Hæstiréttur tekur eggjastokkamál fyrir Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2024 16:13 Hæstiréttur tekur málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Sjúkratryggingum Íslands áfrýjunarleyfi í máli sem snýr að læknamistökum þegar eggjastokkur konu var fjarlægður án hennar vitneskju. Sjúkratryggingar voru dæmdar til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur í Landsrétti. Í dómi Landsréttar frá 1. desember síðastliðnum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Með dómi Landsréttar var hins vegar fallist á kröfu konunnar um miskabætur. Í dóminum sagði að þar sem miskabætur samkvæmt skaðabótalögum væru ekki sérstaklega undanskildar í lögum um sjúklingatryggingu yrði að skýra ákvæðið svo að það tæki til miskabóta á grundvelli nefnds ákvæðis skaðabótalaga. Einnig væru uppfyllt saknæmisskilyrði þess ákvæðis. Byggðu á rangri túlkun Í ákvörðun Hæstaréttar um áfryjunarleyfi segir að Sjúkratryggingar hafi óskað eftir áfrýjunarleyfi þann 28. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á ákvæði laga um sjúklingatryggingu væri röng og að ákvæðið ætti ekki að leiða til þess að greiða skuli skaðabætur vegna allra þeirra bótaflokka sem tilteknir eru í skaðabótalögum. Þá hafi Sjúkratryggingar byggt á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, meðal annars um mat á saknæmi. Jafnframt hafi Sjúkratryggingar byggt á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þar sem dómurinn óraskaður myndi fela í sér þá grundvallarbreytingu að starfsmönnum Sjúkratrygginga yrði fengið hlutverk rannsóknaraðila um sök heilbrigðisstarfsmanna. Fallist á að dómur gæti haft fordæmisgildi Að endingu hafi Sjúkratryggingar vísað til þess að niðurstaða málsins hefði verulegt almennt gildi um afgreiðslu bóta úr sjúklingatryggingum. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um greiðsluskyldu eftir lögum um sjúklingatryggingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Heilbrigðismál Dómsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Frjósemi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í dómi Landsréttar frá 1. desember síðastliðnum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Með dómi Landsréttar var hins vegar fallist á kröfu konunnar um miskabætur. Í dóminum sagði að þar sem miskabætur samkvæmt skaðabótalögum væru ekki sérstaklega undanskildar í lögum um sjúklingatryggingu yrði að skýra ákvæðið svo að það tæki til miskabóta á grundvelli nefnds ákvæðis skaðabótalaga. Einnig væru uppfyllt saknæmisskilyrði þess ákvæðis. Byggðu á rangri túlkun Í ákvörðun Hæstaréttar um áfryjunarleyfi segir að Sjúkratryggingar hafi óskað eftir áfrýjunarleyfi þann 28. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar hafi byggt á því að túlkun Landsréttar á ákvæði laga um sjúklingatryggingu væri röng og að ákvæðið ætti ekki að leiða til þess að greiða skuli skaðabætur vegna allra þeirra bótaflokka sem tilteknir eru í skaðabótalögum. Þá hafi Sjúkratryggingar byggt á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, meðal annars um mat á saknæmi. Jafnframt hafi Sjúkratryggingar byggt á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þar sem dómurinn óraskaður myndi fela í sér þá grundvallarbreytingu að starfsmönnum Sjúkratrygginga yrði fengið hlutverk rannsóknaraðila um sök heilbrigðisstarfsmanna. Fallist á að dómur gæti haft fordæmisgildi Að endingu hafi Sjúkratryggingar vísað til þess að niðurstaða málsins hefði verulegt almennt gildi um afgreiðslu bóta úr sjúklingatryggingum. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um greiðsluskyldu eftir lögum um sjúklingatryggingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Heilbrigðismál Dómsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Frjósemi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira