Jú, það er ástæða til að hafa áhyggjur af næstu árum Hörður Arnarson skrifar 10. janúar 2024 08:00 „Raforkuöryggi felst í að notendur hafi aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi skulu nánar útfærð og skýrð í reglugerð sem ráðherra setur.“ Þessi skilgreining á raforkuöryggi var sett inn í raforkulög árið 2021. Þá höfðu stjórnvöld áttað sig á nauðsyn þess að taka af skarið um þetta mikilvæga atriði, sem hafði verið óskýrt allt frá setningu raforkulaga árið 2003. Unnið er að því að skýra þessi nauðsynlegu viðmið um raforkuöryggi og hvernig fara skuli með eftirfylgni og ábyrgð í íslenska raforkukerfinu. Árið 2022 skilaði vinnuhópur tillögum að reglugerð sem nú eru til frekari skoðunar. Enn virðist vera nokkuð í land að skýrar tillögur komi fram. Þá er mögulegt að byggja þurfi sérstakar virkjanir til að sinna raforkuöryggi sem þýðir að reglugerðin gæti fyrst tekið gildi eftir 3-4 ár þegar þær hafa verið reistar. Eftir breytingarnar á raforkulögunum 2021 er ljóst að ábyrgð á raforkuöryggi liggur hjá stjórnvöldum. Aðilar á markaði eru ekki á eitt sáttir um hvort orkuöryggi almenna markaðarins sé ógnað og hvort stjórnvöld ættu að bregðast við. Eru heimilin í skjóli? Við hjá Landsvirkjun teljum að raforkuöryggi heimilanna sé ógnað og höfum hvatt stjórnvöld til að bregðast strax við. Mögulega sé raforka, sem síðustu ár hafi farið inn á almenna markaðinn, nú seld til stórnotenda. Þetta höfum við kallað „leka á milli markaða“. Forstjóri HS Orku hefur ítrekað stígið fram og fullyrt að engan slíkan leka sé að finna og kveðst hafa lagt fram fullnægjandi gögn um það. Í þeim gögnum horfir HS Orka hins vegar eingöngu til fortíðar, eða áranna 2020-2023. Enginn hefur reynt að halda því fram að þá hafi orkuöryggi verið ógnað. Áhyggjur okkar hjá Landsvirkjun eru af orkuörygginu á næstu árum, alveg sérstaklega á árunum 2024-2026, áður en orka frá nýjum virkjunum bætist við. Forstjóri HS Orku hefur ekkert upplýst opinberlega um áform fyrirtækisins á næstu árum. Ekkert hefur heldur heyrst um hvort HS Orka hyggst halda óbreyttu framboði orku á almenna markaðnum árin 2024-2026, sé miðað við nýliðið ár. Hin mikla aukning eftirspurnar á þeim markaði í heildsöluviðskiptum Landsvirkjunar gefur hins vegar skýrar vísbendingar um hvert stefnir. 25 % aukning eftirspurnar á markaði sem við vitum að vex í raun um 2-3% á ári hlýtur að vera stjórnvöldum áhyggjuefni. Ábyrgð á orkuöryggi heimilanna hvílir hjá þeim. Tillögurnar tvær Forstjóri HS Orku hefur haldið því fram að lagafrumvarp, sem lagt var fram í atvinnuveganefnd í desember, hafi ekki verið í samræmi við tillögur vinnuhópsins um orkuöryggi frá 2022. Með breytingum í meðförum nefndarinnar hafi það verið leiðrétt. Hið rétta er að báðar útfærslurnar byggja á tillögum sem vinnuhópurinn lagði fram. Þar var annars vegar lagt til að framboðskylda fyrir almenna markaðinn miðaðist við meðaltal framleiðslu fyrir almenna markaðinn síðustu þrjú ár eða að byggt væri á hlutfalli af heildarframleiðslu raforku á Íslandi. Hefði frumvarpið verið samþykkt með reglu um að Landsvirkjun bæri skylda til að afhenda 73% af orkunni á almennum markaði, þrátt fyrir að hafa nú eingöngu 50% hlutdeild á þeim markaði, þá hefði það orðið mjög íþyngjandi fyrir orkufyrirtæki þjóðarinnar. Það tæki okkur a.m.k. fjögur ár að byggja upp virkjanir til þess að mæta þessum óvæntu skyldum. Fram að því væri vart hægt að líta á lögin sem bindandi, því við ættum enga möguleika á að hlíta þeim. Þau myndu því ekki gagnast neitt til að tryggja orkuöryggi. Landsvirkjun stæði frammi fyrir þeim afarkosti að fjárfesta í nýjum virkjunum á borð við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir um 100 milljarða kr. og þurfa að nýta þær fyrst og fremst sem varaorku fyrir almenna markaðinn en ekki sem forgangsorku í orkuskipti og uppbyggingu atvinnustarfsemi. Þetta væri mjög óhagkvæm leið til þess að tryggja raforkuöryggi á almenna markaðnum og hefði neikvæð áhrif á markmið stjórnvalda í orkuskiptum og atvinnuuppbyggingu. Á sama tíma hefði HS Orka frjálsar hendur til að selja um 30% af núverandi raforkuframleiðslu sinni til nýrra stórnotenda ef það hentaði þeim í stað þess að þjónusta almenna markaðinn og þyrfti ekki að fjárfesta neitt til að tryggja orkuöryggi á almenna markaðnum. Þetta þykir forstjóra HS Orku sanngjarnt fyrirkomulag og að fyrirtækið sé með því að sinna almenna markaðnum vel! Ég læt það í hendur lesenda að dæma hvort vænlegt sé til árangurs að knýja orkufyrirtæki þjóðarinnar til þess annað hvort að brjóta lög eða rjúfa samninga. Hvorugt er líklegt til að tryggja orkuöryggi almennings en hins vegar mjög líklegt til að skapa stjórnvöldum skaðabótaábyrgð. Samningar skulu standa Forstjóri HS Orku hefur haldið því fram að skjaldborg hafi verið slegið um stórnotendasölu Landsvirkjunar. Þar fetar hann sömu slóð og Samkeppniseftirlitið sem sendi frá sér álit í þá veru að staða Landsvirkjunar gagnvart stórnotendum, sem gert hefðu samninga við fyrirtækið, virtist tryggð. Í daglegu tali heitir það einfaldlega að samningar skuli standa. Landsvirkjun er bundin af langtíma samningum við viðskiptavini sína og leggur að sjálfsögðu kapp á að uppfylla þá samninga. Versta hugsanlega afleiðing þeirrar stöðu sem nú er uppi hlýtur að vera ef heimilin þurfa að keppa um raforkuna við fjársterkustu fyrirtæki landsins. Það er ójafn leikur. Stjórnvöldum ber að meta orkuöryggi heimilanna og grípa til viðeigandi ráðstafana sé því ógnað. Ábyrgðin er þeirra samkvæmt gildandi lögum. Heimilin og almenn fyrirtæki verða að ganga fyrir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Vindorkuver í Búrfellslundi Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Raforkuöryggi felst í að notendur hafi aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi skulu nánar útfærð og skýrð í reglugerð sem ráðherra setur.“ Þessi skilgreining á raforkuöryggi var sett inn í raforkulög árið 2021. Þá höfðu stjórnvöld áttað sig á nauðsyn þess að taka af skarið um þetta mikilvæga atriði, sem hafði verið óskýrt allt frá setningu raforkulaga árið 2003. Unnið er að því að skýra þessi nauðsynlegu viðmið um raforkuöryggi og hvernig fara skuli með eftirfylgni og ábyrgð í íslenska raforkukerfinu. Árið 2022 skilaði vinnuhópur tillögum að reglugerð sem nú eru til frekari skoðunar. Enn virðist vera nokkuð í land að skýrar tillögur komi fram. Þá er mögulegt að byggja þurfi sérstakar virkjanir til að sinna raforkuöryggi sem þýðir að reglugerðin gæti fyrst tekið gildi eftir 3-4 ár þegar þær hafa verið reistar. Eftir breytingarnar á raforkulögunum 2021 er ljóst að ábyrgð á raforkuöryggi liggur hjá stjórnvöldum. Aðilar á markaði eru ekki á eitt sáttir um hvort orkuöryggi almenna markaðarins sé ógnað og hvort stjórnvöld ættu að bregðast við. Eru heimilin í skjóli? Við hjá Landsvirkjun teljum að raforkuöryggi heimilanna sé ógnað og höfum hvatt stjórnvöld til að bregðast strax við. Mögulega sé raforka, sem síðustu ár hafi farið inn á almenna markaðinn, nú seld til stórnotenda. Þetta höfum við kallað „leka á milli markaða“. Forstjóri HS Orku hefur ítrekað stígið fram og fullyrt að engan slíkan leka sé að finna og kveðst hafa lagt fram fullnægjandi gögn um það. Í þeim gögnum horfir HS Orka hins vegar eingöngu til fortíðar, eða áranna 2020-2023. Enginn hefur reynt að halda því fram að þá hafi orkuöryggi verið ógnað. Áhyggjur okkar hjá Landsvirkjun eru af orkuörygginu á næstu árum, alveg sérstaklega á árunum 2024-2026, áður en orka frá nýjum virkjunum bætist við. Forstjóri HS Orku hefur ekkert upplýst opinberlega um áform fyrirtækisins á næstu árum. Ekkert hefur heldur heyrst um hvort HS Orka hyggst halda óbreyttu framboði orku á almenna markaðnum árin 2024-2026, sé miðað við nýliðið ár. Hin mikla aukning eftirspurnar á þeim markaði í heildsöluviðskiptum Landsvirkjunar gefur hins vegar skýrar vísbendingar um hvert stefnir. 25 % aukning eftirspurnar á markaði sem við vitum að vex í raun um 2-3% á ári hlýtur að vera stjórnvöldum áhyggjuefni. Ábyrgð á orkuöryggi heimilanna hvílir hjá þeim. Tillögurnar tvær Forstjóri HS Orku hefur haldið því fram að lagafrumvarp, sem lagt var fram í atvinnuveganefnd í desember, hafi ekki verið í samræmi við tillögur vinnuhópsins um orkuöryggi frá 2022. Með breytingum í meðförum nefndarinnar hafi það verið leiðrétt. Hið rétta er að báðar útfærslurnar byggja á tillögum sem vinnuhópurinn lagði fram. Þar var annars vegar lagt til að framboðskylda fyrir almenna markaðinn miðaðist við meðaltal framleiðslu fyrir almenna markaðinn síðustu þrjú ár eða að byggt væri á hlutfalli af heildarframleiðslu raforku á Íslandi. Hefði frumvarpið verið samþykkt með reglu um að Landsvirkjun bæri skylda til að afhenda 73% af orkunni á almennum markaði, þrátt fyrir að hafa nú eingöngu 50% hlutdeild á þeim markaði, þá hefði það orðið mjög íþyngjandi fyrir orkufyrirtæki þjóðarinnar. Það tæki okkur a.m.k. fjögur ár að byggja upp virkjanir til þess að mæta þessum óvæntu skyldum. Fram að því væri vart hægt að líta á lögin sem bindandi, því við ættum enga möguleika á að hlíta þeim. Þau myndu því ekki gagnast neitt til að tryggja orkuöryggi. Landsvirkjun stæði frammi fyrir þeim afarkosti að fjárfesta í nýjum virkjunum á borð við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir um 100 milljarða kr. og þurfa að nýta þær fyrst og fremst sem varaorku fyrir almenna markaðinn en ekki sem forgangsorku í orkuskipti og uppbyggingu atvinnustarfsemi. Þetta væri mjög óhagkvæm leið til þess að tryggja raforkuöryggi á almenna markaðnum og hefði neikvæð áhrif á markmið stjórnvalda í orkuskiptum og atvinnuuppbyggingu. Á sama tíma hefði HS Orka frjálsar hendur til að selja um 30% af núverandi raforkuframleiðslu sinni til nýrra stórnotenda ef það hentaði þeim í stað þess að þjónusta almenna markaðinn og þyrfti ekki að fjárfesta neitt til að tryggja orkuöryggi á almenna markaðnum. Þetta þykir forstjóra HS Orku sanngjarnt fyrirkomulag og að fyrirtækið sé með því að sinna almenna markaðnum vel! Ég læt það í hendur lesenda að dæma hvort vænlegt sé til árangurs að knýja orkufyrirtæki þjóðarinnar til þess annað hvort að brjóta lög eða rjúfa samninga. Hvorugt er líklegt til að tryggja orkuöryggi almennings en hins vegar mjög líklegt til að skapa stjórnvöldum skaðabótaábyrgð. Samningar skulu standa Forstjóri HS Orku hefur haldið því fram að skjaldborg hafi verið slegið um stórnotendasölu Landsvirkjunar. Þar fetar hann sömu slóð og Samkeppniseftirlitið sem sendi frá sér álit í þá veru að staða Landsvirkjunar gagnvart stórnotendum, sem gert hefðu samninga við fyrirtækið, virtist tryggð. Í daglegu tali heitir það einfaldlega að samningar skuli standa. Landsvirkjun er bundin af langtíma samningum við viðskiptavini sína og leggur að sjálfsögðu kapp á að uppfylla þá samninga. Versta hugsanlega afleiðing þeirrar stöðu sem nú er uppi hlýtur að vera ef heimilin þurfa að keppa um raforkuna við fjársterkustu fyrirtæki landsins. Það er ójafn leikur. Stjórnvöldum ber að meta orkuöryggi heimilanna og grípa til viðeigandi ráðstafana sé því ógnað. Ábyrgðin er þeirra samkvæmt gildandi lögum. Heimilin og almenn fyrirtæki verða að ganga fyrir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun