„Ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. janúar 2024 21:00 Landsliðið náði ekki markmiði sínu um sæti í Ólympíuumspili. Vísir/Vilhelm Ísland lauk í gær keppni á Evrópumóti karla í handbolta. Niðurstaðan er 10. sæti, sem þykja vonbrigði. Ísland náði ekki yfirlýstu markmiði sínu að komast í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar og hafði þar afar slakur upphafskafli á síðari hálfleiknum gegn Austurríki í gær mikið að segja. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, segir þann kafla vera lýsandi fyrir mótið. „Þetta slær smá í takt við mótið. Þetta var allt svona „næstum því“ hjá okkur. Spilum okkur í færi og skorum ekki úr því. Mómentið aldrei verið með okkur í mótinu, ef við tökum Króataleikinn út fyrir sviga.“ „Við þurfum að sætta okkur við það að þetta var ekki okkar mót og ég held þetta falli ekki á þessu korteri í leiknum á móti Austurríki. Miklu frekar öllu því sem á undan var skeð.“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason segir leikinn við Austurríki hafa súmmerað mótið upp vel.Vísir/Arnar Rúnar var spurður út í færanýtingu Íslands á mótinu en hún var einn ef ekki helsti hausverkur liðsins. „Ég hugsa það. Eiginlega ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi. Þetta eru strákar sem eru öllu jafna með mjög góða nýtingu,“ sagði Rúnar aðspurður hvort slök færanýting liðsins hefði verið komin í hausinn á mönnum. „Ætla ekki að segja að það sé einhver afsökun eða útskýring endilega en stundum vill það vera þannig að þú kemur inn í mót og hlutirnir virka ekki eins og þeir eiga að virka og þú ert smá fastur í því fari allt mótið. Fannst það vera tónninn sem við erum að díla við.“ „Þessir strákar eru með frábæra færanýtingu alla jafna þannig að ég ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim yfir nóttu eða eitthvað þannig.“ „Þetta var bara eins og þetta var og maður er viss um að þeir muni setjast niður, skoða hvar fór úrskeiðis og koma tvíefldir í næsta mót,“ sagði Rúnar að lokum. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Ísland náði ekki yfirlýstu markmiði sínu að komast í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar og hafði þar afar slakur upphafskafli á síðari hálfleiknum gegn Austurríki í gær mikið að segja. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, segir þann kafla vera lýsandi fyrir mótið. „Þetta slær smá í takt við mótið. Þetta var allt svona „næstum því“ hjá okkur. Spilum okkur í færi og skorum ekki úr því. Mómentið aldrei verið með okkur í mótinu, ef við tökum Króataleikinn út fyrir sviga.“ „Við þurfum að sætta okkur við það að þetta var ekki okkar mót og ég held þetta falli ekki á þessu korteri í leiknum á móti Austurríki. Miklu frekar öllu því sem á undan var skeð.“ Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason segir leikinn við Austurríki hafa súmmerað mótið upp vel.Vísir/Arnar Rúnar var spurður út í færanýtingu Íslands á mótinu en hún var einn ef ekki helsti hausverkur liðsins. „Ég hugsa það. Eiginlega ekki hægt að útskýra það neitt öðruvísi. Þetta eru strákar sem eru öllu jafna með mjög góða nýtingu,“ sagði Rúnar aðspurður hvort slök færanýting liðsins hefði verið komin í hausinn á mönnum. „Ætla ekki að segja að það sé einhver afsökun eða útskýring endilega en stundum vill það vera þannig að þú kemur inn í mót og hlutirnir virka ekki eins og þeir eiga að virka og þú ert smá fastur í því fari allt mótið. Fannst það vera tónninn sem við erum að díla við.“ „Þessir strákar eru með frábæra færanýtingu alla jafna þannig að ég ætla ekki að segja að geimverurnar í Space Jam hafi komið og tekið þetta frá þeim yfir nóttu eða eitthvað þannig.“ „Þetta var bara eins og þetta var og maður er viss um að þeir muni setjast niður, skoða hvar fór úrskeiðis og koma tvíefldir í næsta mót,“ sagði Rúnar að lokum. Innslagið úr Sportpakka Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira