Ný ríkisstofnun með engar höfuðstöðvar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2024 20:30 Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar ríkisstofnunar, sem tók formlega til starfa 1. janúar 2024. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ný ríkisstofnun, Land og skógur varð til um áramótin en hún tekur við hlutverkum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, sem hafa verið lagðar niður. Um 140 starfsmenn starfa hjá nýju stofnuninni á átján starfsstöðvum um land allt. Ágúst Sigurðsson er forstöðumaður nýju stofnunarinnar og er með skrifstofuna sína í Gunnarsholti á Rangárvöllum þar sem Landgræðsla ríkisins var til húsa. Ágúst er engin nýgræðingur þegar kemur að stjórnun en hann var meðal annars rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og sveitarstjóri í Rangárþingi ytra svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er stofnun sem snýst um það að bæta jarðvegs og gróðurauðlind Íslands, það er verkefnið í rauninni, hið stóra verkefni. Og stefnan er sú að ná framúrskarandi árangri í því, það er okkar verkefni,” segir Ágúst. Og Ágúst segir að ný stofnun taki fagnandi á móti verkefnum skógræktarinnar og landgræðslunnar og síðan muni einhver ný og spennandi verkefni bætast við. „En það sem er svo stórkostlega við þessa sameiningu er það að fólkið, sem að vinnur hjá þessari stofnun, nýju stofnuninni, Landi og skógi og starfaði áður hjá landgræðslunni og skógræktinni, þetta fólk brennur fyrir sitt starf. Það er vakið og sofið yfir þessu verkefni að bæta gróður og jarðvegsauðlindir Íslands,” bætir Ágúst við. Merki stofnunarinnar hannaði Fífa Jónsdóttir, grafískur hönnuður og sérfræðingur í vísindamiðlun. Hún starfar að miðlunarmálum hjá Landi og skógi. Merkið hefur margvíslegar vísanir í náttúru landsins, hringrásir hennar, sjálfbærni og viðfangsefni Lands og skógar. Aðsend Það vekur sérstaka athygli á nýja stofnunin er ekki með neinar ákveðnar höfuðstöðvar. „Við erum með stafrænar höfuðstöðvar, það er bara þannig og það er bara algjörlega satt og rétt. Þeir sem að vilja hitta okkur eða tala við okkur þeir hafa samband við okkur iðulega með stafrænum hætti,” segir Ágúst. Heimasíðan Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Ágúst Sigurðsson er forstöðumaður nýju stofnunarinnar og er með skrifstofuna sína í Gunnarsholti á Rangárvöllum þar sem Landgræðsla ríkisins var til húsa. Ágúst er engin nýgræðingur þegar kemur að stjórnun en hann var meðal annars rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og sveitarstjóri í Rangárþingi ytra svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er stofnun sem snýst um það að bæta jarðvegs og gróðurauðlind Íslands, það er verkefnið í rauninni, hið stóra verkefni. Og stefnan er sú að ná framúrskarandi árangri í því, það er okkar verkefni,” segir Ágúst. Og Ágúst segir að ný stofnun taki fagnandi á móti verkefnum skógræktarinnar og landgræðslunnar og síðan muni einhver ný og spennandi verkefni bætast við. „En það sem er svo stórkostlega við þessa sameiningu er það að fólkið, sem að vinnur hjá þessari stofnun, nýju stofnuninni, Landi og skógi og starfaði áður hjá landgræðslunni og skógræktinni, þetta fólk brennur fyrir sitt starf. Það er vakið og sofið yfir þessu verkefni að bæta gróður og jarðvegsauðlindir Íslands,” bætir Ágúst við. Merki stofnunarinnar hannaði Fífa Jónsdóttir, grafískur hönnuður og sérfræðingur í vísindamiðlun. Hún starfar að miðlunarmálum hjá Landi og skógi. Merkið hefur margvíslegar vísanir í náttúru landsins, hringrásir hennar, sjálfbærni og viðfangsefni Lands og skógar. Aðsend Það vekur sérstaka athygli á nýja stofnunin er ekki með neinar ákveðnar höfuðstöðvar. „Við erum með stafrænar höfuðstöðvar, það er bara þannig og það er bara algjörlega satt og rétt. Þeir sem að vilja hitta okkur eða tala við okkur þeir hafa samband við okkur iðulega með stafrænum hætti,” segir Ágúst. Heimasíðan
Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira