Málskotsbeiðni hafnað og Björn fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2024 11:18 Björn Þorláksson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi hjá Umhverfisstofnun. Vísir/Aðsend Málskotsbeiðni Björns Þorlákssonar, í máli sem hann höfðaði á hendur ríkinu vegna uppsagnar hans úr starfi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar, hefur verið hafnað. Fræðagarður, stéttarfélag blaðamannsins Björns Þorlákssonar, óskaði eftir áfrýjunarleyfi Hæstaréttar vegna máls sem Björn höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins, eftir að Landsréttur sýknaði ríkið af hluta krafna Björns og vísaði restinni frá héraðsdómi. Björn hóf nýverið störf á Samstöðinni. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar um frávísun kröfu Björns, vegna ætlaðs tjóns hans af búferlaflutningum frá Akureyri til Reykjavíkur, á þeim grundvelli að hana væri ekki að finna í stefnu málsins fyrir héraðsdómi. Nú hefur Hæstiréttur hafnað beiðni Björns um áfrýjun málsins að öðru leyti og því er málinu endanlega lokið. Starfið lagt niður og annað svipað auglýst mánuði seinna Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar árið 2021 var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Héraðsdómur gerði ríkinu að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir króna í miskabætur. Þeim dómi var snúið við af Landsrétti. Uppsögnina ekki að rekja til persónu Björns Í dómi Landsréttar er rakið að forstöðumenn ríkisstofnana hafi rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri og ákvörðun um niðurlagningu á starfi Björns hafi verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því hvernig unnt væri að mæta aðhaldskröfum fyrir Umhverfisstofnun. Þá hafi ákvörðunin þótt hafa byggst á málefnalegu mati og Birni að mati Landsréttar ekki tekist að sýna fram á að uppsögnin hefði verið löngu áformuð eða að hana mætti rekja til persónu hans eða framgöngu í starfi. Væri ákvörðunin því ekki talin ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Björns segir að hann hafi í fyrsta lagi byggt á því að málið hefði verulegt almennt gildi, meðal annars um túlkun og samspil ákvæða laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins varðandi breytingar á störfum starfsmanns og verksviði annars vegar og hins vegar annarra ákvæða sömu laga um niðurlagningu starfs og uppsögn starfsmanns. Björn hafi talið að dómur Landsréttar fæli í sér nýmæli þar sem vinnuveitanda hafi verið talið heimilt að breyta starfi og segja starfsmanni samhliða upp störfum, án þess að það komi fram í henni að verið sé að segja starfsmanni upp störfum eða leggja niður starf hans. Í öðru lagi hafi Björn byggt á því að málið varði verulega hagsmuni hans þar sem ákvörðunin hefði bakað honum umtalsvert tjón. Í þriðja lagi hafi hann byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, meðal annars þar sem að dómsniðurstaðan samræmist hvorki lögum né dómaframkvæmd á sviði opinbers starfsmannaréttar og að hæglega hefði mátt komast hjá uppsögn leyfisbeiðanda að gættri meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Í niðurstööu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins sé hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað. Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Fræðagarður, stéttarfélag blaðamannsins Björns Þorlákssonar, óskaði eftir áfrýjunarleyfi Hæstaréttar vegna máls sem Björn höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins, eftir að Landsréttur sýknaði ríkið af hluta krafna Björns og vísaði restinni frá héraðsdómi. Björn hóf nýverið störf á Samstöðinni. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Landsréttar um frávísun kröfu Björns, vegna ætlaðs tjóns hans af búferlaflutningum frá Akureyri til Reykjavíkur, á þeim grundvelli að hana væri ekki að finna í stefnu málsins fyrir héraðsdómi. Nú hefur Hæstiréttur hafnað beiðni Björns um áfrýjun málsins að öðru leyti og því er málinu endanlega lokið. Starfið lagt niður og annað svipað auglýst mánuði seinna Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar árið 2021 var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði síðar auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Héraðsdómur gerði ríkinu að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir króna í miskabætur. Þeim dómi var snúið við af Landsrétti. Uppsögnina ekki að rekja til persónu Björns Í dómi Landsréttar er rakið að forstöðumenn ríkisstofnana hafi rúmar heimildir til að taka ákvarðanir um hagræðingu í rekstri og ákvörðun um niðurlagningu á starfi Björns hafi verið tekin í kjölfar heildstæðrar greiningar á því hvernig unnt væri að mæta aðhaldskröfum fyrir Umhverfisstofnun. Þá hafi ákvörðunin þótt hafa byggst á málefnalegu mati og Birni að mati Landsréttar ekki tekist að sýna fram á að uppsögnin hefði verið löngu áformuð eða að hana mætti rekja til persónu hans eða framgöngu í starfi. Væri ákvörðunin því ekki talin ólögmæt, andstæð réttmætisreglu eða meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ekki verulegt almennt gildi Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Björns segir að hann hafi í fyrsta lagi byggt á því að málið hefði verulegt almennt gildi, meðal annars um túlkun og samspil ákvæða laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins varðandi breytingar á störfum starfsmanns og verksviði annars vegar og hins vegar annarra ákvæða sömu laga um niðurlagningu starfs og uppsögn starfsmanns. Björn hafi talið að dómur Landsréttar fæli í sér nýmæli þar sem vinnuveitanda hafi verið talið heimilt að breyta starfi og segja starfsmanni samhliða upp störfum, án þess að það komi fram í henni að verið sé að segja starfsmanni upp störfum eða leggja niður starf hans. Í öðru lagi hafi Björn byggt á því að málið varði verulega hagsmuni hans þar sem ákvörðunin hefði bakað honum umtalsvert tjón. Í þriðja lagi hafi hann byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til, meðal annars þar sem að dómsniðurstaðan samræmist hvorki lögum né dómaframkvæmd á sviði opinbers starfsmannaréttar og að hæglega hefði mátt komast hjá uppsögn leyfisbeiðanda að gættri meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Í niðurstööu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins sé hvorki unnt að líta svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðanda í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því hafnað.
Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira