Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. janúar 2024 23:00 Sigmundur Davíð segir breytinguna fela í sér að gera líf Íslendingar flóknara. Vísir/Vilhelm Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar, þar sem hann spyr: „Af hverju þarf stöðugt að reyna að gera lífið erfiðara og leiðinlegra í nafni einhvers konar nútímavæðingar?“ RÚV greindi frá áformunum á vef sínum í dag, en í frétt miðilsins segir að öll stæði við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll verði gjaldskyld frá og með febrúarmánuði. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia að ætli maður sér að leggja við flugvellina verði fyrsta korterið frítt, en síðan verði 350 krónur rukkaðar fyrir klukkutímann og 1750 krónur fyrir daginn, fyrstu sjö dagana áður en verðið lækkar. Sigmundur er ekki spenntur fyrir þessum breytingum. Hann minnist þess að lengi hafa verið uppi áform um að rukka fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en sem betur fer, að hans sögn, hefur ekkert orðið úr því. „Við höfum nóg land undir bílastæði við flugvelli á landsbyggðinni. Þau geta verið malarstæði mín vegna,“ segir Sigmundur. „Við Íslendingar viljum vera frjálsir. Það er einn af kostum þess að búa hérna,“ Hann nefnir að Íslendingar hafi ekki þurft að skrá persónuupplýsingar sínar til að leggja bílum. „Svo ég tali nú ekki um, eins og nú er boðað, að eitthvað rafrænt eftirlitskerfi sé notað til að fylgjast með og refsa fólki fyrir að mæta á flugvöllinn að sækja vin sem þurfti að bíða í 10 mín. eftir töskunni.“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur að Ísland hafi séð miklar framfarir undanfarna áratugi „En flóknara líf, aukið eftirlit og gjaldheimta teljast ekki til framfara í minni bók,“ bætir hann við. Bílastæði Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Samgöngur Múlaþing Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar, þar sem hann spyr: „Af hverju þarf stöðugt að reyna að gera lífið erfiðara og leiðinlegra í nafni einhvers konar nútímavæðingar?“ RÚV greindi frá áformunum á vef sínum í dag, en í frétt miðilsins segir að öll stæði við Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll verði gjaldskyld frá og með febrúarmánuði. Þá er haft eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra Isavia að ætli maður sér að leggja við flugvellina verði fyrsta korterið frítt, en síðan verði 350 krónur rukkaðar fyrir klukkutímann og 1750 krónur fyrir daginn, fyrstu sjö dagana áður en verðið lækkar. Sigmundur er ekki spenntur fyrir þessum breytingum. Hann minnist þess að lengi hafa verið uppi áform um að rukka fyrir bílastæði við Reykjavíkurflugvöll, en sem betur fer, að hans sögn, hefur ekkert orðið úr því. „Við höfum nóg land undir bílastæði við flugvelli á landsbyggðinni. Þau geta verið malarstæði mín vegna,“ segir Sigmundur. „Við Íslendingar viljum vera frjálsir. Það er einn af kostum þess að búa hérna,“ Hann nefnir að Íslendingar hafi ekki þurft að skrá persónuupplýsingar sínar til að leggja bílum. „Svo ég tali nú ekki um, eins og nú er boðað, að eitthvað rafrænt eftirlitskerfi sé notað til að fylgjast með og refsa fólki fyrir að mæta á flugvöllinn að sækja vin sem þurfti að bíða í 10 mín. eftir töskunni.“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur að Ísland hafi séð miklar framfarir undanfarna áratugi „En flóknara líf, aukið eftirlit og gjaldheimta teljast ekki til framfara í minni bók,“ bætir hann við.
Bílastæði Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Samgöngur Múlaþing Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira