Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku palestínska flóttamenn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. febrúar 2024 17:09 Mótmælendur eru við báða útganga lögreglustöðvarinnar. Fjöldi vopnaðra sérsveitamanna réðist inn á heimili Palestínumanna sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd hér á landi í morgun. Á heimilinu voru hjón og 23 ára gamall sonur þeirra. Þau voru handtekin og stendur til að senda þau til Grikklands. Fjölmenn mótmæli eru nú við lögreglustöðina við Hlemm vegna handtökunnar og tilætlaðrar brottvísunarinnar. Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með stuttum fyrirvara. Stefnu samstöðugönga frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli var breytt og hélt hún á Hlemm til að ganga til liðs við mótmælendurna. Mótmælendur hyggja að byrgja útgang lögreglustöðvarinnar til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sé flutt annað. Fleiri hundruð eru viðstödd. Sérsveitarmenn með alvæpni „Klukkan sjö í morgun ráðast fjórir, fimm sérsveitarmenn með byssur á fleygiferð, húsráðandi vaknar við að einhver hrópar: „Lögreglan!““ segir Margrét Kristín Blöndal aðgerðarsinni í samtali við fréttastofu. Margrét Kristín hefur það eftir einum hinna handteknu að sérsveitarmennirnir hafi brotist inn í húsið og æpt á þau sem þar sváfu. Þeim hafi verið skipað að halda kyrru og standa ekki upp. Þá hafi sonurinn verið handjárnaður, yfir hann fleygð peysa og hann borinn út. Mótmælendur við bílastæði lögreglustöðvarinnar við Hlemm. Móður hans hafi verið leyft að pakka saman einhverju af eignum sínum en henni og mjaðmagrindarbrotnum eiginmanni sínum síðan skipað að fylgja lögreglunni út. „Þetta er fólk sem hefur ekki gert neitt af sér nema bara að bjarga lífi sínu. Þau eru svo skelfingu lostin,“ segir Margrét Kristín í samtali við fréttastofu. Margrét vildi ekki upplýsa um staðsetningu atviksins þar sem fjölskyldan er viti sínu fjær úr hræðslu og vill ekki láta rekja málið til sín. Fjölskylduna eigi að senda til Grikklands í kvöld eða á morgun. Eigi að senda þau út á morgun verði þau látin verja nóttinni á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði. Hinum handteknu var ekki leyft að taka myndir eða myndbönd af aðgerðinni og eiga lögreglumennirnir að hafa sagt að það sé vegna nýrra reglna. Lögreglan staðfestir handtökuna Upplýsingafulltrúi stoðdeildar lögreglunnar staðfestir að þrír palestínskir fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, hjón og fullorðinn sonur þeirra, hafi verið teknir höndum til að hægt væri að vísa þeim úr landi. „Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af Stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í svari við fyrirspurn fréttamanns um málið. Flóttafólk á Íslandi Palestína Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Fjölmenn mótmæli eru nú við lögreglustöðina við Hlemm vegna handtökunnar og tilætlaðrar brottvísunarinnar. Mótmælin voru skipulögð af No Borders samtökunum með stuttum fyrirvara. Stefnu samstöðugönga frá utanríkisráðuneytinu að Austurvelli var breytt og hélt hún á Hlemm til að ganga til liðs við mótmælendurna. Mótmælendur hyggja að byrgja útgang lögreglustöðvarinnar til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sé flutt annað. Fleiri hundruð eru viðstödd. Sérsveitarmenn með alvæpni „Klukkan sjö í morgun ráðast fjórir, fimm sérsveitarmenn með byssur á fleygiferð, húsráðandi vaknar við að einhver hrópar: „Lögreglan!““ segir Margrét Kristín Blöndal aðgerðarsinni í samtali við fréttastofu. Margrét Kristín hefur það eftir einum hinna handteknu að sérsveitarmennirnir hafi brotist inn í húsið og æpt á þau sem þar sváfu. Þeim hafi verið skipað að halda kyrru og standa ekki upp. Þá hafi sonurinn verið handjárnaður, yfir hann fleygð peysa og hann borinn út. Mótmælendur við bílastæði lögreglustöðvarinnar við Hlemm. Móður hans hafi verið leyft að pakka saman einhverju af eignum sínum en henni og mjaðmagrindarbrotnum eiginmanni sínum síðan skipað að fylgja lögreglunni út. „Þetta er fólk sem hefur ekki gert neitt af sér nema bara að bjarga lífi sínu. Þau eru svo skelfingu lostin,“ segir Margrét Kristín í samtali við fréttastofu. Margrét vildi ekki upplýsa um staðsetningu atviksins þar sem fjölskyldan er viti sínu fjær úr hræðslu og vill ekki láta rekja málið til sín. Fjölskylduna eigi að senda til Grikklands í kvöld eða á morgun. Eigi að senda þau út á morgun verði þau látin verja nóttinni á Litla-Hrauni eða Hólmsheiði. Hinum handteknu var ekki leyft að taka myndir eða myndbönd af aðgerðinni og eiga lögreglumennirnir að hafa sagt að það sé vegna nýrra reglna. Lögreglan staðfestir handtökuna Upplýsingafulltrúi stoðdeildar lögreglunnar staðfestir að þrír palestínskir fyrrum umsækjendur um alþjóðlega vernd, hjón og fullorðinn sonur þeirra, hafi verið teknir höndum til að hægt væri að vísa þeim úr landi. „Þau hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu til lögreglu né viljað yfirgefa landið sjálfviljug og verður þeim fylgt úr landi á morgun af Stoðdeild ríkislögreglustjóra,“ segir í svari við fyrirspurn fréttamanns um málið.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira