Johnsons baby olía leynivopn handboltamanna eftir leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2024 08:31 Leikmenn nota harpix á boltann til að hafa meira grip. Það getur verið erfitt að ná því af eftir leik. Getty/Andreas Gora Enginn handboltaleikur fer fram án harpix og tveir reynsluboltar úr boltanum sögðu frá þessu hjálparefni handboltamanna í fróðlegu innslagi. Einar Örn Jónsson og Logi Geirsson hafa báðir farið á mörg stórmót með íslenska handboltalandsliðinu fyrst sem leikmenn en nú vinna þeir við mótið sem fjölmiðlamenn. Þeir fræddu fylgjendur Instagram síðu Rúv íþrótta um stærð handboltans og ekki síst harpixið sem leikmenn maka alltaf á boltann. „Ég er ansi viss um að það eru margir sem vita ekki hvað boltinn er stór og hvað hann er þungur, sagði Logi Geirsson um sjálfan handboltann. „450 grömm. Næstum því hálft kíló, þetta er slatti,“ skaut Einar Örn Jónsson inn í. „Það er alveg svolítið erfitt að halda í þetta fyrir venjulegt fólk og þess vegna þarf það Harpix,“ sagði Logi. „Ég held að ef ég tala svona fyrir landsliðið á sínum tíma þá notaði ég aldrei harpix á meðan Einar (bendir á hann) notaði mest af öllum í liðinu,“ sagði Logi. „Þegar maður er búinn að klína þessu á sig. Þetta er svoddan viðbjóður og það er ekkert eðlilegt hvað boltinn verður límdur við mann,“ sagði Einar og sýndi að boltann var fastur við lófann á honum án þess að hann héldi í boltann. Þeir félagar sögu frá gallanum þegar harpixið blotnar og hvaða bragð leikmenn nota þessa vegna áður en menn koma inn til að taka víti. „Það eru allir handboltamenn sveittir og ef það kemur bleyta í boltann þá verður harpixið sleipt,“ sagði Einar. Einar notaði eins og áður sagði mikið harpix þegar hann var að spila og hann var líka með gott ráð þegar hann þurfti að ná þessu af sér eftir leiki og æfingar. „Þetta er viðbjóður. Besta leiðin til að ná þessu af höndunum er Johnsons baby olía eða bara næsta nuddolía,“ sagði Einar. Það má sjá þetta innslag hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) EM 2024 í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Einar Örn Jónsson og Logi Geirsson hafa báðir farið á mörg stórmót með íslenska handboltalandsliðinu fyrst sem leikmenn en nú vinna þeir við mótið sem fjölmiðlamenn. Þeir fræddu fylgjendur Instagram síðu Rúv íþrótta um stærð handboltans og ekki síst harpixið sem leikmenn maka alltaf á boltann. „Ég er ansi viss um að það eru margir sem vita ekki hvað boltinn er stór og hvað hann er þungur, sagði Logi Geirsson um sjálfan handboltann. „450 grömm. Næstum því hálft kíló, þetta er slatti,“ skaut Einar Örn Jónsson inn í. „Það er alveg svolítið erfitt að halda í þetta fyrir venjulegt fólk og þess vegna þarf það Harpix,“ sagði Logi. „Ég held að ef ég tala svona fyrir landsliðið á sínum tíma þá notaði ég aldrei harpix á meðan Einar (bendir á hann) notaði mest af öllum í liðinu,“ sagði Logi. „Þegar maður er búinn að klína þessu á sig. Þetta er svoddan viðbjóður og það er ekkert eðlilegt hvað boltinn verður límdur við mann,“ sagði Einar og sýndi að boltann var fastur við lófann á honum án þess að hann héldi í boltann. Þeir félagar sögu frá gallanum þegar harpixið blotnar og hvaða bragð leikmenn nota þessa vegna áður en menn koma inn til að taka víti. „Það eru allir handboltamenn sveittir og ef það kemur bleyta í boltann þá verður harpixið sleipt,“ sagði Einar. Einar notaði eins og áður sagði mikið harpix þegar hann var að spila og hann var líka með gott ráð þegar hann þurfti að ná þessu af sér eftir leiki og æfingar. „Þetta er viðbjóður. Besta leiðin til að ná þessu af höndunum er Johnsons baby olía eða bara næsta nuddolía,“ sagði Einar. Það má sjá þetta innslag hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir)
EM 2024 í handbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira