Lýðheilsuógnandi gjaldskrárhækkanir? Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar 16. janúar 2024 18:00 Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa nú aðeins dregið í land og hyggjast endurskoða þá hækkun sem er innlegg þeirra sveitarfélaga í kjarasamningsviðræður aðila vinnumarkaðarins sem nú standa yfir enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og vextina. Skólamáltíðir hækka um tugi prósenta Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að gjaldskrár myndu hækka um 9,9% frá áramótum. Og sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin hækka um 9,9%. En matarkostnaður í leikskólum hækkaði um heil 19% líka. Í grunnskólanum var sömu sögu að segja af matarkostnaði nema þar nam hækkunin heilum 33%. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók nefnilega ákvörðun um hækka ekki kostnaðarhlutdeild bæjarins í matarkostnaði leik- og grunnskólabarna þegar gjaldskrá Skólamatar hækkaði um 33%. Þetta gerðis meirihlutinn þrátt fyrir háfleyg orð í málefnasamningi meirihlutans um að markviss skref verði tekin á kjörtímabilinu í átt að gjaldfrjálsum skólamat. Meirihlutinn bætti svo um betur þegar hann felldi tillögu Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar um að hlutdeild bæjarins myndi hækka upp í 50% frá og með áramótum til þess að verja fjölskyldur í bænum fyrir þessari miklu hækkun. Hætta á að mörg börn fari á mis við skólamáltíðir Að sjálfsögðu ættu skólamáltíðir að vera endurgjaldslausar en ef það er óskhyggja í mér þá hefði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks a.m.k. átt að samþykkja tillögu okkar jafnaðarfólks og hækka kostnaðarhlutdeild bæjarins í skólamáltíðum svo hækkunin komi ekki niður á börnum og heilsu þeirra til framtíðar. Einfaldlega vegna þess að skólamáltíðir eru lýðheilsumál og væri eðlilegast að taka þær sérstaklega út fyrir sviga í gjaldskrárhækkunum á þjónustu. Því miður er líklegt að þessi bratta hækkun á skólamat í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar muni leiða til þess að mörg heimili hafi einfaldlega ekki efni á því að greiða hærri upphæðir fyrir skólamáltíðir. Slíkt getur leitt til þess að mörg börn fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Bitnar á heilsu og þroska barna Það er alvarlegt lýðheilsumál að ákveðinn hópur barna fái færri tækifæri til þroska og heilsu vegna efnahags heimilisins. Það er alvarlegt mál að börn fái ekki góða næringu og til lengri tíma litið fer þetta að bitna á heilsu og þroska þessara barna. Því er það nokkuð ljóst að þessi kostnaður mun lenda annars staðar í kerfinu eftir nokkur ár. Því tel ég einsýnt að Hafnarfjarðarbær verði að endurskoða gjaldskrárhækkanir fyrir skólamáltíðir og minni á að hér er um lýðheilsumál að ræða. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa nú aðeins dregið í land og hyggjast endurskoða þá hækkun sem er innlegg þeirra sveitarfélaga í kjarasamningsviðræður aðila vinnumarkaðarins sem nú standa yfir enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og vextina. Skólamáltíðir hækka um tugi prósenta Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að gjaldskrár myndu hækka um 9,9% frá áramótum. Og sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin hækka um 9,9%. En matarkostnaður í leikskólum hækkaði um heil 19% líka. Í grunnskólanum var sömu sögu að segja af matarkostnaði nema þar nam hækkunin heilum 33%. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók nefnilega ákvörðun um hækka ekki kostnaðarhlutdeild bæjarins í matarkostnaði leik- og grunnskólabarna þegar gjaldskrá Skólamatar hækkaði um 33%. Þetta gerðis meirihlutinn þrátt fyrir háfleyg orð í málefnasamningi meirihlutans um að markviss skref verði tekin á kjörtímabilinu í átt að gjaldfrjálsum skólamat. Meirihlutinn bætti svo um betur þegar hann felldi tillögu Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar um að hlutdeild bæjarins myndi hækka upp í 50% frá og með áramótum til þess að verja fjölskyldur í bænum fyrir þessari miklu hækkun. Hætta á að mörg börn fari á mis við skólamáltíðir Að sjálfsögðu ættu skólamáltíðir að vera endurgjaldslausar en ef það er óskhyggja í mér þá hefði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks a.m.k. átt að samþykkja tillögu okkar jafnaðarfólks og hækka kostnaðarhlutdeild bæjarins í skólamáltíðum svo hækkunin komi ekki niður á börnum og heilsu þeirra til framtíðar. Einfaldlega vegna þess að skólamáltíðir eru lýðheilsumál og væri eðlilegast að taka þær sérstaklega út fyrir sviga í gjaldskrárhækkunum á þjónustu. Því miður er líklegt að þessi bratta hækkun á skólamat í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar muni leiða til þess að mörg heimili hafi einfaldlega ekki efni á því að greiða hærri upphæðir fyrir skólamáltíðir. Slíkt getur leitt til þess að mörg börn fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Bitnar á heilsu og þroska barna Það er alvarlegt lýðheilsumál að ákveðinn hópur barna fái færri tækifæri til þroska og heilsu vegna efnahags heimilisins. Það er alvarlegt mál að börn fái ekki góða næringu og til lengri tíma litið fer þetta að bitna á heilsu og þroska þessara barna. Því er það nokkuð ljóst að þessi kostnaður mun lenda annars staðar í kerfinu eftir nokkur ár. Því tel ég einsýnt að Hafnarfjarðarbær verði að endurskoða gjaldskrárhækkanir fyrir skólamáltíðir og minni á að hér er um lýðheilsumál að ræða. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar