissjóð tugi milljarða. Þá sé hann 44 prósent kostnaðarminni en samningurinn sem gerður var í desember 2022. „Okkar kjarasamningur er að tala um að það sé í kringum fjögur prósent. Þannig sparnaður ríkisins sem er að greiða 530 milljarða í laun á ári, yrði 24 milljarðar bara út frá þessum þætti,“ segir Vilhjálmur. „Ef þetta verkefni tekst, ávinningurinn er margfalt meiri fyrir ríkissjóð heldur en nokkurn tímann það framlag sem þeir setja til að styðja við samninginn. Þetta er staðreynd.“ Aðspurður hvort breiðfylkingin og SA geti einhvern tímann náð samkomulagi segir Vilhjálmur það þurfa viðhorfsbreytingu hjá SA. „En ávinningurinn á því, ef þetta tekst, trúið mér. Ef þetta verkefni tekst, að launafólk taki þátt í því með þessum hætti. Fyrirtækin tækju þátt, ríkið tæki þátt, sveitarfélögin tækju þátt. Og við tökum öll þátt í því að ná niður verðbólgu hér, þá er það lang langmesti ávinningur sem íslenskt launafólk, íslensk heimili, íslensk fyrirtæki og allir geta fengið með því að sjá vextina lækka,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Efnahagsmál Bítið Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira