„Galgopaleg orðræða“ leiði sjaldnast til framkvæmdar Árni Sæberg skrifar 9. febrúar 2024 22:01 Sindri Snær og Ísidór Nathan virða fyrir sér dagskrána í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á sakborningum í hryðjuverkamálinu svokallaða bar fyrir dómi í dag að geðlæknisfræðilega stafaði hætta af hvorugum þeirra. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning.“ Kristinn Tómasson, einn reyndasti geðlæknir landsins hvað varðar framkvæmd geðmata í sakamálum, var fenginn til þess að framkvæma slíkt mat á þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni. Niðurstaða hans var að fimmtánda grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeim mönnum skuli ekki refsað, sem sökum meðal annars geðveiki, voru ófærir um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu, ætti við í hvorugu tilfelli. Kvíði og misnotkun fíkniefna Fyrir dómi bar hann að Sindri Snær væri meðal annars með sögu um áfallastreitu, kvíðaröskun og misnotkun fíkniefna. Samkvæmt geðlæknisfræðilegu mati hans stafi engin hætta af honum vegna andlegra kvilla. Kristinn lagði áherslu á að geðlæknisfræðilegt mat og mat lögreglu þurfi alls ekki að fara sama. „En hann getur í sjálfu sér verið hættulegasti maður veraldar,“ sagði hann en vísaði ekki endilega til Sindra Snæs í þeim efnum. Áfengissýki geti ýtt undir aðra kvilla Þá sagði hann Ísidór eiga við athyglisbrest, ofvirkni og áfengissýki að stríða. Hið síðastnefnda geti í mörgum tilfellum ýtt undir áhrif hinna tveggja. Engum persónuleikum sem skipta máli varðandi málið sé heldur til að dreifa í hans tilfelli. Kristinn lagði töluverða áherslu á það að báðir mennirnir hafi gert sér grein fyrir því að vopnalagabrot þeirra væru refsiverð og þau voðaverk sem þeir eru sagðir hafa lagt á ráðin um hefðu verið það sömuleiðis, hefðu þau komið til framkvæmda. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs.Vísir/Vilhelm Þeir hefðu báðir talað opinskátt um það sem þeim fór á milli og verið eins hreinskilnir og búast hefði mátt við af ungum mönnum í mjög erfiðum aðstæðum. Þeir hafi báðir séð eftir þeirri orðræðu sem þeir viðhöfðu sín á milli. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning,“ sagði Kristinn þegar Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði hann út í það hversu mikið væri að marka orðræðu sem tveir ungir menn viðhöfðu sín á milli. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Kristinn Tómasson, einn reyndasti geðlæknir landsins hvað varðar framkvæmd geðmata í sakamálum, var fenginn til þess að framkvæma slíkt mat á þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni. Niðurstaða hans var að fimmtánda grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeim mönnum skuli ekki refsað, sem sökum meðal annars geðveiki, voru ófærir um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu, ætti við í hvorugu tilfelli. Kvíði og misnotkun fíkniefna Fyrir dómi bar hann að Sindri Snær væri meðal annars með sögu um áfallastreitu, kvíðaröskun og misnotkun fíkniefna. Samkvæmt geðlæknisfræðilegu mati hans stafi engin hætta af honum vegna andlegra kvilla. Kristinn lagði áherslu á að geðlæknisfræðilegt mat og mat lögreglu þurfi alls ekki að fara sama. „En hann getur í sjálfu sér verið hættulegasti maður veraldar,“ sagði hann en vísaði ekki endilega til Sindra Snæs í þeim efnum. Áfengissýki geti ýtt undir aðra kvilla Þá sagði hann Ísidór eiga við athyglisbrest, ofvirkni og áfengissýki að stríða. Hið síðastnefnda geti í mörgum tilfellum ýtt undir áhrif hinna tveggja. Engum persónuleikum sem skipta máli varðandi málið sé heldur til að dreifa í hans tilfelli. Kristinn lagði töluverða áherslu á það að báðir mennirnir hafi gert sér grein fyrir því að vopnalagabrot þeirra væru refsiverð og þau voðaverk sem þeir eru sagðir hafa lagt á ráðin um hefðu verið það sömuleiðis, hefðu þau komið til framkvæmda. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs.Vísir/Vilhelm Þeir hefðu báðir talað opinskátt um það sem þeim fór á milli og verið eins hreinskilnir og búast hefði mátt við af ungum mönnum í mjög erfiðum aðstæðum. Þeir hafi báðir séð eftir þeirri orðræðu sem þeir viðhöfðu sín á milli. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning,“ sagði Kristinn þegar Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði hann út í það hversu mikið væri að marka orðræðu sem tveir ungir menn viðhöfðu sín á milli.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56
Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38
Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33