Segir að málið hefði dáið hefði lögregla beðið átekta Árni Sæberg skrifar 10. febrúar 2024 12:10 Sveinn Andri er verjandi Sindra Snæs í málinu. Vísir/Hulda Margrét Verjandi manns sem grunaður er um tilraun til hryðjuverka segir það sem komið hefur fram í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í vikunni benda til þess að lögregla og ákæruvaldið hafi hlaupið upp til handa og fóta að ástæðulausu. Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hófst á fimmtudag og hélt áfram í gær. Tveir menn, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, eru þar ákærðir fyrir vopnalagabrot en Sindri er einnig ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að tilraunabrotinu. Fyrir dómi í gær báru vitni, meðal annars kærasta Sindra og faðir hans, sem og sambýliskona Ísidórs til sjö ára. Þá komu vopnasalar, tæknifræðingur og geðlæknir fyrir dóminn. Sveinn Andri Sveinsson er verjandi Sindra. Sveinn Andri segir að þrennt hafi staðið upp í aðalmeðferðinni í vikunni. Í fyrsta lagi hafi komið skýrlega fram hjá fulltrúa ríkislögreglustjóra að þegar Sindri Snær og Ísidór voru handteknir þá hafi það ekki verið vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu heldur vegna rannsóknarhagsmuna. Í öðru lagi liggi fyrir að sérfræðingar um byssur hafi kveðið upp úr með það ekki væri um árásarriffla að ræða í málinu. Í þriðja lagi hafi frásögn geðlæknis, sem var matsmaður í málinu, verið mjög afgerandi. Hann hafi metið frásagnir mannanna sem galgopalega orðræðu, þannig að á bakvið hana væri ekkert og að þeir væru vitahættulausir. Lögreglan hefði betur fylgst með mönnunum lengur Sveinn Andri segir að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjaverka skipt í tvo hópa, annars vegar þá sem stöðva þarf strax vegna yfirvofandi hættu og hins vegar þá sem fylgjast þarf með, vegna hugsanlegrar hættu. „Í allra allra mesta lagi væri hægt að fullyrða það að þeir féllu inn í þá kategóríu, út af þessum samtölum þeirra, að það þyrfti að hafa auga með þeim. Það er það sem hefði átt að gera í málinu. Hefði lögreglan bara haft auga með þeim, fylgst með þeim, þá hefðu þeir áttað sig á því að það var ekkert þarna að gerast og málið hefði dáið. Það hefði verið hin farsæla ending á þessu máli í stað þess að fara í þetta frumhlaup að handtaka þá að ástæðulausu.“ Áhrifin mikil en er alltaf bjartsýnn Sveinn Andri segir að hryðjuverkamálið sé búið að hafa stórkostleg áhrif á allt líf þeirra Sindra Snæs og Ísidórs. Líf þeirra hafi algjörlega verið sett úr skorðum frá því að það kom upp þann 22. september árið 2022. „Það verður í raun erfitt að bæta það.“ Hann segist þó alltaf vera bjartsýnn. „Í þessu máli vonar maður alltaf að sannleikurinn og réttlætið hafi sigur að lokum og að þeir verði sýknaðir.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða hófst á fimmtudag og hélt áfram í gær. Tveir menn, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, eru þar ákærðir fyrir vopnalagabrot en Sindri er einnig ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka. Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild að tilraunabrotinu. Fyrir dómi í gær báru vitni, meðal annars kærasta Sindra og faðir hans, sem og sambýliskona Ísidórs til sjö ára. Þá komu vopnasalar, tæknifræðingur og geðlæknir fyrir dóminn. Sveinn Andri Sveinsson er verjandi Sindra. Sveinn Andri segir að þrennt hafi staðið upp í aðalmeðferðinni í vikunni. Í fyrsta lagi hafi komið skýrlega fram hjá fulltrúa ríkislögreglustjóra að þegar Sindri Snær og Ísidór voru handteknir þá hafi það ekki verið vegna yfirvofandi hryðjuverkahættu heldur vegna rannsóknarhagsmuna. Í öðru lagi liggi fyrir að sérfræðingar um byssur hafi kveðið upp úr með það ekki væri um árásarriffla að ræða í málinu. Í þriðja lagi hafi frásögn geðlæknis, sem var matsmaður í málinu, verið mjög afgerandi. Hann hafi metið frásagnir mannanna sem galgopalega orðræðu, þannig að á bakvið hana væri ekkert og að þeir væru vitahættulausir. Lögreglan hefði betur fylgst með mönnunum lengur Sveinn Andri segir að samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjaverka skipt í tvo hópa, annars vegar þá sem stöðva þarf strax vegna yfirvofandi hættu og hins vegar þá sem fylgjast þarf með, vegna hugsanlegrar hættu. „Í allra allra mesta lagi væri hægt að fullyrða það að þeir féllu inn í þá kategóríu, út af þessum samtölum þeirra, að það þyrfti að hafa auga með þeim. Það er það sem hefði átt að gera í málinu. Hefði lögreglan bara haft auga með þeim, fylgst með þeim, þá hefðu þeir áttað sig á því að það var ekkert þarna að gerast og málið hefði dáið. Það hefði verið hin farsæla ending á þessu máli í stað þess að fara í þetta frumhlaup að handtaka þá að ástæðulausu.“ Áhrifin mikil en er alltaf bjartsýnn Sveinn Andri segir að hryðjuverkamálið sé búið að hafa stórkostleg áhrif á allt líf þeirra Sindra Snæs og Ísidórs. Líf þeirra hafi algjörlega verið sett úr skorðum frá því að það kom upp þann 22. september árið 2022. „Það verður í raun erfitt að bæta það.“ Hann segist þó alltaf vera bjartsýnn. „Í þessu máli vonar maður alltaf að sannleikurinn og réttlætið hafi sigur að lokum og að þeir verði sýknaðir.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11