Við erum sammála – að mestu Harpa Pétursdóttir skrifar 26. janúar 2024 07:01 Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni. Það er vissulega þröngt í raforkubúinu núna en engin ástæða er til örvæntingar líkt og þér kann að hafa verið talin trú um. Af öllu rafmagni í landinu framleiða fyrirtækin sem almenningur á – ríki eða sveitarfélög – meira en 90%. Þessi fyrirtæki og meira að segja líka sum þeirra sem eru í einkaeigu eru nefnilega sammála um að almenningur eigi að hafa forgang að rafmagni umfram aðra kaupendur. Þessi skilningur var skjalfestur af öllum stærstu framleiðendum rafmagns á Íslandi í hitteðfyrra þegar þau skrifuðu undir tillögu um að bera hlutfallslega ábyrgð á sínum hluta hvert. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að ná loftslagsmarkmiðum sem máli skipta, þá þarf að búa til meira rafmagn á Íslandi. Það muni ekki virka að bíða bara eftir að rafmagn losni úr langtímasamningum. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að viðhalda og byggja upp frekari hagsæld þá getur aukin orkuframleiðsla að minnsta kosti létt þar verulega undir. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það skiptir engu máli hversu mikið rafmagn er framleitt í landinu, sú staða getur komið upp – jafnvel aftur og aftur – að heimilin verði útundan. Ef öflugir kaupendur eru ráðandi og ekki skilgreind ábyrgð á rafmagni til fólksins, sem þó á stærstu orkufyrirtækin, er hætta á það gleymist. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Þess vegna er áríðandi að ábyrgðinni sé skipað með skynsamlegum hætti til framtíðar. Raforkufyrirtækin eru sammála um að rétt sé að skipta þessari ábyrgð gagnvart almenningi í hlutfalli við raforkuframleiðslu þeirra. Það þýðir að Landsvirkjun þurfi að axla hlutfallslega meiri ábyrgð en hún hefur gert síðustu ár. Landsvirkjun er hins vegar ekki tilbúin til þess strax, eins og almannatengslaherferðir fyrirtækisins síðustu vikur og mánuði hafa undirstrikað. Við hjá Orku náttúrunnar, sem er líka fyrirtæki í eigu almennings, erum tilbúin að brúa bilið; að tryggja rafmagn á almennan markað umfram hlutfall okkar af heildarframleiðslunni þangað til Landsvirkjun getur ábyrgst sitt hlutfall. Það má ekki dragast í mörg ár en við hjá ON erum klár í nokkur misseri. Við erum hinsvegar ekki klár í að brúin - sem á að brúa bilið þangað til allir framleiðendur treysta sér til að standa við skuldbindingarnar - felist í því að þessi samkeppnisaðili okkar ráði öllu sem ráðið verður á markaðnum. Við erum ekki sammála um að lög frá Alþingi eigi að fela í sér eyðileggingu á 20 ára þróun samkeppnismarkaðar í raforkusölu á Íslandi, sem almenningur hefur óumdeilanlega notið góðs af. Þar er hættan. Höfundur er stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ef þú fylgist með fréttum og ert virk á facebook hefur ef til vill sú mynd dregist upp fyrir þér að það sé algert uppnám í raforkumálum þjóðarinnar. Að þú getir ekki látið ljósin loga og rafmagnsreikningurinn fari að slaga upp í sjónvarps- og netreikningana á næstu mánuðum. Ef fyrirtækin og stjórnvöld ákveða að vinna saman að lausninni þá mun það ekki gerast, jafnvel þótt vatnið standi lágt í Þórisvatni. Það er vissulega þröngt í raforkubúinu núna en engin ástæða er til örvæntingar líkt og þér kann að hafa verið talin trú um. Af öllu rafmagni í landinu framleiða fyrirtækin sem almenningur á – ríki eða sveitarfélög – meira en 90%. Þessi fyrirtæki og meira að segja líka sum þeirra sem eru í einkaeigu eru nefnilega sammála um að almenningur eigi að hafa forgang að rafmagni umfram aðra kaupendur. Þessi skilningur var skjalfestur af öllum stærstu framleiðendum rafmagns á Íslandi í hitteðfyrra þegar þau skrifuðu undir tillögu um að bera hlutfallslega ábyrgð á sínum hluta hvert. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að ná loftslagsmarkmiðum sem máli skipta, þá þarf að búa til meira rafmagn á Íslandi. Það muni ekki virka að bíða bara eftir að rafmagn losni úr langtímasamningum. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það er öllum raforkuframleiðendum augljóst að ef þjóðin ætlar að viðhalda og byggja upp frekari hagsæld þá getur aukin orkuframleiðsla að minnsta kosti létt þar verulega undir. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Það skiptir engu máli hversu mikið rafmagn er framleitt í landinu, sú staða getur komið upp – jafnvel aftur og aftur – að heimilin verði útundan. Ef öflugir kaupendur eru ráðandi og ekki skilgreind ábyrgð á rafmagni til fólksins, sem þó á stærstu orkufyrirtækin, er hætta á það gleymist. Um þetta eru raforkufyrirtækin sammála. Þess vegna er áríðandi að ábyrgðinni sé skipað með skynsamlegum hætti til framtíðar. Raforkufyrirtækin eru sammála um að rétt sé að skipta þessari ábyrgð gagnvart almenningi í hlutfalli við raforkuframleiðslu þeirra. Það þýðir að Landsvirkjun þurfi að axla hlutfallslega meiri ábyrgð en hún hefur gert síðustu ár. Landsvirkjun er hins vegar ekki tilbúin til þess strax, eins og almannatengslaherferðir fyrirtækisins síðustu vikur og mánuði hafa undirstrikað. Við hjá Orku náttúrunnar, sem er líka fyrirtæki í eigu almennings, erum tilbúin að brúa bilið; að tryggja rafmagn á almennan markað umfram hlutfall okkar af heildarframleiðslunni þangað til Landsvirkjun getur ábyrgst sitt hlutfall. Það má ekki dragast í mörg ár en við hjá ON erum klár í nokkur misseri. Við erum hinsvegar ekki klár í að brúin - sem á að brúa bilið þangað til allir framleiðendur treysta sér til að standa við skuldbindingarnar - felist í því að þessi samkeppnisaðili okkar ráði öllu sem ráðið verður á markaðnum. Við erum ekki sammála um að lög frá Alþingi eigi að fela í sér eyðileggingu á 20 ára þróun samkeppnismarkaðar í raforkusölu á Íslandi, sem almenningur hefur óumdeilanlega notið góðs af. Þar er hættan. Höfundur er stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar