Austurrískur sigur skellur fyrir Íslendinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2024 16:10 Mykola Bilyk skoraði sigurmark Austurríkis gegn Ungverjalandi. getty/Lars Baron Austurríki vann Ungverjaland, 29-30, í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í handbolta. Úrslitin eru slæm fyrir Ísland í baráttunni um að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Mykola Bylik var hetja Austurríkismanna en hann skoraði tvö síðustu mörk þeirra, þar á meðal síðasta mark leiksins þegar um fjörutíu sekúndur voru eftir. Ungverjar fengu eina sókn til viðbótar og voru manni fleiri í henni en komu ekki skoti á markið. Bilyk skoraði átta mörk fyrir austurríska liðið sem er komið með þrjú stig í milliriðli 1. Það eru ekkert sérstaklega góðar fréttir fyrir Íslendinga sem eru í baráttu við Austurríkismenn, Hollendinga og Portúgali um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Tvö af fjórum þessara liða fara væntanlega í hana. Ungverjaland, sem vann Ísland á þriðjudaginn, byrjaði leik dagsins betur og komst mest fjórum mörkum yfir. En Austurríki vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og jafnaði fyrir hálfleik, 17-17. Seinni hálfleikurinn var æsispennandi en nær alltaf munaði einu marki á liðunum. Bilyk kom Austurríkismönnum í 28-29 þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi en Gergö Fazekas jafnaði í 29-29 og fiskaði Lukas Herburger af velli. Bilyk skoraði hins vegar næsta mark leiksins og kom Austurríki yfir, 29-30. Fimmmenningarnir í austurrísku vörninni stóðu svo vaktina í lokasókn Ungverjalands vel og Austurríki fagnaði sigrinum. Hutecek og Robert Weber skoruðu sex mörk hvor fyrir Austurríki og Constantin Möstl varði ellefu skot í markinu (31 prósent). Bence Bánhidi, Gábor Ancsin, Miklós Rosta og Máté Lékai skoruðu fjögur mörk hver fyrir Ungverjaland sem er með tvö stig í milliriðli 1. EM 2024 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Mykola Bylik var hetja Austurríkismanna en hann skoraði tvö síðustu mörk þeirra, þar á meðal síðasta mark leiksins þegar um fjörutíu sekúndur voru eftir. Ungverjar fengu eina sókn til viðbótar og voru manni fleiri í henni en komu ekki skoti á markið. Bilyk skoraði átta mörk fyrir austurríska liðið sem er komið með þrjú stig í milliriðli 1. Það eru ekkert sérstaklega góðar fréttir fyrir Íslendinga sem eru í baráttu við Austurríkismenn, Hollendinga og Portúgali um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Tvö af fjórum þessara liða fara væntanlega í hana. Ungverjaland, sem vann Ísland á þriðjudaginn, byrjaði leik dagsins betur og komst mest fjórum mörkum yfir. En Austurríki vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og jafnaði fyrir hálfleik, 17-17. Seinni hálfleikurinn var æsispennandi en nær alltaf munaði einu marki á liðunum. Bilyk kom Austurríkismönnum í 28-29 þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi en Gergö Fazekas jafnaði í 29-29 og fiskaði Lukas Herburger af velli. Bilyk skoraði hins vegar næsta mark leiksins og kom Austurríki yfir, 29-30. Fimmmenningarnir í austurrísku vörninni stóðu svo vaktina í lokasókn Ungverjalands vel og Austurríki fagnaði sigrinum. Hutecek og Robert Weber skoruðu sex mörk hvor fyrir Austurríki og Constantin Möstl varði ellefu skot í markinu (31 prósent). Bence Bánhidi, Gábor Ancsin, Miklós Rosta og Máté Lékai skoruðu fjögur mörk hver fyrir Ungverjaland sem er með tvö stig í milliriðli 1.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira