Ásakanir Suður-Afríku gegn Ísrael teknar fyrir í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2024 07:33 Efnt var til stuðningsfundar fyrir Palestínu fyrir utan Hæstarétt Suður-Afríku í morgun. AP/Nardus Engelbrecht Alþjóðadómstóllinn mun í dag taka fyrir umleitan Suður-Afríku um að dómstólinn grípi til aðgerða vegna meints þjóðarmorðs Ísraela á Palestínumönnum á Gasa. Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa óskað eftir því að málið fái hraða meðferð hjá dómstólnum, til að koma í veg fyrir „frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða á réttindum Palestínumanna samkvæmt sáttmálanum um þjóðarmorð, sem enn er brotið gegn án afleiðinga“. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja 23 þúsund Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers, sem hófust í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að 85 prósent íbúa Gasa séu á vergangi. Þá hafa tugþúsundir bygginga verð eyðilagðar. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórst hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Stjórnvöld í Ísrael hafa brugðist harkalega við kvörtun Suður-Afríku og segjast hafa gripið til aðgerða í sjálfsvörn, til að vernda eigin borgara. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir með Ísrael og segja ásakanir um þjóðarmorð ekki eiga rétt á sér. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sent frá sér myndskeið þar sem hann segir Ísrael vera í stríði við Hamas, ekki íbúa Palestínu. Stjórnvöld í Ísrael hafi hvorki í hyggju að hernema Gasa né reka íbúa svæðisins á brott. Greint var frá því að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verði í sendinefnd Suður-Afríku við dómstólinn. Corbyn er ötull stuðningsmaður Palestínu en hefur ítrekað verið sakaður um gyðingahatur. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Suður-Afríka Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa óskað eftir því að málið fái hraða meðferð hjá dómstólnum, til að koma í veg fyrir „frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða á réttindum Palestínumanna samkvæmt sáttmálanum um þjóðarmorð, sem enn er brotið gegn án afleiðinga“. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja 23 þúsund Palestínumenn hafa látist í árásum Ísraelshers, sem hófust í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Palestínu-flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að 85 prósent íbúa Gasa séu á vergangi. Þá hafa tugþúsundir bygginga verð eyðilagðar. Í kvörtun Suður-Afríku segir að aðgerðir Ísraelsmanna séu í eðli sínu þjóðarmorð, þar sem þeim sé ætlað að stuðla að tortímingu stórst hluta palestínsku þjóðarinnar. Meðferð mála er varða þjóðarmorð tekur yfirleitt mjög langan tíma en stjórnvöld í Suður-Afríku hafa biðlað til Alþjóðadómstólsins um að grípa tafarlaust til aðgerða og fyrirskipa Ísrael að láta af árásum sínum á Gasa. Stjórnvöld í Ísrael hafa brugðist harkalega við kvörtun Suður-Afríku og segjast hafa gripið til aðgerða í sjálfsvörn, til að vernda eigin borgara. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir með Ísrael og segja ásakanir um þjóðarmorð ekki eiga rétt á sér. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sent frá sér myndskeið þar sem hann segir Ísrael vera í stríði við Hamas, ekki íbúa Palestínu. Stjórnvöld í Ísrael hafi hvorki í hyggju að hernema Gasa né reka íbúa svæðisins á brott. Greint var frá því að Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verði í sendinefnd Suður-Afríku við dómstólinn. Corbyn er ötull stuðningsmaður Palestínu en hefur ítrekað verið sakaður um gyðingahatur. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Suður-Afríka Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira