„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 18:25 Daníel Ágúst las upp kröfur tónlistarfólksins á mótmælunum. Vísir/Sigurjón Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. Þeir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri á RÚV mættu í Síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins í dag, þar sem þeir ræddu Eurovision og þátttöku Íslands þar. Rúnar Freyr tilkynnti þar að það sem væri nýtt í málinu væri að nú væri búið að klippa á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovison. Þá þannig að ákvörðun verði ekki tekin um hvort Ísland taki þátt fyrr en eftir að Söngvakeppninni er lokið. Ákvörðun Ríkisútvarpsins í þessum efnum hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda vill talsverður hluti þjóðarinnar ekki að Ísland taki þátt í ljósi þátttöku Ísraelsmanna og framgöngu þeirra í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þátttökunni mótmælt Skömmu fyrir jól voru haldin mótmæli við Útvarpshúsið og tæplega tíu þúsund undirskrifta undirskriftalisti var afhentur Stefán útvarpsstjóra. Krafa mótmælenda var einföld; að Ísland drægi sig úr keppni. Þá mætti hópur landsþekkts tónlistarfólks á fund útvarpsstjóra daginn eftir og afhenti honum sams konar undirskriftarlista, sem 550 kollegar þeirra höfðu undirritað. Meðal þeirra sem hélt tölu á þeim mótmælum var Daníel Ágúst Haraldsson. Hann segir í samtali við Vísi eftir tilkynningu þeirra Stefáns og Rúnars Freys að hann fagni ákvörðun þeirra um að fresta endanlegri ákvörðun um þátttöku þar til eftir Söngvakeppni. „Ríkisútvarpið er með þessu að taka hálft skref í rétta átt en afstaðan gagnvart þátttöku Ísraela er frekar óskýr. En það að þeir séu ekki að ætlast til þess að tónlistarmaðurinn, sem vinnur hérna heima, taki þátt úti, það er mjög jákvætt.“ Hann segist þó hefði viljað sjá skýrari niðurstöðu, að Ísland myndi ekki taka þátt í keppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Þeir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri á RÚV mættu í Síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins í dag, þar sem þeir ræddu Eurovision og þátttöku Íslands þar. Rúnar Freyr tilkynnti þar að það sem væri nýtt í málinu væri að nú væri búið að klippa á tengsl Söngvakeppninnar og Eurovison. Þá þannig að ákvörðun verði ekki tekin um hvort Ísland taki þátt fyrr en eftir að Söngvakeppninni er lokið. Ákvörðun Ríkisútvarpsins í þessum efnum hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda vill talsverður hluti þjóðarinnar ekki að Ísland taki þátt í ljósi þátttöku Ísraelsmanna og framgöngu þeirra í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þátttökunni mótmælt Skömmu fyrir jól voru haldin mótmæli við Útvarpshúsið og tæplega tíu þúsund undirskrifta undirskriftalisti var afhentur Stefán útvarpsstjóra. Krafa mótmælenda var einföld; að Ísland drægi sig úr keppni. Þá mætti hópur landsþekkts tónlistarfólks á fund útvarpsstjóra daginn eftir og afhenti honum sams konar undirskriftarlista, sem 550 kollegar þeirra höfðu undirritað. Meðal þeirra sem hélt tölu á þeim mótmælum var Daníel Ágúst Haraldsson. Hann segir í samtali við Vísi eftir tilkynningu þeirra Stefáns og Rúnars Freys að hann fagni ákvörðun þeirra um að fresta endanlegri ákvörðun um þátttöku þar til eftir Söngvakeppni. „Ríkisútvarpið er með þessu að taka hálft skref í rétta átt en afstaðan gagnvart þátttöku Ísraela er frekar óskýr. En það að þeir séu ekki að ætlast til þess að tónlistarmaðurinn, sem vinnur hérna heima, taki þátt úti, það er mjög jákvætt.“ Hann segist þó hefði viljað sjá skýrari niðurstöðu, að Ísland myndi ekki taka þátt í keppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Ekki hægt að tralla með Ísraelum í Eurovision eins og ekkert hafi í skorist Bragi Páll segir útvarpsstjóra standa með valdinu gegn hinum kúguðu með því að taka ekki afstöðu gagnvart þátttöku Ísraels í Eurovision. Hann segir hræsni fólgna í málflutningi Stefáns þar sem hann hafi nýlega tekið afstöðu gegn þátttöku Rússa í keppninni. 10. desember 2023 20:36