Rafmagnsleysið mjög óvenjulegt Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. janúar 2024 20:41 Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Stöð 2 Rafmagnsleysið sem varð síðdegis á höfuðborgarsvæðinu svo umferðarljós urðu óvirk í vetrarveðrinu með tilheyrandi öngþveiti er mjög óvenjulegt. Þetta segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Rætt var við Jóhannes í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram hefur komið urðu víðtækar umferðarteppur síðdegis vegna rafmagnsleysisins og þess að mikil hálka og vetrarverður var á sama tíma. „Í dag í kjölfar þess að Suðurnesjalína 1 leysti út þá óskaði Landsnet eftir því við Veitur að við myndum hreyfa til álag í okkar kerfi. Og við þessar rofahreyfingar þá leysir út aðveitustöð eitt, sem er niðrí bæ og í kjölfarið verður stórt svæði straumlaust.“ Jóhannes segir að svæðið sem varð straumlaust hafi náð ansi víða. Frá Reykjavíkurtjörn og upp að Kringlumýrarbraut við Kringluna. Sett á aftur handvirkt Hversu lengi stóð þetta rafmagnsleysi? „Straumleysið stóð yfir í um það bil tuttugu mínútur. Í kjölfarið voru allir notendur komnir með rafmagn,“ segir Jóhannes. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um óhöpp sem orðið hafi í heimahúsum vegna þessa. Umferðin hafi hinsvegar orðið mjög þung og einhver smávægileg óhöpp þar sem slökknaði á umferðarljósum. Eins og fram hefur komið leituðu í hið minnsta fjórir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir umferðarslys. Er ekki óvanalegt að rafmagn fari af svona stóru svæði? „Jú, uppitíminn í okkar kerfi er gríðarlega hár. Þannig að það er mjög óvanalegt að þetta gerist og að það sé svona víðtækt straumleysi á höfuðborgarsvæðinu.“ Jóhannes segir að á þessu stigi sé ekki enn búið að greina bilunina til hlýtar. Hann segir að farið verði í það á morgun en fyrstu ágiskanir séu þær að um sé að ræða straum á kerfi Veitna. Hvaða aðgerðir eru í gangi núna? „Við náðum rafmagni á alla notendur bara eftir tuttugu mínútur. Eins og þið sáuð var traffíkin talsverð í dag og það voru hópar frá okkur sem þurftu að fara í aðveitustöðina og stýra handvirkt og svo var góður hópur hérna í stjórnstöðinni að stýra aðgerðum.“ Reykjavík Orkumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Rætt var við Jóhannes í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eins og fram hefur komið urðu víðtækar umferðarteppur síðdegis vegna rafmagnsleysisins og þess að mikil hálka og vetrarverður var á sama tíma. „Í dag í kjölfar þess að Suðurnesjalína 1 leysti út þá óskaði Landsnet eftir því við Veitur að við myndum hreyfa til álag í okkar kerfi. Og við þessar rofahreyfingar þá leysir út aðveitustöð eitt, sem er niðrí bæ og í kjölfarið verður stórt svæði straumlaust.“ Jóhannes segir að svæðið sem varð straumlaust hafi náð ansi víða. Frá Reykjavíkurtjörn og upp að Kringlumýrarbraut við Kringluna. Sett á aftur handvirkt Hversu lengi stóð þetta rafmagnsleysi? „Straumleysið stóð yfir í um það bil tuttugu mínútur. Í kjölfarið voru allir notendur komnir með rafmagn,“ segir Jóhannes. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um óhöpp sem orðið hafi í heimahúsum vegna þessa. Umferðin hafi hinsvegar orðið mjög þung og einhver smávægileg óhöpp þar sem slökknaði á umferðarljósum. Eins og fram hefur komið leituðu í hið minnsta fjórir á slysadeild Landspítalans með minniháttar áverka eftir umferðarslys. Er ekki óvanalegt að rafmagn fari af svona stóru svæði? „Jú, uppitíminn í okkar kerfi er gríðarlega hár. Þannig að það er mjög óvanalegt að þetta gerist og að það sé svona víðtækt straumleysi á höfuðborgarsvæðinu.“ Jóhannes segir að á þessu stigi sé ekki enn búið að greina bilunina til hlýtar. Hann segir að farið verði í það á morgun en fyrstu ágiskanir séu þær að um sé að ræða straum á kerfi Veitna. Hvaða aðgerðir eru í gangi núna? „Við náðum rafmagni á alla notendur bara eftir tuttugu mínútur. Eins og þið sáuð var traffíkin talsverð í dag og það voru hópar frá okkur sem þurftu að fara í aðveitustöðina og stýra handvirkt og svo var góður hópur hérna í stjórnstöðinni að stýra aðgerðum.“
Reykjavík Orkumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira