Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 08:39 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Inga segist sjálf styðja bann við hvalveiðum. Vantrauststillaga sín snúist ekki um það og segist Inga ekki í neinum vafa um að hún sé að gera það rétta. „Vegna þess að við í Flokki fólksins, eins og allir aðrir alþingismenn, við sórum eið að stjórnarskránni. Með öðrum orðum: Við lögðum drengskap við því að við ætlum að fylgja gildandi lögum í landinu og vernda stjórnskipan landsins sem byggir náttúrulega á því að við gerumst ekki lögbrjótar.“ Það sé grafalvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn gangi vísvitandi á svig við gildandi lög. Sjálf hafi hún meðal annars stutt frumvarp á þingi um bann við hvalveiðum. „Þetta er bara svo grafalvarlegt og þetta snýst ekki um dýravelferðina, það er málið, þetta snýst um þetta löggbrot og þessi vantrauststillaga sem við erum að leggja fram hún snýr ekki að dýravelferð, heldur að löggbroti.“ Segir sér vera úthúðað í tölvupósti Þessi áform þín hafa valdið titringi. Finnurðu fyrir því? „Ég sé til dæmis að það er einhver skrímsladeild komin af stað sem er að úthúða mér í pósti og ýmsu svona. Telja það að ég sé bara orðin einhver hroði og hryllingur og ekkert að marka mig hvað lýtur að því sem ég hef áður talað um.“ Inga segir vantrauststillöguna dæmi um það að Flokkur fólksins meini það sem hann segi. Flokkurinn meini það sem hann segi og segi það sem hann meini. Hún segir stjórnarþingmenn meðal annars hafa sent sér skilaboð vegna málsins. „Það hefur náttúrulega aðeins borið á því. Ég hef verið svona í smá samtölum, af því að við vitum að þetta verður þeim erfitt, þessi ríkisstjórn er löngu sprungin innan frá.“ VG ætti að skipta um ráðherra Spurð hvort hún hafi trú á því að ríkisstjórnin muni liðast í sundur vegna málsins segist Inga hafa trú á því að tekið sé mark á því þegar þingmenn sverji eið um það að verja stjórnskipan landsins. „Ég trúi því að við viljum halda gildandi lög og ég trúi því líka og ég veit það að Vinstrihreyfingunni grænu framboði væri í lófa lagið að hreinlega skipta um ráðherra í þessu embætti, þannig að þau tækju í burtu þá stöðu sem hér er að koma upp. Það náttúrulega liggur í hlutarins eðli að það þyrfti ekki að leggja fram vantraustillögu á ráðherra sem væri ekki lengur ráðherra, er það?“ En hvað ef hvalveiðar væru færðar úr þessu ráðuneyti, til dæmis í umhverfisráðuneytið? „Það skiptir ekki nokkru einasta máli og mér finnst það eiginlega bara fáránleg hugmynd ef ég á að segja alveg eins og er. Ég skil ekki þá hugmynd.“ Inga segir að ríkisstjórnin hefði getað komið í veg fyrir að tillaga hennar væri lögð fram hefði Svandís einfaldlega sagt af sér sem ráðherra. Svo virðist vera sem önnur viðmið gildi um afsagnir ráðherra á Íslandi og í nágrannalöndunum. „Mér finnst það bara sorglegt og kominn tími til að höggva á þann hefðarhnút að ráðherrar hangi hér eins og hundar á roði á sínum stóli alveg sama hvernig þeir hafa komið fram.“ Alþingi Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Inga segist sjálf styðja bann við hvalveiðum. Vantrauststillaga sín snúist ekki um það og segist Inga ekki í neinum vafa um að hún sé að gera það rétta. „Vegna þess að við í Flokki fólksins, eins og allir aðrir alþingismenn, við sórum eið að stjórnarskránni. Með öðrum orðum: Við lögðum drengskap við því að við ætlum að fylgja gildandi lögum í landinu og vernda stjórnskipan landsins sem byggir náttúrulega á því að við gerumst ekki lögbrjótar.“ Það sé grafalvarlegt mál þegar ráðherra í ríkisstjórn gangi vísvitandi á svig við gildandi lög. Sjálf hafi hún meðal annars stutt frumvarp á þingi um bann við hvalveiðum. „Þetta er bara svo grafalvarlegt og þetta snýst ekki um dýravelferðina, það er málið, þetta snýst um þetta löggbrot og þessi vantrauststillaga sem við erum að leggja fram hún snýr ekki að dýravelferð, heldur að löggbroti.“ Segir sér vera úthúðað í tölvupósti Þessi áform þín hafa valdið titringi. Finnurðu fyrir því? „Ég sé til dæmis að það er einhver skrímsladeild komin af stað sem er að úthúða mér í pósti og ýmsu svona. Telja það að ég sé bara orðin einhver hroði og hryllingur og ekkert að marka mig hvað lýtur að því sem ég hef áður talað um.“ Inga segir vantrauststillöguna dæmi um það að Flokkur fólksins meini það sem hann segi. Flokkurinn meini það sem hann segi og segi það sem hann meini. Hún segir stjórnarþingmenn meðal annars hafa sent sér skilaboð vegna málsins. „Það hefur náttúrulega aðeins borið á því. Ég hef verið svona í smá samtölum, af því að við vitum að þetta verður þeim erfitt, þessi ríkisstjórn er löngu sprungin innan frá.“ VG ætti að skipta um ráðherra Spurð hvort hún hafi trú á því að ríkisstjórnin muni liðast í sundur vegna málsins segist Inga hafa trú á því að tekið sé mark á því þegar þingmenn sverji eið um það að verja stjórnskipan landsins. „Ég trúi því að við viljum halda gildandi lög og ég trúi því líka og ég veit það að Vinstrihreyfingunni grænu framboði væri í lófa lagið að hreinlega skipta um ráðherra í þessu embætti, þannig að þau tækju í burtu þá stöðu sem hér er að koma upp. Það náttúrulega liggur í hlutarins eðli að það þyrfti ekki að leggja fram vantraustillögu á ráðherra sem væri ekki lengur ráðherra, er það?“ En hvað ef hvalveiðar væru færðar úr þessu ráðuneyti, til dæmis í umhverfisráðuneytið? „Það skiptir ekki nokkru einasta máli og mér finnst það eiginlega bara fáránleg hugmynd ef ég á að segja alveg eins og er. Ég skil ekki þá hugmynd.“ Inga segir að ríkisstjórnin hefði getað komið í veg fyrir að tillaga hennar væri lögð fram hefði Svandís einfaldlega sagt af sér sem ráðherra. Svo virðist vera sem önnur viðmið gildi um afsagnir ráðherra á Íslandi og í nágrannalöndunum. „Mér finnst það bara sorglegt og kominn tími til að höggva á þann hefðarhnút að ráðherrar hangi hér eins og hundar á roði á sínum stóli alveg sama hvernig þeir hafa komið fram.“
Alþingi Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira