Parísarbyggingar á Íslandi - er það hægt? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 23:36 Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. En hvað er Parísarsamþykkt bygging? Það þýðir gæðabygging sem er hönnuð og byggð þannig að kolefnisspor hennar sé í takt við 1.5 gráðu markmið Parísarsáttmálans. Losun frá slíkum byggingum ætti að vera um 50-60% lægri en frá hefðbundnum byggingum. En loftslagsvænasta byggingin er sú bygging sem ekki þarf að byggja, því mikilvægt að nýta og samnýta þær byggingar sem byggðar hafa verið eins vel og lengi og hægt er. Víðar um borgina má sjá að verið er rífa niður eða hefja niðurrif bygginga. Sumstaðar er greinilegt að viðhald bygginga er vanrækt. Þær eru í raun keyptar til þess að láta þær drappast niður og skemmast svo hægt verði að fá leyfi til niðurrifs. Leyfin eru líklega veitt þar sem byggingarnar verða lýti í umhverfinu og jafnvel hættulegar. Erum við að byggja á Íslandi í takti við Parísarsáttmálann sem við erum búin að skrifa undir? Steypa er afar verðmætt efni sem inniheldur mikið innibyggt kolefni, um 350-450 kg CO2/m3. Í dag er búið að þróa og hægt að framleiða steypu með mun lægra kolefnisspor eða um 200- 250 kg CO2/m3 en oftast er ekki gerð krafa um að slík steypa sé notuð í verkefni. Ef Ísland ætlar sér að ná markmiðum í loftslagsmálum þá þýðir ekki að halda áfram að henda verðmætum á borð við steypu. Við verðum að byrja að endurnýta efni beint eða óbeint. Nýta botnplötur, veggi og aðra hluti eldri bygginga á nýjan hátt. Leggja meiri metnað í að hanna byggingar út frá eldra efni. Ef ekki er hægt að endurnýta á staðnum, að fara þá með efnin í aðra endurvinnslu, skera út, eða mylja aftur niður í hráefni og hefja nýtt ferli. Um þessar mundir er verið að nota mörg þúsund rúmmetra af steypu með tilheyrandi kolefnisspori. Það væri frábært að sjá ríki og sveitarfélög setja kröfur um endurnýtingu við hönnun og við nýbyggingar. Að förgunargjald steypu sé ekki of lágt til þess að draga úr öllum hvata til endurnýtingar. Og að gerðar yrðu markvissar kröfur um lægri losun frá byggingarefnum fyrir allar ný- og viðhaldsframkvæmdir. Árið 2023 var hlýasta ár frá upphafi, eða um 1.18 gráður yfir heimsmeðaltali tuttugustu aldar. Við stefnum óðfluga í átt að mun meiri hlýnun en 1.5 gráðu. Það er gríðarleg fjárhags- og samfélagsáhætta að fara lengra í þá átt. Við verðum að snúa við þessari þróun. Við verðum að setja allar loftslagsaðgerðir á fulla ferð og nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir liti allar framkvæmdir. Einungis þannig eigum við séns á því að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Byggjum Grænni Framtíð, vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnsem unnar er frábært framtak stjórnvalda um að byggja loftslagsvænna í framtíðinni. En við getum gert meira strax, okkur liggur á og allir verða að taka þátt. Það er afar erfitt að sjá byggingar eftir byggingar vera rifnar niður og vitandi að steypa er ekki endurnýtt að neinu marki hér á landi, að minnsta kosti ekki ennþá. Einnig er sorglegt að heyra um byggingu eftir byggingu sem er það illa farinn eftir raka- og mygluskemmdir að það sé mælt með að hún sé rifin. Það er mikil þörf fyrir nýbyggingar á næstu árum, förum vel með byggingarnar okkar og byggjum í takt við markmið okkar í loftslagsmálum. Byggjum Parísarbyggingar á Íslandi. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Loftslagsmál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. En hvað er Parísarsamþykkt bygging? Það þýðir gæðabygging sem er hönnuð og byggð þannig að kolefnisspor hennar sé í takt við 1.5 gráðu markmið Parísarsáttmálans. Losun frá slíkum byggingum ætti að vera um 50-60% lægri en frá hefðbundnum byggingum. En loftslagsvænasta byggingin er sú bygging sem ekki þarf að byggja, því mikilvægt að nýta og samnýta þær byggingar sem byggðar hafa verið eins vel og lengi og hægt er. Víðar um borgina má sjá að verið er rífa niður eða hefja niðurrif bygginga. Sumstaðar er greinilegt að viðhald bygginga er vanrækt. Þær eru í raun keyptar til þess að láta þær drappast niður og skemmast svo hægt verði að fá leyfi til niðurrifs. Leyfin eru líklega veitt þar sem byggingarnar verða lýti í umhverfinu og jafnvel hættulegar. Erum við að byggja á Íslandi í takti við Parísarsáttmálann sem við erum búin að skrifa undir? Steypa er afar verðmætt efni sem inniheldur mikið innibyggt kolefni, um 350-450 kg CO2/m3. Í dag er búið að þróa og hægt að framleiða steypu með mun lægra kolefnisspor eða um 200- 250 kg CO2/m3 en oftast er ekki gerð krafa um að slík steypa sé notuð í verkefni. Ef Ísland ætlar sér að ná markmiðum í loftslagsmálum þá þýðir ekki að halda áfram að henda verðmætum á borð við steypu. Við verðum að byrja að endurnýta efni beint eða óbeint. Nýta botnplötur, veggi og aðra hluti eldri bygginga á nýjan hátt. Leggja meiri metnað í að hanna byggingar út frá eldra efni. Ef ekki er hægt að endurnýta á staðnum, að fara þá með efnin í aðra endurvinnslu, skera út, eða mylja aftur niður í hráefni og hefja nýtt ferli. Um þessar mundir er verið að nota mörg þúsund rúmmetra af steypu með tilheyrandi kolefnisspori. Það væri frábært að sjá ríki og sveitarfélög setja kröfur um endurnýtingu við hönnun og við nýbyggingar. Að förgunargjald steypu sé ekki of lágt til þess að draga úr öllum hvata til endurnýtingar. Og að gerðar yrðu markvissar kröfur um lægri losun frá byggingarefnum fyrir allar ný- og viðhaldsframkvæmdir. Árið 2023 var hlýasta ár frá upphafi, eða um 1.18 gráður yfir heimsmeðaltali tuttugustu aldar. Við stefnum óðfluga í átt að mun meiri hlýnun en 1.5 gráðu. Það er gríðarleg fjárhags- og samfélagsáhætta að fara lengra í þá átt. Við verðum að snúa við þessari þróun. Við verðum að setja allar loftslagsaðgerðir á fulla ferð og nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir liti allar framkvæmdir. Einungis þannig eigum við séns á því að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Byggjum Grænni Framtíð, vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnsem unnar er frábært framtak stjórnvalda um að byggja loftslagsvænna í framtíðinni. En við getum gert meira strax, okkur liggur á og allir verða að taka þátt. Það er afar erfitt að sjá byggingar eftir byggingar vera rifnar niður og vitandi að steypa er ekki endurnýtt að neinu marki hér á landi, að minnsta kosti ekki ennþá. Einnig er sorglegt að heyra um byggingu eftir byggingu sem er það illa farinn eftir raka- og mygluskemmdir að það sé mælt með að hún sé rifin. Það er mikil þörf fyrir nýbyggingar á næstu árum, förum vel með byggingarnar okkar og byggjum í takt við markmið okkar í loftslagsmálum. Byggjum Parísarbyggingar á Íslandi. Höfundur er verkfræðingur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun