Parísarbyggingar á Íslandi - er það hægt? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 23:36 Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. En hvað er Parísarsamþykkt bygging? Það þýðir gæðabygging sem er hönnuð og byggð þannig að kolefnisspor hennar sé í takt við 1.5 gráðu markmið Parísarsáttmálans. Losun frá slíkum byggingum ætti að vera um 50-60% lægri en frá hefðbundnum byggingum. En loftslagsvænasta byggingin er sú bygging sem ekki þarf að byggja, því mikilvægt að nýta og samnýta þær byggingar sem byggðar hafa verið eins vel og lengi og hægt er. Víðar um borgina má sjá að verið er rífa niður eða hefja niðurrif bygginga. Sumstaðar er greinilegt að viðhald bygginga er vanrækt. Þær eru í raun keyptar til þess að láta þær drappast niður og skemmast svo hægt verði að fá leyfi til niðurrifs. Leyfin eru líklega veitt þar sem byggingarnar verða lýti í umhverfinu og jafnvel hættulegar. Erum við að byggja á Íslandi í takti við Parísarsáttmálann sem við erum búin að skrifa undir? Steypa er afar verðmætt efni sem inniheldur mikið innibyggt kolefni, um 350-450 kg CO2/m3. Í dag er búið að þróa og hægt að framleiða steypu með mun lægra kolefnisspor eða um 200- 250 kg CO2/m3 en oftast er ekki gerð krafa um að slík steypa sé notuð í verkefni. Ef Ísland ætlar sér að ná markmiðum í loftslagsmálum þá þýðir ekki að halda áfram að henda verðmætum á borð við steypu. Við verðum að byrja að endurnýta efni beint eða óbeint. Nýta botnplötur, veggi og aðra hluti eldri bygginga á nýjan hátt. Leggja meiri metnað í að hanna byggingar út frá eldra efni. Ef ekki er hægt að endurnýta á staðnum, að fara þá með efnin í aðra endurvinnslu, skera út, eða mylja aftur niður í hráefni og hefja nýtt ferli. Um þessar mundir er verið að nota mörg þúsund rúmmetra af steypu með tilheyrandi kolefnisspori. Það væri frábært að sjá ríki og sveitarfélög setja kröfur um endurnýtingu við hönnun og við nýbyggingar. Að förgunargjald steypu sé ekki of lágt til þess að draga úr öllum hvata til endurnýtingar. Og að gerðar yrðu markvissar kröfur um lægri losun frá byggingarefnum fyrir allar ný- og viðhaldsframkvæmdir. Árið 2023 var hlýasta ár frá upphafi, eða um 1.18 gráður yfir heimsmeðaltali tuttugustu aldar. Við stefnum óðfluga í átt að mun meiri hlýnun en 1.5 gráðu. Það er gríðarleg fjárhags- og samfélagsáhætta að fara lengra í þá átt. Við verðum að snúa við þessari þróun. Við verðum að setja allar loftslagsaðgerðir á fulla ferð og nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir liti allar framkvæmdir. Einungis þannig eigum við séns á því að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Byggjum Grænni Framtíð, vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnsem unnar er frábært framtak stjórnvalda um að byggja loftslagsvænna í framtíðinni. En við getum gert meira strax, okkur liggur á og allir verða að taka þátt. Það er afar erfitt að sjá byggingar eftir byggingar vera rifnar niður og vitandi að steypa er ekki endurnýtt að neinu marki hér á landi, að minnsta kosti ekki ennþá. Einnig er sorglegt að heyra um byggingu eftir byggingu sem er það illa farinn eftir raka- og mygluskemmdir að það sé mælt með að hún sé rifin. Það er mikil þörf fyrir nýbyggingar á næstu árum, förum vel með byggingarnar okkar og byggjum í takt við markmið okkar í loftslagsmálum. Byggjum Parísarbyggingar á Íslandi. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Loftslagsmál Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Nýlega var sagt frá því í fréttum að hafið væri niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi og skammt er síðan veglegt hús Íslandsbanka við Lækjargötu var rifið. Það var sorglegt að horfa upp á það, en því niðurrifi voru gerð afar góð skil í kvikmyndinni og bókinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur, arkitekt. En hvað er Parísarsamþykkt bygging? Það þýðir gæðabygging sem er hönnuð og byggð þannig að kolefnisspor hennar sé í takt við 1.5 gráðu markmið Parísarsáttmálans. Losun frá slíkum byggingum ætti að vera um 50-60% lægri en frá hefðbundnum byggingum. En loftslagsvænasta byggingin er sú bygging sem ekki þarf að byggja, því mikilvægt að nýta og samnýta þær byggingar sem byggðar hafa verið eins vel og lengi og hægt er. Víðar um borgina má sjá að verið er rífa niður eða hefja niðurrif bygginga. Sumstaðar er greinilegt að viðhald bygginga er vanrækt. Þær eru í raun keyptar til þess að láta þær drappast niður og skemmast svo hægt verði að fá leyfi til niðurrifs. Leyfin eru líklega veitt þar sem byggingarnar verða lýti í umhverfinu og jafnvel hættulegar. Erum við að byggja á Íslandi í takti við Parísarsáttmálann sem við erum búin að skrifa undir? Steypa er afar verðmætt efni sem inniheldur mikið innibyggt kolefni, um 350-450 kg CO2/m3. Í dag er búið að þróa og hægt að framleiða steypu með mun lægra kolefnisspor eða um 200- 250 kg CO2/m3 en oftast er ekki gerð krafa um að slík steypa sé notuð í verkefni. Ef Ísland ætlar sér að ná markmiðum í loftslagsmálum þá þýðir ekki að halda áfram að henda verðmætum á borð við steypu. Við verðum að byrja að endurnýta efni beint eða óbeint. Nýta botnplötur, veggi og aðra hluti eldri bygginga á nýjan hátt. Leggja meiri metnað í að hanna byggingar út frá eldra efni. Ef ekki er hægt að endurnýta á staðnum, að fara þá með efnin í aðra endurvinnslu, skera út, eða mylja aftur niður í hráefni og hefja nýtt ferli. Um þessar mundir er verið að nota mörg þúsund rúmmetra af steypu með tilheyrandi kolefnisspori. Það væri frábært að sjá ríki og sveitarfélög setja kröfur um endurnýtingu við hönnun og við nýbyggingar. Að förgunargjald steypu sé ekki of lágt til þess að draga úr öllum hvata til endurnýtingar. Og að gerðar yrðu markvissar kröfur um lægri losun frá byggingarefnum fyrir allar ný- og viðhaldsframkvæmdir. Árið 2023 var hlýasta ár frá upphafi, eða um 1.18 gráður yfir heimsmeðaltali tuttugustu aldar. Við stefnum óðfluga í átt að mun meiri hlýnun en 1.5 gráðu. Það er gríðarleg fjárhags- og samfélagsáhætta að fara lengra í þá átt. Við verðum að snúa við þessari þróun. Við verðum að setja allar loftslagsaðgerðir á fulla ferð og nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir liti allar framkvæmdir. Einungis þannig eigum við séns á því að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Byggjum Grænni Framtíð, vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030, á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnsem unnar er frábært framtak stjórnvalda um að byggja loftslagsvænna í framtíðinni. En við getum gert meira strax, okkur liggur á og allir verða að taka þátt. Það er afar erfitt að sjá byggingar eftir byggingar vera rifnar niður og vitandi að steypa er ekki endurnýtt að neinu marki hér á landi, að minnsta kosti ekki ennþá. Einnig er sorglegt að heyra um byggingu eftir byggingu sem er það illa farinn eftir raka- og mygluskemmdir að það sé mælt með að hún sé rifin. Það er mikil þörf fyrir nýbyggingar á næstu árum, förum vel með byggingarnar okkar og byggjum í takt við markmið okkar í loftslagsmálum. Byggjum Parísarbyggingar á Íslandi. Höfundur er verkfræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar