Sýndarmennska eða forgangsröðun í þágu mannslífa Vilhelm Jónsson skrifar 12. janúar 2024 07:31 Til hvers að gera út tvö varðskip og tvær áhafnir þegar ekki hefur verið rekstrargrundvöllur fyrir að reka eitt skip síðastliðinn áratug? Verklagið endurspeglar ábyrgðarleysi stjórnvalda og Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Þór hefur verið bundið við bryggju að mestu leyti síðan það var tekið í notkun fyrir rúmum áratug. Borgarbúum er almennt ljóst að skipið hefur vermt hafnarbakkann gegnt Hörpu lengi. Stjórnvöld og yfirstjórn gæslunnar eru ábyrgðarlítil að hafa staðið fyrir því að keypt var nýtt systurskip (Freyja) sem er einnig óhagkvæmt í rekstri og enn eitt svokallað varðskip sem er meira og minna bundið við kajann. Að þessu sinni á Siglufirði. Það er stórfurðulegt að Landhelgisgæslan leggi upp með að margra milljarða skip séu send til skiptis til gæslu ásamt tveimur áhöfnum og bákni sem hefur hreiðrað um sig í kringum ósjálfbæran rekstur. Jafnvel þó svo að skipin fari öðru hvoru úr heimahöfn er þeim þröngur stakkur sniðinn vegna mikils rekstrarkostnaðar og leggjast þar af leiðandi jafnharðan við bryggju víða um land komist þau yfirleitt úr heimahöfn. Fróðlegt væri að sjá fjölda þeirra daga sem Þór hefur verið við eftirlit og björgun undangengin ár. Einnig væri áhugavert að vita hvernig svo kallaðri áhöfn gengur að takast á við aðgerðar- og reiðileysi mánuðum og árum saman. Þór og Freyja eru olíufrek skip og dýr í rekstri. Engu að síðu er látið stjórnast af þröngsýni og til að kóróna óstjórnina ætlaði gæslan að sækja ódýrari olíu til Færeyja. Þjóðin myndi tæplega sætta sig við að ekki væri til fjármagn til að kaupa bensín á lögreglu-, slökkviliðs og sjúkrabíla. Eðlilegra hefði verið að Landhelgisgæslan hefði leitað eftir minni og rekstrarhagkvæmari skipum, líkt og víða erlendis, til að sinna eftirlitshlutverki betur innan landhelgi Íslands. Einnig ætti hún að hætta að eltast helst við smábátaútgerð sé litið til fréttaflutnings af brottkasti stærri útgerðarfélaga liðinna ára og fara að takast á við hinn raunverulega vanda. Varðskipin Þór og Freyja eru full dýr ef skipin eiga einna helst að þjóna þeim tilgangi að vera herðatré fyrir jólaskraut og fánaberar á Sjómannadaginn og 17. Júní. Varðskipin Týr og Ægir voru leigð Evrópusambandinu langtímum saman þar sem rekstur þeirra var hagkvæmur og skilaði leigusala og leigutökum því sem til var ætlast. Gæslan var á sama tíma lítil sem engin við Ísland. Hið minnsta handahófskennd. Einnig var flugvél Landhelgisgæslunnar leigð út árum saman við eftirlit fyrir botni Miðjarðarhafs og skilaði þjóðinni þá litlu eftirliti. Í hvert sinn sem varðskipið Þór hefur fengið smávægilegt verkefni og siglt út úr Faxaflóanum blæs yfirstjórn gæslunnar aðgerðirnar umsvifalaust út. Nú síðast með áhyggjum yfir því að áhöfnin gæti ekki notið jólakræsinganna heima í héraði þar sem henni væri gert að verma pollinn á Ísafirði í nokkrar klukkustundir ásamt því að þurfa að gæða sér á vestfirskri skötu og tindabikkju. Það er góðra gjalda vert að eiga öflug varðskip sem búa yfir mikilli toggetu og lúðrum til að þeyta. Engu að síður er það lágmarkskrafa að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi og komi ekki niður á þeim sem minnst mega sín. Það er vandséð hvernig hægt er að réttlæta framangreindan rekstur sé litið til þess að heilbrigðiskerfið er í molum sem og aðrir innviðir vegna fjárskorts. Þeim fjármunum sem kastað er á glæ með óábyrgum fjáraustri í óhagkvæmar rekstrareiningar Landhelgisgæslunnar væri betur varið í fjársvelt heilbrigðiskerfið. Þá væri eflaust hægt að bjarga og bæta líf margra sjúkra og slasaðra sem gjalda fyrir fjárskortinn á þeim bæ með lífi sínu og hamingju. Hugsanlega fleiri lífum en Landhelgisgæslan mun nokkurn tíman bjarga. Aldraðir sem byggt hafa upp landið okkar eiga betra skilið en það sem mörgum þeirra er boðið upp á. Enda á það ekkert skylt við áhyggjulaust ævikvöld. Á hjúkrunar- og öldrunarheimilum er ástvinum jafnvel stíað í sundur vegna takmarkaðra meðferðarúrræða sem er afleiðing fjárskorts og rangra áherslna. Bráðamóttakan stendur heldur varla undir nafni og fær sárkvalið fólk oft ekki boðlega þjónustu þar á sínum erfiðustu og jafnvel hinstu stundum. Forystusauðir heilbrigðisþjónustunnar ættu að hætta að réttlæta ástandið með því að láta að því liggja að breytinga sé að vænta til hins betra. Verklag stjórnmálamanna er óásættanlegt og þingheimur ásamt stjórnsýslunni ætti að fá það aðhald og þá gagnrýni sem þau verðskulda. Þjóðin þarf á öðru og betra að halda en jakkaklæddum silkihúfum sem halda að gylltir borðar, medalíur og annað prjál komi þjóðinni að gagni. Bessastaðaundrið með buffið sitt æpandi á nýjan þjóðarleikvang ásamt ábyrgðarlausum og sofandi þingheimi endurspeglar að nú sé nóg komið af fjáraustri og elítuhjali. Það er löngu tímabært að hreinsa til í ráðuneytum og öðrum ríkisstofnunum þar sem útbrunnir forkólfar hafa hreiðrað um sig þó svo þeir hafi ekkert fram að færa annað en að telja að um æviráðningu þeirra sjálfra sé að ræða. Það eru ekki mörg ár síðan útkall kom á varðskipið Þór sem var bundið við bryggju sem fyrr og varð Landhelgisgæslunni til skammar þar sem áhöfn var ekki tiltæk og væntanlega býr þjóðin enn við falskt öryggi ásamt agaleysi. Ábyrgt efnaminna fólk mun vonandi aldrei verða svo vitskert að láta eftir sér að gera út stóran bensínfrekan amerískan pallbíl þvert á fjárhagslega getu á kostnað barna sinna og annarra fjölskyldumeðlima Ísland telst ríkt land með sínar sjávarauðlindir, jarðvarma og vatnsorku og þeir sem hér búa þurfa ekki að takast á við herskyldu. Íslendingar hafa alla burði til að geta lifað hér góðu og friðsömu lífi. En til þess þurfa þeir að sníða sér stakk eftir vexti, hætta sýndarmennskunni og fara að forgangsraða í þágu mannslífa. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Vilhelm Jónsson Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Til hvers að gera út tvö varðskip og tvær áhafnir þegar ekki hefur verið rekstrargrundvöllur fyrir að reka eitt skip síðastliðinn áratug? Verklagið endurspeglar ábyrgðarleysi stjórnvalda og Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Þór hefur verið bundið við bryggju að mestu leyti síðan það var tekið í notkun fyrir rúmum áratug. Borgarbúum er almennt ljóst að skipið hefur vermt hafnarbakkann gegnt Hörpu lengi. Stjórnvöld og yfirstjórn gæslunnar eru ábyrgðarlítil að hafa staðið fyrir því að keypt var nýtt systurskip (Freyja) sem er einnig óhagkvæmt í rekstri og enn eitt svokallað varðskip sem er meira og minna bundið við kajann. Að þessu sinni á Siglufirði. Það er stórfurðulegt að Landhelgisgæslan leggi upp með að margra milljarða skip séu send til skiptis til gæslu ásamt tveimur áhöfnum og bákni sem hefur hreiðrað um sig í kringum ósjálfbæran rekstur. Jafnvel þó svo að skipin fari öðru hvoru úr heimahöfn er þeim þröngur stakkur sniðinn vegna mikils rekstrarkostnaðar og leggjast þar af leiðandi jafnharðan við bryggju víða um land komist þau yfirleitt úr heimahöfn. Fróðlegt væri að sjá fjölda þeirra daga sem Þór hefur verið við eftirlit og björgun undangengin ár. Einnig væri áhugavert að vita hvernig svo kallaðri áhöfn gengur að takast á við aðgerðar- og reiðileysi mánuðum og árum saman. Þór og Freyja eru olíufrek skip og dýr í rekstri. Engu að síðu er látið stjórnast af þröngsýni og til að kóróna óstjórnina ætlaði gæslan að sækja ódýrari olíu til Færeyja. Þjóðin myndi tæplega sætta sig við að ekki væri til fjármagn til að kaupa bensín á lögreglu-, slökkviliðs og sjúkrabíla. Eðlilegra hefði verið að Landhelgisgæslan hefði leitað eftir minni og rekstrarhagkvæmari skipum, líkt og víða erlendis, til að sinna eftirlitshlutverki betur innan landhelgi Íslands. Einnig ætti hún að hætta að eltast helst við smábátaútgerð sé litið til fréttaflutnings af brottkasti stærri útgerðarfélaga liðinna ára og fara að takast á við hinn raunverulega vanda. Varðskipin Þór og Freyja eru full dýr ef skipin eiga einna helst að þjóna þeim tilgangi að vera herðatré fyrir jólaskraut og fánaberar á Sjómannadaginn og 17. Júní. Varðskipin Týr og Ægir voru leigð Evrópusambandinu langtímum saman þar sem rekstur þeirra var hagkvæmur og skilaði leigusala og leigutökum því sem til var ætlast. Gæslan var á sama tíma lítil sem engin við Ísland. Hið minnsta handahófskennd. Einnig var flugvél Landhelgisgæslunnar leigð út árum saman við eftirlit fyrir botni Miðjarðarhafs og skilaði þjóðinni þá litlu eftirliti. Í hvert sinn sem varðskipið Þór hefur fengið smávægilegt verkefni og siglt út úr Faxaflóanum blæs yfirstjórn gæslunnar aðgerðirnar umsvifalaust út. Nú síðast með áhyggjum yfir því að áhöfnin gæti ekki notið jólakræsinganna heima í héraði þar sem henni væri gert að verma pollinn á Ísafirði í nokkrar klukkustundir ásamt því að þurfa að gæða sér á vestfirskri skötu og tindabikkju. Það er góðra gjalda vert að eiga öflug varðskip sem búa yfir mikilli toggetu og lúðrum til að þeyta. Engu að síður er það lágmarkskrafa að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi og komi ekki niður á þeim sem minnst mega sín. Það er vandséð hvernig hægt er að réttlæta framangreindan rekstur sé litið til þess að heilbrigðiskerfið er í molum sem og aðrir innviðir vegna fjárskorts. Þeim fjármunum sem kastað er á glæ með óábyrgum fjáraustri í óhagkvæmar rekstrareiningar Landhelgisgæslunnar væri betur varið í fjársvelt heilbrigðiskerfið. Þá væri eflaust hægt að bjarga og bæta líf margra sjúkra og slasaðra sem gjalda fyrir fjárskortinn á þeim bæ með lífi sínu og hamingju. Hugsanlega fleiri lífum en Landhelgisgæslan mun nokkurn tíman bjarga. Aldraðir sem byggt hafa upp landið okkar eiga betra skilið en það sem mörgum þeirra er boðið upp á. Enda á það ekkert skylt við áhyggjulaust ævikvöld. Á hjúkrunar- og öldrunarheimilum er ástvinum jafnvel stíað í sundur vegna takmarkaðra meðferðarúrræða sem er afleiðing fjárskorts og rangra áherslna. Bráðamóttakan stendur heldur varla undir nafni og fær sárkvalið fólk oft ekki boðlega þjónustu þar á sínum erfiðustu og jafnvel hinstu stundum. Forystusauðir heilbrigðisþjónustunnar ættu að hætta að réttlæta ástandið með því að láta að því liggja að breytinga sé að vænta til hins betra. Verklag stjórnmálamanna er óásættanlegt og þingheimur ásamt stjórnsýslunni ætti að fá það aðhald og þá gagnrýni sem þau verðskulda. Þjóðin þarf á öðru og betra að halda en jakkaklæddum silkihúfum sem halda að gylltir borðar, medalíur og annað prjál komi þjóðinni að gagni. Bessastaðaundrið með buffið sitt æpandi á nýjan þjóðarleikvang ásamt ábyrgðarlausum og sofandi þingheimi endurspeglar að nú sé nóg komið af fjáraustri og elítuhjali. Það er löngu tímabært að hreinsa til í ráðuneytum og öðrum ríkisstofnunum þar sem útbrunnir forkólfar hafa hreiðrað um sig þó svo þeir hafi ekkert fram að færa annað en að telja að um æviráðningu þeirra sjálfra sé að ræða. Það eru ekki mörg ár síðan útkall kom á varðskipið Þór sem var bundið við bryggju sem fyrr og varð Landhelgisgæslunni til skammar þar sem áhöfn var ekki tiltæk og væntanlega býr þjóðin enn við falskt öryggi ásamt agaleysi. Ábyrgt efnaminna fólk mun vonandi aldrei verða svo vitskert að láta eftir sér að gera út stóran bensínfrekan amerískan pallbíl þvert á fjárhagslega getu á kostnað barna sinna og annarra fjölskyldumeðlima Ísland telst ríkt land með sínar sjávarauðlindir, jarðvarma og vatnsorku og þeir sem hér búa þurfa ekki að takast á við herskyldu. Íslendingar hafa alla burði til að geta lifað hér góðu og friðsömu lífi. En til þess þurfa þeir að sníða sér stakk eftir vexti, hætta sýndarmennskunni og fara að forgangsraða í þágu mannslífa. Höfundur er athafnamaður.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun