Gullhúðunin gerir illt verra Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. janúar 2024 13:31 Mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks má einkum rekja til þess að slíkt regluverk kemur aðallega frá sambandinu. Svonefnd gullhúðun, þegar regluverk er innleitt meira íþyngjandi en það kemur frá Evrópusambandinu, á sér stað í minnihluta tilfella þegar lagasetning er annars vegar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 en nefndina skipuðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, Alþýðusambands Íslands og Sambands íslenzkra sveitarfélaga auk fulltrúa stjórnvalda. Skoðuð voru íþyngjandi lagafrumvörp fyrir atvinnulífið sem samþykkt voru á þremur löggjafarþingum á árunum 2013-2016 við gerð skýrslunnar. Flest frumvörp til einföldunar innlend Fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndarinnar að á umræddu tímabili hafi 35 lagafrumvörp verið samþykkt á Alþingi sem haft hafi áhrif á reglubyrði atvinnulífsins. Þar af hafi 29 frumvörp verið íþyngjandi fyrir atvinnulífið, þá annað hvort einungis íþyngjandi (17) eða bæði íþyngjandi og til einföldunar (12). Af þessum 29 frumvörpum hafi 20 verið vegna innleiðingar á reglum frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Mikill meirihluti þeirra frumvarpa sem töldust einungis íþyngjandi voru upprunin hjá Evrópusambandinu eða 14 af 17. Einungis þrjú þessara frumvarpa voru innlend að uppruna. Sex af þeim tólf frumvörpum sem voru bæði íþyngjandi og til einföldunar komu frá sambandinu. Hvað gullhúðunina varðar var íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu innleitt meira íþyngjandi í sjö tilfellum. Það er þriðjungur þeirra. Flest frumvörp til einföldunar voru innlend að uppruna eða fimm af sex. Einungis eitt átti uppruna sinn í reglum í gegnum EES-samninginn. Miðað við skýrsluna er ljóst að gullhúðun regluverks frá Evrópusambandinu er ekki stærsti vandinn í þessum efnum, þó hún sé sannarlega vandamál sem taka þurfi föstum tökum, heldur sjálft regluverkið sem kemur frá sambandinu. Gullhúðunin gerir fyrst og fremst illt verra. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum þannig í verstu mögulegu stöðu hvað þetta varðar ef undan er skilin innganga í Evrópusambandið þar sem allt regluverk sambandsins væri undir og vægi Íslands færi fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er að innleiða regluverk frá Evrópusambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur stjórnsýslan fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Væri EES-samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar, án þess að nokkuð færi á hliðina, og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks Evrópusambandsins eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks má einkum rekja til þess að slíkt regluverk kemur aðallega frá sambandinu. Svonefnd gullhúðun, þegar regluverk er innleitt meira íþyngjandi en það kemur frá Evrópusambandinu, á sér stað í minnihluta tilfella þegar lagasetning er annars vegar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 en nefndina skipuðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, Alþýðusambands Íslands og Sambands íslenzkra sveitarfélaga auk fulltrúa stjórnvalda. Skoðuð voru íþyngjandi lagafrumvörp fyrir atvinnulífið sem samþykkt voru á þremur löggjafarþingum á árunum 2013-2016 við gerð skýrslunnar. Flest frumvörp til einföldunar innlend Fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndarinnar að á umræddu tímabili hafi 35 lagafrumvörp verið samþykkt á Alþingi sem haft hafi áhrif á reglubyrði atvinnulífsins. Þar af hafi 29 frumvörp verið íþyngjandi fyrir atvinnulífið, þá annað hvort einungis íþyngjandi (17) eða bæði íþyngjandi og til einföldunar (12). Af þessum 29 frumvörpum hafi 20 verið vegna innleiðingar á reglum frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Mikill meirihluti þeirra frumvarpa sem töldust einungis íþyngjandi voru upprunin hjá Evrópusambandinu eða 14 af 17. Einungis þrjú þessara frumvarpa voru innlend að uppruna. Sex af þeim tólf frumvörpum sem voru bæði íþyngjandi og til einföldunar komu frá sambandinu. Hvað gullhúðunina varðar var íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu innleitt meira íþyngjandi í sjö tilfellum. Það er þriðjungur þeirra. Flest frumvörp til einföldunar voru innlend að uppruna eða fimm af sex. Einungis eitt átti uppruna sinn í reglum í gegnum EES-samninginn. Miðað við skýrsluna er ljóst að gullhúðun regluverks frá Evrópusambandinu er ekki stærsti vandinn í þessum efnum, þó hún sé sannarlega vandamál sem taka þurfi föstum tökum, heldur sjálft regluverkið sem kemur frá sambandinu. Gullhúðunin gerir fyrst og fremst illt verra. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum þannig í verstu mögulegu stöðu hvað þetta varðar ef undan er skilin innganga í Evrópusambandið þar sem allt regluverk sambandsins væri undir og vægi Íslands færi fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er að innleiða regluverk frá Evrópusambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur stjórnsýslan fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Væri EES-samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar, án þess að nokkuð færi á hliðina, og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks Evrópusambandsins eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar