Tölum um hvalrekaskatt Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 7. febrúar 2024 17:00 Hvalrekaskattar á banka hafa verið lagðir á í ýmsum ríkjum Evrópu að undanförnu og áform um slíkt hefur víða komið til tals. En hvað er hvalrekaskattur? Um að ræða sérstakan skatt sem stjórnvöld geta lagt á atvinnugreinar eða fyrirtæki sem hagnast óvænt vegna sérstakra aðstæðna, svo sem vegna hækkana á vöruverði, hagstæðra breyting á reglum eða annarra ytri þátta sem leitt geta til óvenjulegrar aukningar á hagnaði og hafa í raun ekkert með daglegt rekstrarumhverfi fyrirtækja og ákvarðanir því tengdu að gera. Ein helstu rökin fyrir notkun hvalrekaskatts eru að með honum er tímabundið hægt að vinna bug á tekjuójöfnuði með því að beina spjótum sínum að fyrirtækjum eða atvinnugreinum sem hagnast óeðlilega vegna fyrrnefnda ástæðna á kostnað heimila, fyrirtækja, neytenda eða skattgreiðenda. Stjórnvöld geta þannig með hvalrekaskatti stuðlað að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja. Þaulreynd aðferðafræði Hvalrekaskattur er ekki nýtt fyrirbæri en til hans hefur oft verið gripið á undanförnum áratugum í löndum sem við berum okkur saman við vegna óvenjulegra aðstæðna og aukningar í hagnaði af sérstökum aðstæðum. Skatturinn er samofinn ýmsum efnahagslegum og pólitískum viðburðum sem margir kannast við. Má þar nefna hvalrekaskatt á olíufyrirtæki í kjölfar olíukreppunnar árið 1970 sem var tilkomin vegna viðskiptabanns OPEC ríkjanna og leiddi til verulegrar hækkunar olíuverðs. Þá var skatturinn meðal annars settur á í Bandaríkjunum og Bretlandi. Aftur var hvalrekaskattur lagður á olíufyrirtæki í Bretlandi vegna óeðlilegs hagnaðar árið 1981 þegar hægristjórn Margrétar Thatcher var við völd. Þá kom Tony Blair, fyrrv. forsætisráðherra Breta og formaður verkamannaflokksins, hvalrekaskatti til leiðar á veitufyrirtæki. Undanfarið ár hefur talsverð umræða átt sér stað víða í heiminum um hvalrekaskatta og fjölmörg lönd í Evrópu hafa innleitt þá á orkufyrirtæki vegna mikillar hækkunar raforkuverðs og stóraukins hagnaðar orkufyrirtækja sem að stórum hluta má rekja til árásarstríðs Rússa í Úkraínu. Skattinum er þannig ætla að koma til móts við almenning sem tekið hefur á sig talsvert þyngri byrðar vegna hás orkuverðs. Ekki spurning um hægri eða vinstri Það er sannfæring mín og okkar í Framsókn að þegar óvenjulegur hagnaður verður vegna tímabundins ójafnvægis á markaðnum eða annarra tímabundinna ytri þátta getur hvalrekaskattur hjálpað til við að leiðrétta slíka röskun og stuðlað að meira jafnvægi í efnahagslífinu, heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta. Slíkt er ekki spurning um hægri eða vinstri strauma í stjórnmálum eins og dæmin sanna erlendis frá, heldur eðlileg viðbrögð ríkisins við óvenjulegu ástandi í samfélaginu. Á tímum þar sem að stýrivextir hafa hækkað mikið og vaxtamunur bankanna hér á landi hafa aukist tel ég eðlilegt og sanngjarnt að íslensk stjórnvöld fari þá leið að setja á hvalrekaskatt með það að markmiði að styðja betur við þau heimili sem verst hafa orðið fyrir barðinu á hækkun vaxta. Til að mynda hafa hreinar vaxtatekjur íslensku bankanna margfaldast á árinu 2023 og hafa verið yfir arðsemismarkmiðum, það segir ákveðna sögu. Ég tel rétt á sama tíma að geta þess að ríkisstjórnin lagðist á árarnar á Covid tímabilinu og studdi við bakið á fyrirtækjum í landinu og nutu bankarnir þannig óbeint verulegs stuðnings frá hinu opinbera og hafa frá síðasta ári notið uppskeru þeirra aðgerða. Skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum Einn helsti átakapunktur stjórnmálanna snýr að skattheimtu og réttlátri skiptingu. Umræðu um skattheimtu hverju sinni, hvort sem hún snýr að fólki eða fyrirtækjum, þarf að taka með (fyrirsjáanlegum) yfirveguðum og málefnalegum hætti hverju sinni. Slæmar og illa ígrundaðar ákvarðanir í skattastefnustefnu stjórnvalda geta haft slæm áhrif á fyrirtæki og samfélagið í heild. Það gefur auga leið að slíkt er engu samfélagi til gagns. Það er hins vegar engum vafa undirorpið að skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum, félagslegum jöfnuði og sterkari samfélögum. Það eru til dæmis Norðurlöndin þekkt fyrir á heimsvísu sem við Íslendingar viljum oft og tíðum bera okkur saman við. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Skattar og tollar Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hvalrekaskattar á banka hafa verið lagðir á í ýmsum ríkjum Evrópu að undanförnu og áform um slíkt hefur víða komið til tals. En hvað er hvalrekaskattur? Um að ræða sérstakan skatt sem stjórnvöld geta lagt á atvinnugreinar eða fyrirtæki sem hagnast óvænt vegna sérstakra aðstæðna, svo sem vegna hækkana á vöruverði, hagstæðra breyting á reglum eða annarra ytri þátta sem leitt geta til óvenjulegrar aukningar á hagnaði og hafa í raun ekkert með daglegt rekstrarumhverfi fyrirtækja og ákvarðanir því tengdu að gera. Ein helstu rökin fyrir notkun hvalrekaskatts eru að með honum er tímabundið hægt að vinna bug á tekjuójöfnuði með því að beina spjótum sínum að fyrirtækjum eða atvinnugreinum sem hagnast óeðlilega vegna fyrrnefnda ástæðna á kostnað heimila, fyrirtækja, neytenda eða skattgreiðenda. Stjórnvöld geta þannig með hvalrekaskatti stuðlað að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja. Þaulreynd aðferðafræði Hvalrekaskattur er ekki nýtt fyrirbæri en til hans hefur oft verið gripið á undanförnum áratugum í löndum sem við berum okkur saman við vegna óvenjulegra aðstæðna og aukningar í hagnaði af sérstökum aðstæðum. Skatturinn er samofinn ýmsum efnahagslegum og pólitískum viðburðum sem margir kannast við. Má þar nefna hvalrekaskatt á olíufyrirtæki í kjölfar olíukreppunnar árið 1970 sem var tilkomin vegna viðskiptabanns OPEC ríkjanna og leiddi til verulegrar hækkunar olíuverðs. Þá var skatturinn meðal annars settur á í Bandaríkjunum og Bretlandi. Aftur var hvalrekaskattur lagður á olíufyrirtæki í Bretlandi vegna óeðlilegs hagnaðar árið 1981 þegar hægristjórn Margrétar Thatcher var við völd. Þá kom Tony Blair, fyrrv. forsætisráðherra Breta og formaður verkamannaflokksins, hvalrekaskatti til leiðar á veitufyrirtæki. Undanfarið ár hefur talsverð umræða átt sér stað víða í heiminum um hvalrekaskatta og fjölmörg lönd í Evrópu hafa innleitt þá á orkufyrirtæki vegna mikillar hækkunar raforkuverðs og stóraukins hagnaðar orkufyrirtækja sem að stórum hluta má rekja til árásarstríðs Rússa í Úkraínu. Skattinum er þannig ætla að koma til móts við almenning sem tekið hefur á sig talsvert þyngri byrðar vegna hás orkuverðs. Ekki spurning um hægri eða vinstri Það er sannfæring mín og okkar í Framsókn að þegar óvenjulegur hagnaður verður vegna tímabundins ójafnvægis á markaðnum eða annarra tímabundinna ytri þátta getur hvalrekaskattur hjálpað til við að leiðrétta slíka röskun og stuðlað að meira jafnvægi í efnahagslífinu, heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta. Slíkt er ekki spurning um hægri eða vinstri strauma í stjórnmálum eins og dæmin sanna erlendis frá, heldur eðlileg viðbrögð ríkisins við óvenjulegu ástandi í samfélaginu. Á tímum þar sem að stýrivextir hafa hækkað mikið og vaxtamunur bankanna hér á landi hafa aukist tel ég eðlilegt og sanngjarnt að íslensk stjórnvöld fari þá leið að setja á hvalrekaskatt með það að markmiði að styðja betur við þau heimili sem verst hafa orðið fyrir barðinu á hækkun vaxta. Til að mynda hafa hreinar vaxtatekjur íslensku bankanna margfaldast á árinu 2023 og hafa verið yfir arðsemismarkmiðum, það segir ákveðna sögu. Ég tel rétt á sama tíma að geta þess að ríkisstjórnin lagðist á árarnar á Covid tímabilinu og studdi við bakið á fyrirtækjum í landinu og nutu bankarnir þannig óbeint verulegs stuðnings frá hinu opinbera og hafa frá síðasta ári notið uppskeru þeirra aðgerða. Skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum Einn helsti átakapunktur stjórnmálanna snýr að skattheimtu og réttlátri skiptingu. Umræðu um skattheimtu hverju sinni, hvort sem hún snýr að fólki eða fyrirtækjum, þarf að taka með (fyrirsjáanlegum) yfirveguðum og málefnalegum hætti hverju sinni. Slæmar og illa ígrundaðar ákvarðanir í skattastefnustefnu stjórnvalda geta haft slæm áhrif á fyrirtæki og samfélagið í heild. Það gefur auga leið að slíkt er engu samfélagi til gagns. Það er hins vegar engum vafa undirorpið að skattheimta getur stuðlað að jöfnum tækifærum, félagslegum jöfnuði og sterkari samfélögum. Það eru til dæmis Norðurlöndin þekkt fyrir á heimsvísu sem við Íslendingar viljum oft og tíðum bera okkur saman við. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun