Yfirvöld á Norðurlöndunum hafi aðstoðað aðra en eigin ríkisborgara Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2024 23:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar Yfirvöld á hinum Norðurlöndunum hafa aðstoðað aðra en ríkisborgara sína við að komast burt frá Palestínu. Rúv greindi frá þessu fyrr í kvöld. Frétt uppfærð 3. febrúar kl. 12:30. Þessi frétt er byggð á frétt Ríkisútvarpsins sem birtist í gær, 2. febrúar. Í henni var haldið fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hefðu fullyrt að Norðurlönd væru ekki að aðstoða aðra en ríkisborgara sína á Gasa. Það var rangt. Því hefur þessari frétt og fyrirsögn hennar verið breytt til þess að endurspegla það. Fram kemur í frétt RÚV að um hundrað Palestínumenn sem staddir eru á Gasa hafi þegar fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Íslenska ríkið hefur hins vegar ekki aðstoðað þá við að komast til landsins og situr fjöldi Palestínubúa því fastur á Gasa. Ríkisstjórnin hefur borið fyrir sig að hin Norðurlöndin hafi eingöngu tekið við ríkisborgurum sínum eða fólki sem hefði búið í þeim löndum í einhvern tíma. Palestínumenn og aðrir mótmælendur mótmæltu þessu aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar með tjaldbúðum á Austurvelli frá desember til janúar og kröfðust fjölskyldusameininga. „Ég ítreka það að nágrannalöndin okkar, þau hafa eingöngu verið að taka til sinna landa sína ríkisborgara eða fólk sem hefur dvalarleyfi og hefur búið í löndunum í einhvern tíma eða langan tíma og ef það hafa verið fjölskyldusameiningar þá hefur fólk þurft að koma sér sjálft út af svæðinu og koma sér sjálft til landsins,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali við Vísi 29. desember. Hún leiðrétti ummæli sín í kjölfarið þann 4. janúar. Þetta var ekki tekið fram í upprunalegri frétt Ríkisútvarpsins, en það hefur nú verið leiðrétt. Þetta hefur Guðrún auk þess bent á í Facebook færslu sem hún birti vegna fréttar RÚV. RÚV greindi svo frá því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi fullyrt það sama, að hin Norðurlöndin aðstoðuðu aðeins sína ríkisborgara frá Gasa, í Kastljósi 9. janúar. „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október,“ skrifaði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í umdeildri Facebook-færslu sinni um mótmælendur á Austurvelli. Þá sagði forsætisráðherra í Kastljósi 22. janúar að Útlendingastofnun hafi forgangsraðað umsóknum frá Gasa um fjölskyldusameiningu og afgreitt þær. Til skoðunar hafi verið hvort íslensk stjórnvöld geti aðstoðað fólk að komast út af Gasa en það væri ekki auðveld aðgerð. Hún sagðist þá einnig hafa skilið það svo að Norðurlöndin hafi flutt sína ríkisborgara og dvalarleyfishafa frá Gasa, sem voru komnir með dvalarleyfi fyrir 7. október og höfðu verið búsettir í þeim löndum áður. Rúv hefur sent fyrirspurnir á utanríkisráðuneyti hinna Norðurlandanna og í svörum þeirra kemur í ljós að yfirlýsingar ráðherranna reynast ekki réttar . Hafa aðstoðað fólk með dvalarleyfi Samkvæmt svari utanríkisráðuneytis Svíþjóðar við fyrirspurn Ríkisútvarpsins kemur fram að sænsk stjórnvöld hafi aðstoðað 550 manns við að komast frá Gasa, bæði sænska ríkisborgara og fólk með dvalarleyfi í Svíþjóð. Þá kemur fram í frétt Rúv að hópur starfsmanna sænska ríkisins hafi verið við landamæri Gasa og Egyptalands frá 13. nóvember til 12. desember og norræn ríki hafi unnið náið saman við undirbúning og björgun á fólki. Norsk stjórnvöld hafi aðstoðað 270 manns á flótta frá Gasa og af þeim voru 38 með dvalarleyfi í Noregi eða foreldrar norskra barna og flúðu með börnum sínum. Í svari utanríkisráðuneytis Noregs við fyrirspurn Rúv kemur fram að fulltrúar sendiráðs Noregs í Kaíró hafi hitt fólkið við landamærin og gefið út vegabréfsáritanir. Í svari utanríkisráðuneytis Finnlands segir að finnsk stjórnvöld geri ekki greinarmun á því hvort fólk á flótta frá Gasa séu finnskir ríkisborgarar eða með dvalarleyfi í Finnlandi. Eins fái nánir fjölskyldumeðlimir hjálp, séu þeir á flótta í för með ríkisborgara eða dvalarleyfishafa. Dönsk yfirvöld hafi í undantekningartilvikum aðstoðað nána fjölskyldumeðlimi barna með danskan ríkisborgararétt, við flótta frá Gasa, séu þeir í fylgd með dönskum börnum sínum, segir í svari utanríkisráðuneytis Danmerkur við fyrirspurn Rúv. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttamenn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Frétt uppfærð 3. febrúar kl. 12:30. Þessi frétt er byggð á frétt Ríkisútvarpsins sem birtist í gær, 2. febrúar. Í henni var haldið fram að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hefðu fullyrt að Norðurlönd væru ekki að aðstoða aðra en ríkisborgara sína á Gasa. Það var rangt. Því hefur þessari frétt og fyrirsögn hennar verið breytt til þess að endurspegla það. Fram kemur í frétt RÚV að um hundrað Palestínumenn sem staddir eru á Gasa hafi þegar fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Íslenska ríkið hefur hins vegar ekki aðstoðað þá við að komast til landsins og situr fjöldi Palestínubúa því fastur á Gasa. Ríkisstjórnin hefur borið fyrir sig að hin Norðurlöndin hafi eingöngu tekið við ríkisborgurum sínum eða fólki sem hefði búið í þeim löndum í einhvern tíma. Palestínumenn og aðrir mótmælendur mótmæltu þessu aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar með tjaldbúðum á Austurvelli frá desember til janúar og kröfðust fjölskyldusameininga. „Ég ítreka það að nágrannalöndin okkar, þau hafa eingöngu verið að taka til sinna landa sína ríkisborgara eða fólk sem hefur dvalarleyfi og hefur búið í löndunum í einhvern tíma eða langan tíma og ef það hafa verið fjölskyldusameiningar þá hefur fólk þurft að koma sér sjálft út af svæðinu og koma sér sjálft til landsins,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali við Vísi 29. desember. Hún leiðrétti ummæli sín í kjölfarið þann 4. janúar. Þetta var ekki tekið fram í upprunalegri frétt Ríkisútvarpsins, en það hefur nú verið leiðrétt. Þetta hefur Guðrún auk þess bent á í Facebook færslu sem hún birti vegna fréttar RÚV. RÚV greindi svo frá því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi fullyrt það sama, að hin Norðurlöndin aðstoðuðu aðeins sína ríkisborgara frá Gasa, í Kastljósi 9. janúar. „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október,“ skrifaði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í umdeildri Facebook-færslu sinni um mótmælendur á Austurvelli. Þá sagði forsætisráðherra í Kastljósi 22. janúar að Útlendingastofnun hafi forgangsraðað umsóknum frá Gasa um fjölskyldusameiningu og afgreitt þær. Til skoðunar hafi verið hvort íslensk stjórnvöld geti aðstoðað fólk að komast út af Gasa en það væri ekki auðveld aðgerð. Hún sagðist þá einnig hafa skilið það svo að Norðurlöndin hafi flutt sína ríkisborgara og dvalarleyfishafa frá Gasa, sem voru komnir með dvalarleyfi fyrir 7. október og höfðu verið búsettir í þeim löndum áður. Rúv hefur sent fyrirspurnir á utanríkisráðuneyti hinna Norðurlandanna og í svörum þeirra kemur í ljós að yfirlýsingar ráðherranna reynast ekki réttar . Hafa aðstoðað fólk með dvalarleyfi Samkvæmt svari utanríkisráðuneytis Svíþjóðar við fyrirspurn Ríkisútvarpsins kemur fram að sænsk stjórnvöld hafi aðstoðað 550 manns við að komast frá Gasa, bæði sænska ríkisborgara og fólk með dvalarleyfi í Svíþjóð. Þá kemur fram í frétt Rúv að hópur starfsmanna sænska ríkisins hafi verið við landamæri Gasa og Egyptalands frá 13. nóvember til 12. desember og norræn ríki hafi unnið náið saman við undirbúning og björgun á fólki. Norsk stjórnvöld hafi aðstoðað 270 manns á flótta frá Gasa og af þeim voru 38 með dvalarleyfi í Noregi eða foreldrar norskra barna og flúðu með börnum sínum. Í svari utanríkisráðuneytis Noregs við fyrirspurn Rúv kemur fram að fulltrúar sendiráðs Noregs í Kaíró hafi hitt fólkið við landamærin og gefið út vegabréfsáritanir. Í svari utanríkisráðuneytis Finnlands segir að finnsk stjórnvöld geri ekki greinarmun á því hvort fólk á flótta frá Gasa séu finnskir ríkisborgarar eða með dvalarleyfi í Finnlandi. Eins fái nánir fjölskyldumeðlimir hjálp, séu þeir á flótta í för með ríkisborgara eða dvalarleyfishafa. Dönsk yfirvöld hafi í undantekningartilvikum aðstoðað nána fjölskyldumeðlimi barna með danskan ríkisborgararétt, við flótta frá Gasa, séu þeir í fylgd með dönskum börnum sínum, segir í svari utanríkisráðuneytis Danmerkur við fyrirspurn Rúv. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttamenn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Gefur ekkert fyrir tal um ómöguleika og vill senda út fulltrúa til að hjálpa Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu. 29. desember 2023 19:48