Mátti reka ólétta konu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2024 17:01 Konan starfaði í verslun á Keflavíkurflugvelli í um einn og hálfan mánuð áður en henni var sagt upp störfum. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki, sem meðal annars rekur verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi starfsmanns, sem var rekin þegar hún var barnshafandi. Málið má rekja aftur til vormánaða 2022 þegar konan var ráðin til starfa hjá versluninni á Keflavíkurflugvelli. Hún var, samkvæmt dómi, ráðin til starfa munnlega 20. apríl í 40 prósent vinnu en svo gengið frá ráðningarsamningi formlega 27. maí 2022. Viku síðar, þann 3. júní, var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Fram kemur í dómnum að 1. júní þetta ár hafi konan greint samstarfsmanni sínum að hún væri barnshafandi. Umræddur samstarfsmaður hafði unnið í versluninni síðan í desember 2021 og hafði til að mynda tekið á móti konunni fyrsta vinnudag hennar. Deilt var um fyrir dómi hvort samstarfsmaðurinn teldist til yfirmanns, sem héraðsdómur mat hann ekki vera. Ítrekuð veikindi á stuttum starfstíma Daginn eftir, 2. júní, mætti konan ekki til vinnu vegna veikinda og daginn eftir það, 3. júní, var konunni sagt upp störfum símleiðis af framkvæmdastjóra. Samdægurs barst henni uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi þegar í stað. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við áður umsamið starfshlutfall. Þar að auki hafi mæting konunnar ekki staðist væntingar. Af 23 vöktum frá fyrsta vinnudegi hafi konan verið fjarverandi eða veik í fimm skipti og einu sinni mætt þrjátíu mínútum of seint. Samstarfsmaðurinn ekki næsti yfirmaður Konan mótmælti uppsögninni skriflega 7. júní 2022 með vísan í ákvæði í kjarasamningi um réttindi hennar vegna þess að hún væri barnshafandi. Daginn eftir svaraði framkvæmdastjórinn bréfinu þar sem fram kom að hún hafi ekki haft vitneskju um að konan bæri barn undir belti, hvorki þegar ákvörðun um uppsögnina var tekin né þegar konunni var tilkynnt um uppsögnina. Vísaði framkvæmdastjórinn jafnframt til þess að samstarfsmaðurinn, sem konan hafði trúað fyrir að hún væri barnshafandi, væri ekki yfirmaður heldur væri framkvæmdastjórinn sjálfur næsti yfirmaður konunnar. Þá hafi framkvæmdastjórinn rætt við samstarfsmanninn sem hafi greint henni frá því að konan hafi trúað sér fyrir upplýsingunum en óskað eftir að hún héldi þeim fyrir sig. Konan fór fram á að fá greiddar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem nemi launum fram að fæðingu barnsins, sem fæddist í lok janúar 2023. Þá fór hún fram á að fá greidda desember- og orlofsuppbót og orlof. Heildarfjárhæðin nemur rúmum 1,9 milljónum króna. Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að hann geti ekki fallist á að það eitt að samstarfsmaðurinn hafi tekið á móti konunni fyrsta starfsdag hennar, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geti leitt til að hann verði talinn yfirmaður konunnar. „Þá verður að mati dómsins að miða við það að upplýsingar um þungun sem sölufulltrúi verslunar veitir samstarfsmanni, sem gegnir sömu stöðu og er því ekki yfirmaður þar, teljist ekki tilkynning til vinnuveitanda í skilningi lagaákvæðsins.“ Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Málið má rekja aftur til vormánaða 2022 þegar konan var ráðin til starfa hjá versluninni á Keflavíkurflugvelli. Hún var, samkvæmt dómi, ráðin til starfa munnlega 20. apríl í 40 prósent vinnu en svo gengið frá ráðningarsamningi formlega 27. maí 2022. Viku síðar, þann 3. júní, var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Fram kemur í dómnum að 1. júní þetta ár hafi konan greint samstarfsmanni sínum að hún væri barnshafandi. Umræddur samstarfsmaður hafði unnið í versluninni síðan í desember 2021 og hafði til að mynda tekið á móti konunni fyrsta vinnudag hennar. Deilt var um fyrir dómi hvort samstarfsmaðurinn teldist til yfirmanns, sem héraðsdómur mat hann ekki vera. Ítrekuð veikindi á stuttum starfstíma Daginn eftir, 2. júní, mætti konan ekki til vinnu vegna veikinda og daginn eftir það, 3. júní, var konunni sagt upp störfum símleiðis af framkvæmdastjóra. Samdægurs barst henni uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi þegar í stað. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við áður umsamið starfshlutfall. Þar að auki hafi mæting konunnar ekki staðist væntingar. Af 23 vöktum frá fyrsta vinnudegi hafi konan verið fjarverandi eða veik í fimm skipti og einu sinni mætt þrjátíu mínútum of seint. Samstarfsmaðurinn ekki næsti yfirmaður Konan mótmælti uppsögninni skriflega 7. júní 2022 með vísan í ákvæði í kjarasamningi um réttindi hennar vegna þess að hún væri barnshafandi. Daginn eftir svaraði framkvæmdastjórinn bréfinu þar sem fram kom að hún hafi ekki haft vitneskju um að konan bæri barn undir belti, hvorki þegar ákvörðun um uppsögnina var tekin né þegar konunni var tilkynnt um uppsögnina. Vísaði framkvæmdastjórinn jafnframt til þess að samstarfsmaðurinn, sem konan hafði trúað fyrir að hún væri barnshafandi, væri ekki yfirmaður heldur væri framkvæmdastjórinn sjálfur næsti yfirmaður konunnar. Þá hafi framkvæmdastjórinn rætt við samstarfsmanninn sem hafi greint henni frá því að konan hafi trúað sér fyrir upplýsingunum en óskað eftir að hún héldi þeim fyrir sig. Konan fór fram á að fá greiddar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem nemi launum fram að fæðingu barnsins, sem fæddist í lok janúar 2023. Þá fór hún fram á að fá greidda desember- og orlofsuppbót og orlof. Heildarfjárhæðin nemur rúmum 1,9 milljónum króna. Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að hann geti ekki fallist á að það eitt að samstarfsmaðurinn hafi tekið á móti konunni fyrsta starfsdag hennar, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geti leitt til að hann verði talinn yfirmaður konunnar. „Þá verður að mati dómsins að miða við það að upplýsingar um þungun sem sölufulltrúi verslunar veitir samstarfsmanni, sem gegnir sömu stöðu og er því ekki yfirmaður þar, teljist ekki tilkynning til vinnuveitanda í skilningi lagaákvæðsins.“
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira