Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. janúar 2024 09:02 Vilhjálmur Birgisson segir „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“ ástæðuna fyrir því að ekki hafi tekist að semja. Vísir/Einar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. „Ég er ofboðslega svekktur og sorgmæddur yfir því að þetta hafi endað með þessum hætti,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður um hvar hafi skilið á milli í samningviðræðunum sagði Vilhjálmur ástæðuna vera „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“. Vilhjálmur sagði að þegar samið hafi verið í desember 2022 hafi sá kjarasamningur kostað níutíu milljarða fyrir atvinnulífið á hinum almennavinnumarkaði. Til samanburðar segir hann að boð breiðfylkingarinnar hefði kostað rúma fimmtíu milljarða. „Þetta átti að vera okkar framlag til þess að það myndi myndast stöðugleiki í íslensku samfélagi, verðbólga færi niður, vextir myndu lækka og allir myndu taka þátt,“ sagði Vilhjálmur sem nefndi í kjölfarið ýmsar verðhækkanir sem hafa orðið á síðustu misserum. „Það sem við erum að leggja til að íslenskt launafólk fengi réttrúmar sextán þúsund krónur í vasann.“ Að sögn Vilhjálms var mikil jákvæðni í kringum viðræðurnar þegar breiðfylkingin hafi lagt fram allar sínar kröfur og útskýringar á þeim í lok desember. „Síðan þegar farið er að ræða innihald þess sem verið er að biðja um þá byrjar ástandið að súrna mjög hratt,“ sagði hann og vill meina að SA hafi ekki viljað samþykkja að hafa sérstakar varnir í kjarasamningunum fyrir launafólk, sem myndu til dæmis koma inn í myndina myndi verðbólga ekki lækka. Aðspurður um tilkynningu Samtaka atvinnulífsins frá því í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að samtökin væru enn reiðubúin að semja sagði Vilhjálmur hafa lært það eftir áratugi í verkalýðshreyfingunni að samið verði á endanum. „En miðað við þessa aðferðarfræði sem við ætluðum að fara þá sýnist mér við vera komin á endastöð með það.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Bítið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég er ofboðslega svekktur og sorgmæddur yfir því að þetta hafi endað með þessum hætti,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður um hvar hafi skilið á milli í samningviðræðunum sagði Vilhjálmur ástæðuna vera „skilningsleysi Samtaka atvinnulífsins á stöðu íslensks launafólks“. Vilhjálmur sagði að þegar samið hafi verið í desember 2022 hafi sá kjarasamningur kostað níutíu milljarða fyrir atvinnulífið á hinum almennavinnumarkaði. Til samanburðar segir hann að boð breiðfylkingarinnar hefði kostað rúma fimmtíu milljarða. „Þetta átti að vera okkar framlag til þess að það myndi myndast stöðugleiki í íslensku samfélagi, verðbólga færi niður, vextir myndu lækka og allir myndu taka þátt,“ sagði Vilhjálmur sem nefndi í kjölfarið ýmsar verðhækkanir sem hafa orðið á síðustu misserum. „Það sem við erum að leggja til að íslenskt launafólk fengi réttrúmar sextán þúsund krónur í vasann.“ Að sögn Vilhjálms var mikil jákvæðni í kringum viðræðurnar þegar breiðfylkingin hafi lagt fram allar sínar kröfur og útskýringar á þeim í lok desember. „Síðan þegar farið er að ræða innihald þess sem verið er að biðja um þá byrjar ástandið að súrna mjög hratt,“ sagði hann og vill meina að SA hafi ekki viljað samþykkja að hafa sérstakar varnir í kjarasamningunum fyrir launafólk, sem myndu til dæmis koma inn í myndina myndi verðbólga ekki lækka. Aðspurður um tilkynningu Samtaka atvinnulífsins frá því í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að samtökin væru enn reiðubúin að semja sagði Vilhjálmur hafa lært það eftir áratugi í verkalýðshreyfingunni að samið verði á endanum. „En miðað við þessa aðferðarfræði sem við ætluðum að fara þá sýnist mér við vera komin á endastöð með það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Bítið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira