Aukin einangrun milli tekjuhópa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2024 12:16 Einangrun mismunandi tekjuhópa hefur farið vaxandi í Reykjavík samkvæmt skýrslunni. Vísir/Vilhelm Einangrun tekjuhópa í Reykjavík fer vaxandi, samkvæmt nýrri rannsókn. Dósent segir ríki, sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins öll geta unnið gegn slíkri einangrun. Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík nú fyrir helgi. Hann segir eina markverðustu niðurstöðuna vera þá að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa sé að aukast. „Sérstaklega lágtekjuhópar sem í auknum mæli verða einangraðir á ákveðnum svæðum, svo millitekjufólk og hátekjufólk öðrum,“ segir Kolbeinn. Innan borgarinnar sé hátekjuhópana helst að finna í Fossvogi og Ártúnshverfi. „Svo erum við með Austurbæjarskólahverfi, Vesturbæjarskólahverfi og Fellahverfi á hinum endanum.“ Hér að neðan má sjá kynningu Kolbeins á skýrslunni síðastliðinn föstudag. Húsnæðisverð ráði miklu Þá vekur athygli Kolbeins flutningur Íslendinga í lægri tekjuhópum út fyrir höfuðborgarsvæðið, og þær breytingar sem orðið hafa á árunum 2000 til 2020, sem rannsóknin nær til. „Það hefur samt ekki skilað sér í færslu á lágtekjufólki almennt, heldur það sem hefur gerst á sínum tíma er að innflytjendur fylla í skörðin sem þessir hópar skilja eftir, þannig að það hefur orðið breyting á prófíl lágtekjuhópsins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessi þróun skýrist að miklu leyti af þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, og þeirri staðreynd að þar sé erfiðara en víða annars staðar að finna húsnæði sem mæti kröfum hlutdeildarlána. Kolbeinn er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsVísir/Baldur Þróunin varhugaverð Kolbeinn segir ójöfnuð á Íslandi almennt ekki mikinn. „Við þurfum að huga að því að lágtekjuhópar einangrist ekki,“ segir Kolbeinn. Rannsóknir sýni að slík einangrun hafi aukin neikvæð áhrif á líf fólks. „Það sem við þurfum þá kannski sérstaklega að huga að er að tryggja einhvers konar blöndun byggðar, en gæta þess samt að við séum ekki bara að færa fátækt fólk til í birgarlandslaginu. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að lyfta fólki úr fátækt.“ Þróunina í átt að einangrun sé hægt að glíma við á ýmsan hátt. „Þetta er borgin, þetta er ríkið, þetta eru aðilar vinnumarkaðarins, sem allir geta haft áhrif á þessa þróun á ólíkum forsendum.“ Reykjavík Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kolbeinn H. Stefánsson, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður skýrslu um félagslegt landslag í Reykjavík nú fyrir helgi. Hann segir eina markverðustu niðurstöðuna vera þá að aðskilnaður í búsetu milli tekjuhópa sé að aukast. „Sérstaklega lágtekjuhópar sem í auknum mæli verða einangraðir á ákveðnum svæðum, svo millitekjufólk og hátekjufólk öðrum,“ segir Kolbeinn. Innan borgarinnar sé hátekjuhópana helst að finna í Fossvogi og Ártúnshverfi. „Svo erum við með Austurbæjarskólahverfi, Vesturbæjarskólahverfi og Fellahverfi á hinum endanum.“ Hér að neðan má sjá kynningu Kolbeins á skýrslunni síðastliðinn föstudag. Húsnæðisverð ráði miklu Þá vekur athygli Kolbeins flutningur Íslendinga í lægri tekjuhópum út fyrir höfuðborgarsvæðið, og þær breytingar sem orðið hafa á árunum 2000 til 2020, sem rannsóknin nær til. „Það hefur samt ekki skilað sér í færslu á lágtekjufólki almennt, heldur það sem hefur gerst á sínum tíma er að innflytjendur fylla í skörðin sem þessir hópar skilja eftir, þannig að það hefur orðið breyting á prófíl lágtekjuhópsins í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“ Þessi þróun skýrist að miklu leyti af þróun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, og þeirri staðreynd að þar sé erfiðara en víða annars staðar að finna húsnæði sem mæti kröfum hlutdeildarlána. Kolbeinn er dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsVísir/Baldur Þróunin varhugaverð Kolbeinn segir ójöfnuð á Íslandi almennt ekki mikinn. „Við þurfum að huga að því að lágtekjuhópar einangrist ekki,“ segir Kolbeinn. Rannsóknir sýni að slík einangrun hafi aukin neikvæð áhrif á líf fólks. „Það sem við þurfum þá kannski sérstaklega að huga að er að tryggja einhvers konar blöndun byggðar, en gæta þess samt að við séum ekki bara að færa fátækt fólk til í birgarlandslaginu. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að lyfta fólki úr fátækt.“ Þróunina í átt að einangrun sé hægt að glíma við á ýmsan hátt. „Þetta er borgin, þetta er ríkið, þetta eru aðilar vinnumarkaðarins, sem allir geta haft áhrif á þessa þróun á ólíkum forsendum.“
Reykjavík Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira