Að óbreyttu þurfi nýbyggingar ekki að þola jarðskjálfta Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 13:41 Þetta hús þolir vafalítið íslenskar aðstæður. Svo gæti farið að hús framtíðarinnar geri það ekki. Vísir/arnar Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir mikilvæga þjóðarviðauka við byggingarreglugerð EES ekki enn hafa verið samda vegna skorts á fjárveitingum frá ríkinu. Nýendurskoðaðir evrópskir staðlar, sem þegar eru byrjaðir að taka gildi ytra, taki ekki gildi hérlendis þar sem vantar að aðlaga þá íslenskum aðstæðum. Þetta sagði Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að Staðlaráð hefði rembst eins og rjúpan við staurinn við það að fá ríkið til þess að fjármagna samningu þjóðarviðaukanna í fjögur ár. Málaflokkurinn hafi verið á borði félags- og vinnumarkaðsráðherra en sé nú á borði innviðaráðuneytisins. Ekki hægt að láta aðra borga brúsann Hinir ýmsu hagaðilar, á borð við Vegagerðina, byggingaverktaka og verkfræðistofur, komi að því að semja viðaukana. Nú sé fjármagnið uppurið og vikur eða mánuðir séu í að molna fari úr byggingarlöggjöfinni. Helga Sigrún segist ekki telja eðlilegt að hagaðilarnir verði látnir fjármagna vinnuna. Í fréttatilkyningu sem Staðlaráð sendi frá sér fyrir áramót segir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið og varði vinnu við 174 mislöng og misflókin stöðlunarskjöl. Þá séu fimm vinnuhópar að störfum á Íslandi með samtals 23 þátttakendum. Byggingarverktökum í sjálfsvald sett hvort hús þoli jarðskjálfta Í tilkynningunni segir að fari endurskoðun á byggingarreglugerð EES, með tilliti til íslenskra aðstæðna, ekki fram muni það hafa þær afleiðingar að á næstu misserum verði sjálfkrafa til ný viðmið. Viðmið sem innihaldi engar kröfur til þolhönnunar mannvirkja á Íslandi. Íslensk stjórnvöld muni með því eftirláta byggingaraðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrkleika og þol mannvirkja hér á landi. Hægt verði að byggja og selja íslenskum fjölskyldum húsnæði sem þarf ekki að þola jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verði án afleiðinga enda ekki hægt að krefja byggingaraðila um að fylgja lögum sem ekki eru til. Byggingariðnaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Þetta sagði Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, í Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að Staðlaráð hefði rembst eins og rjúpan við staurinn við það að fá ríkið til þess að fjármagna samningu þjóðarviðaukanna í fjögur ár. Málaflokkurinn hafi verið á borði félags- og vinnumarkaðsráðherra en sé nú á borði innviðaráðuneytisins. Ekki hægt að láta aðra borga brúsann Hinir ýmsu hagaðilar, á borð við Vegagerðina, byggingaverktaka og verkfræðistofur, komi að því að semja viðaukana. Nú sé fjármagnið uppurið og vikur eða mánuðir séu í að molna fari úr byggingarlöggjöfinni. Helga Sigrún segist ekki telja eðlilegt að hagaðilarnir verði látnir fjármagna vinnuna. Í fréttatilkyningu sem Staðlaráð sendi frá sér fyrir áramót segir að verkefnið sé gríðarlega viðamikið og varði vinnu við 174 mislöng og misflókin stöðlunarskjöl. Þá séu fimm vinnuhópar að störfum á Íslandi með samtals 23 þátttakendum. Byggingarverktökum í sjálfsvald sett hvort hús þoli jarðskjálfta Í tilkynningunni segir að fari endurskoðun á byggingarreglugerð EES, með tilliti til íslenskra aðstæðna, ekki fram muni það hafa þær afleiðingar að á næstu misserum verði sjálfkrafa til ný viðmið. Viðmið sem innihaldi engar kröfur til þolhönnunar mannvirkja á Íslandi. Íslensk stjórnvöld muni með því eftirláta byggingaraðilum og hönnuðum þeirra ákvörðun um styrkleika og þol mannvirkja hér á landi. Hægt verði að byggja og selja íslenskum fjölskyldum húsnæði sem þarf ekki að þola jarðskjálfta, svo dæmi séu nefnd. Það verði án afleiðinga enda ekki hægt að krefja byggingaraðila um að fylgja lögum sem ekki eru til.
Byggingariðnaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira