Snorri Steinn: Baráttan og hjartað til fyrirmyndar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. janúar 2024 21:32 Snorri Steinn þungt hugsi. Vísir/Vilhelm „Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta. Ísland og Þýskaland voru stigalaus fyrir leik dagsins. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á heimavelli og því var smekkfull höll í Köln sem tók á móti strákunum okkar. Eftir einkar súrt tap gegn Ungverjalandi þá sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit á löngum köflum. Varnarleikurinn var frábær en því miður var færanýtingin af vítalínunni og úr hornunum einfaldlega ekki til staðar, því fór sem fór. „Fannst þetta okkar besta frammistaða til þessa, en eins og ég segi þá fengum við ekki stig. Sá úr hverju menn eru gerðir, í erfiðum aðstæðum fannst mér við gera vel.“ Um færanýtinguna „Sorglegt, grátlegt raunar. En á meðan menn eru á milljón, gefa líf og sál í þetta þá get ég ekki beðið um meira. Að menn klúðri færum gerist en það hefur verið full mikið af því í þessu móti hingað til.“ „Vilji, barátta og hjarta, frábært í dag. Það skein í gegn, fann það strax á mönnum. Varnarleikurinn var góður, Viktor Gísli (Hallgrímsson) var flottur í markinu en sóknarlega – þarf að kíkja á þetta. Voru bara tvö lið að spila góða vörn og með góða markmenn. Við fáum fínar stöður sóknarlega, með eðlilegri færanýtingu værum við að nálgast 30 mörkin en það var ekki þannig í dag.“ Snorri Steinn var spurður út í Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson en báðir sátu töluvert á bekknum í leik dagsins. „Ég er ekki að hvíla menn. Janus Daði (Smárason) var góður og þess vegna spilaði hann. Viggó (Kristjánsson) hefur átt góðar innkomur. Er ekki að hvíla menn.“ Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í vörninni. „Veit úr hverju hann er gerður og fyrir hvað hann stendur. Fékk nákvæmlega það frá honum í dag,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra eftir Þýskalandsleik Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Ísland og Þýskaland voru stigalaus fyrir leik dagsins. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru á heimavelli og því var smekkfull höll í Köln sem tók á móti strákunum okkar. Eftir einkar súrt tap gegn Ungverjalandi þá sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit á löngum köflum. Varnarleikurinn var frábær en því miður var færanýtingin af vítalínunni og úr hornunum einfaldlega ekki til staðar, því fór sem fór. „Fannst þetta okkar besta frammistaða til þessa, en eins og ég segi þá fengum við ekki stig. Sá úr hverju menn eru gerðir, í erfiðum aðstæðum fannst mér við gera vel.“ Um færanýtinguna „Sorglegt, grátlegt raunar. En á meðan menn eru á milljón, gefa líf og sál í þetta þá get ég ekki beðið um meira. Að menn klúðri færum gerist en það hefur verið full mikið af því í þessu móti hingað til.“ „Vilji, barátta og hjarta, frábært í dag. Það skein í gegn, fann það strax á mönnum. Varnarleikurinn var góður, Viktor Gísli (Hallgrímsson) var flottur í markinu en sóknarlega – þarf að kíkja á þetta. Voru bara tvö lið að spila góða vörn og með góða markmenn. Við fáum fínar stöður sóknarlega, með eðlilegri færanýtingu værum við að nálgast 30 mörkin en það var ekki þannig í dag.“ Snorri Steinn var spurður út í Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson en báðir sátu töluvert á bekknum í leik dagsins. „Ég er ekki að hvíla menn. Janus Daði (Smárason) var góður og þess vegna spilaði hann. Viggó (Kristjánsson) hefur átt góðar innkomur. Er ekki að hvíla menn.“ Ýmir Örn Gíslason átti frábæran leik í vörninni. „Veit úr hverju hann er gerður og fyrir hvað hann stendur. Fékk nákvæmlega það frá honum í dag,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra eftir Þýskalandsleik
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira