Gjaldskrárhækkanir hafi numið tugum og jafnvel hundruðum prósenta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2024 12:32 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir borgina vel geta fundið leiðir til að komast hjá svo mikum gjaldskrárhækkunum. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vel hægt að komast hjá gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi hjá borginni nú um áramót. Standa þurfi öðruvísi að rekstrinum svo fjölskyldur súpi ekki seyðið af hækkunum. „Þessar hækkanir hjá borginni hafa verið mjög miklar og það var nú stefnan hjá borginni að þetta myndi hækka um um það bil 5,5 prósent en sumar hækkanirnar hafa verið miklu hærri. Hafa numið tugum og jafnvel hundruðum prósenta þannig að maður þarf að sjá hvort Einari og Degi borgarstjóra sé alvara með þetta,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjáflstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og verðandi borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til að draga til baka gjaldskrárhækkanir, í viðleitni við atvinnulíf og launafólk sem stendur nú í kjarasamningsviðræðum. Samninganefndir hafa farið fram á að gjaldskrárhækkunum verði stillt í hóf til þess að stemma stigu við háa verðbólgu og vexti. Barnafjölskyldur súpi seyðið Kjartan segir þurfa að koma í ljós hvort Einar standi við orð sín. Ef ekki hafi gjöld í borginni hækkað um tugi og jafnvel hundruð prósenta, sem hver maður geti séð að komi launafólki illa. „Það er allt að 70 prósent hækkun sorphirðugjaldanna og það er nýbúið að hækka bílastæðagjöldin um 40 prósent. Á fimmtán mánaða tímabili hefur staka gjaldið í strætó hækkað um 29 prósent og svo hefur Sorpa, sem er dótturfyrirtæki borgarinnar, hækkað sín gjöld. Þar hækkuðu ýmsir liðir yfir hundrað prósent. Það er ljóst að ýmsar barnafjölskyldur í borginni munu þurfa að súpa seyðið af svona hækkunum,“ segir Kjartan. Vel sé hægt að komast hjá svo miklum hækkunum. „Það er vísað til þess að þetta séu svo miklar hækkanir því þetta fari beint í reksturinn en ég tel til dæmis með sorphirðugjöldin, sem valda mestri hækkun hjá flestum að þar hefði mögulega verið hægt að standa öðru vísi að málum, til að koma í veg fyrir að svo miklar hækkanir færu út í verðlagið.“ Standa þurfi öðruvísi að rekstrinum til að koma í veg fyrir hækkanir sem þessar. Kjartan nefnir sem dæmi að vel megi bjóða út sorphirðu, þar sem gjöld hafi hækkað mikið á undanförnum árum á sama tíma og þjónusta hafi minnkað. Bjóða sorphirðuna út Boðað hafi verið, þegar lögum hafi verið breytt með þeim afleiðingum að landsmenn þyrftu að flokka meira, að sorphirðugjöld myndu lítið sem ekkert hækka. „Ég hef nú vísað til þess síðan að það væri hægt að reka ýmislegt hjá borginni betur, til dæmis með því að bjóða út sorphirðuna eins og öll önnur sveitarfélög landsins gera. Það væri mjög líklega hægt að ná meiri hagkvæmni þannig. Með því að standa betur að rekstrinum væri auðvitað hægt að koma í veg fyrir það að svo miklar kostnaðarhækkanir yrðu og velta þeim beint út í verðlagið,“ segir Kjartan. Þá megi víðar skera niður útgjöld hjá borginni. „Ég er viss um að það væri hægt að fækka störfum yfirstjórnenda og jafnvel millistjórnenda mjög mikið hjá borginni. Það eru dæmi um að það séu allt of margir stjórendur. Ég held það væru mikli meiri möguleikar á að fækka störfum hjá stjórnendum heldur en hjá framlínustarfsmönnum. Í mjög mörgum tilfellum væri ekki hægt að fækka þeim.“ Megi við fækkun borgarfulltrúa Inntur eftir því hvernig borgin eigi að afla meiri tekna án þess að hækka gjöld segir Kjartan ýmislegt í boði, til dæmis lóðasölu. „Borgin er að fá töluverðan pening af lóðasölu en þeir gætu verið meiri af því að það er mikill skortur á lóðum. Ég tel að ef það væri settur meiri kraftur í að bjóða út lóðir og lækka verð á lóðum þannig yrðu fleiri lóðir seldar og fengjust fleiri skattgreiðendur til að fá meiri skatta af þeim. Það hefur verið gert í ýmsum sveitarfélögum og tekist vel en mætti gera meira í Reykjavík,“ segir hann. Sömuleiðis megi fækka borgarfulltrúum, sem nú telja 23. Borgarfulltrúum var árið 2018 fjölgað úr 15 í 23. Kjartan segir ekkert hafa batnað með því að fjölga fulltrúum. „Ég efast að nokkur borg í heimi af sömu stærð og Reykjavík sé með jafn marga borgarfulltrúa á fullum launum að sinna borgarmálum. Í rauninni eru þetta svo líka átta varaborgarfulltrúar á fullum launum þannig að þetta er 31 sem sinnir borginni á fullum launum,“ segir Kjartan. „En þegar þessi breyting var gerð fullyrtu talsmenn meirihlutans að þetta myndi ekki valda neinum kostnaði, það væri jafnvel hægt að spara með því að fjölga borgarfulltrúum. Sem ég skildi ekki en þessu var haldið fram í fullri alvöru. Það voru einhverjar fabúleringar um að með því að fjölga borgarfulltrúum mætti ekki lengur skipa fólk sem var ekki á lista í nefndir og þannig myndi sparast kostnaður.“ Reykjavík Verðlag Kjaramál Bítið Borgarstjórn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Samvinnuverkefni um lægri verðbólgu og vexti Jákvæður tónn var sleginn í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði þegar sameiginleg yfirlýsing var send út nú rétt fyrir áramót. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tiltekið mikilvægi þess að semja til lengri tíma svo auka megi fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. 7. janúar 2024 06:31 Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. 4. janúar 2024 16:44 Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Þessar hækkanir hjá borginni hafa verið mjög miklar og það var nú stefnan hjá borginni að þetta myndi hækka um um það bil 5,5 prósent en sumar hækkanirnar hafa verið miklu hærri. Hafa numið tugum og jafnvel hundruðum prósenta þannig að maður þarf að sjá hvort Einari og Degi borgarstjóra sé alvara með þetta,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjáflstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og verðandi borgarstjóri hefur lýst yfir vilja til að draga til baka gjaldskrárhækkanir, í viðleitni við atvinnulíf og launafólk sem stendur nú í kjarasamningsviðræðum. Samninganefndir hafa farið fram á að gjaldskrárhækkunum verði stillt í hóf til þess að stemma stigu við háa verðbólgu og vexti. Barnafjölskyldur súpi seyðið Kjartan segir þurfa að koma í ljós hvort Einar standi við orð sín. Ef ekki hafi gjöld í borginni hækkað um tugi og jafnvel hundruð prósenta, sem hver maður geti séð að komi launafólki illa. „Það er allt að 70 prósent hækkun sorphirðugjaldanna og það er nýbúið að hækka bílastæðagjöldin um 40 prósent. Á fimmtán mánaða tímabili hefur staka gjaldið í strætó hækkað um 29 prósent og svo hefur Sorpa, sem er dótturfyrirtæki borgarinnar, hækkað sín gjöld. Þar hækkuðu ýmsir liðir yfir hundrað prósent. Það er ljóst að ýmsar barnafjölskyldur í borginni munu þurfa að súpa seyðið af svona hækkunum,“ segir Kjartan. Vel sé hægt að komast hjá svo miklum hækkunum. „Það er vísað til þess að þetta séu svo miklar hækkanir því þetta fari beint í reksturinn en ég tel til dæmis með sorphirðugjöldin, sem valda mestri hækkun hjá flestum að þar hefði mögulega verið hægt að standa öðru vísi að málum, til að koma í veg fyrir að svo miklar hækkanir færu út í verðlagið.“ Standa þurfi öðruvísi að rekstrinum til að koma í veg fyrir hækkanir sem þessar. Kjartan nefnir sem dæmi að vel megi bjóða út sorphirðu, þar sem gjöld hafi hækkað mikið á undanförnum árum á sama tíma og þjónusta hafi minnkað. Bjóða sorphirðuna út Boðað hafi verið, þegar lögum hafi verið breytt með þeim afleiðingum að landsmenn þyrftu að flokka meira, að sorphirðugjöld myndu lítið sem ekkert hækka. „Ég hef nú vísað til þess síðan að það væri hægt að reka ýmislegt hjá borginni betur, til dæmis með því að bjóða út sorphirðuna eins og öll önnur sveitarfélög landsins gera. Það væri mjög líklega hægt að ná meiri hagkvæmni þannig. Með því að standa betur að rekstrinum væri auðvitað hægt að koma í veg fyrir það að svo miklar kostnaðarhækkanir yrðu og velta þeim beint út í verðlagið,“ segir Kjartan. Þá megi víðar skera niður útgjöld hjá borginni. „Ég er viss um að það væri hægt að fækka störfum yfirstjórnenda og jafnvel millistjórnenda mjög mikið hjá borginni. Það eru dæmi um að það séu allt of margir stjórendur. Ég held það væru mikli meiri möguleikar á að fækka störfum hjá stjórnendum heldur en hjá framlínustarfsmönnum. Í mjög mörgum tilfellum væri ekki hægt að fækka þeim.“ Megi við fækkun borgarfulltrúa Inntur eftir því hvernig borgin eigi að afla meiri tekna án þess að hækka gjöld segir Kjartan ýmislegt í boði, til dæmis lóðasölu. „Borgin er að fá töluverðan pening af lóðasölu en þeir gætu verið meiri af því að það er mikill skortur á lóðum. Ég tel að ef það væri settur meiri kraftur í að bjóða út lóðir og lækka verð á lóðum þannig yrðu fleiri lóðir seldar og fengjust fleiri skattgreiðendur til að fá meiri skatta af þeim. Það hefur verið gert í ýmsum sveitarfélögum og tekist vel en mætti gera meira í Reykjavík,“ segir hann. Sömuleiðis megi fækka borgarfulltrúum, sem nú telja 23. Borgarfulltrúum var árið 2018 fjölgað úr 15 í 23. Kjartan segir ekkert hafa batnað með því að fjölga fulltrúum. „Ég efast að nokkur borg í heimi af sömu stærð og Reykjavík sé með jafn marga borgarfulltrúa á fullum launum að sinna borgarmálum. Í rauninni eru þetta svo líka átta varaborgarfulltrúar á fullum launum þannig að þetta er 31 sem sinnir borginni á fullum launum,“ segir Kjartan. „En þegar þessi breyting var gerð fullyrtu talsmenn meirihlutans að þetta myndi ekki valda neinum kostnaði, það væri jafnvel hægt að spara með því að fjölga borgarfulltrúum. Sem ég skildi ekki en þessu var haldið fram í fullri alvöru. Það voru einhverjar fabúleringar um að með því að fjölga borgarfulltrúum mætti ekki lengur skipa fólk sem var ekki á lista í nefndir og þannig myndi sparast kostnaður.“
Reykjavík Verðlag Kjaramál Bítið Borgarstjórn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Samvinnuverkefni um lægri verðbólgu og vexti Jákvæður tónn var sleginn í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði þegar sameiginleg yfirlýsing var send út nú rétt fyrir áramót. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tiltekið mikilvægi þess að semja til lengri tíma svo auka megi fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. 7. janúar 2024 06:31 Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. 4. janúar 2024 16:44 Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Samvinnuverkefni um lægri verðbólgu og vexti Jákvæður tónn var sleginn í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði þegar sameiginleg yfirlýsing var send út nú rétt fyrir áramót. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tiltekið mikilvægi þess að semja til lengri tíma svo auka megi fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. 7. janúar 2024 06:31
Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. 4. janúar 2024 16:44
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01