Orðin okkar hafa áhrif Anna Lilja Björnsdóttir og Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifa 1. febrúar 2024 09:00 Orð hafa áhrifamátt, þau geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig huggað, nært og sameinað. Þannig hljóma skilaboðin sem Jafnréttisstofa sendir íslensku samfélagi með herferðinni Orðin okkar sem hleypt er af stokkunum í dag. Í herferðinni er spjótum beint að hatursorðræðu og mikilvægi þess að berjast gegn henni. Hatursorðræða er tjáning fordóma eða haturs í garð tiltekinna hópa, t.d. vegna kyns, kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með fordómum er til að mynda átt við fyrirfram mótaðar skoðanir sem byggja ekki endilega á raunverulegri reynslu. Hatursorðræða getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, hópa og samfélagið allt. Þau sem verða fyrir hatursorðræðu kunna að upplifa ótta, niðurlægingu, hræðslu, kvíða, reiði, einangrun, öryggisleysi og þunglyndi. Hatursorðræða ýtir undir misrétti í samfélaginu og sé hún viðvarandi verður til jarðvegur fordóma, sem viðheldur útskúfun, jaðarsetningu og niðurlægingu. Jafnréttisstofa leggur áherslu á mikilvægi þess að einstaklingar þekki þessar alvarlegu afleiðingar sem hatursorðræða getur haft í för með sér, að þeir segi frá og sýni þeim samstöðu sem verða fyrir hatursorðræðu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa fjölbreyttar raddir að heyrast. Hins vegar getur hatursorðræða haft kælandi áhrif á samfélagsþátttöku og þátttöku í opinberri umræðu og þannig skaðað lýðræðið, þar sem fólk kann að draga sig í hlé og einangrast gegn eigin vilja. Þar með fer samfélagið á mis við mikilvæg sjónarhorn og umræðan verður einsleitari en ella. Stuðlum að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi og berjumst gegn hatursorðræðu og rótum hennar, svo sem fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa. Höfundar eru sérfræðingur og framkvæmdarstjóri á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Orð hafa áhrifamátt, þau geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig huggað, nært og sameinað. Þannig hljóma skilaboðin sem Jafnréttisstofa sendir íslensku samfélagi með herferðinni Orðin okkar sem hleypt er af stokkunum í dag. Í herferðinni er spjótum beint að hatursorðræðu og mikilvægi þess að berjast gegn henni. Hatursorðræða er tjáning fordóma eða haturs í garð tiltekinna hópa, t.d. vegna kyns, kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með fordómum er til að mynda átt við fyrirfram mótaðar skoðanir sem byggja ekki endilega á raunverulegri reynslu. Hatursorðræða getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga, hópa og samfélagið allt. Þau sem verða fyrir hatursorðræðu kunna að upplifa ótta, niðurlægingu, hræðslu, kvíða, reiði, einangrun, öryggisleysi og þunglyndi. Hatursorðræða ýtir undir misrétti í samfélaginu og sé hún viðvarandi verður til jarðvegur fordóma, sem viðheldur útskúfun, jaðarsetningu og niðurlægingu. Jafnréttisstofa leggur áherslu á mikilvægi þess að einstaklingar þekki þessar alvarlegu afleiðingar sem hatursorðræða getur haft í för með sér, að þeir segi frá og sýni þeim samstöðu sem verða fyrir hatursorðræðu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa fjölbreyttar raddir að heyrast. Hins vegar getur hatursorðræða haft kælandi áhrif á samfélagsþátttöku og þátttöku í opinberri umræðu og þannig skaðað lýðræðið, þar sem fólk kann að draga sig í hlé og einangrast gegn eigin vilja. Þar með fer samfélagið á mis við mikilvæg sjónarhorn og umræðan verður einsleitari en ella. Stuðlum að auknu jafnrétti í íslensku samfélagi og berjumst gegn hatursorðræðu og rótum hennar, svo sem fordómum, neikvæðum staðalímyndum og smánun minnihlutahópa. Höfundar eru sérfræðingur og framkvæmdarstjóri á Jafnréttisstofu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun