Gjör rétt - þol ei órétt! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. janúar 2024 08:01 Það er mér algerlega lífins ómögulegt eftir úrskurð umboðsmanns Alþingins í Hvalveiðimálinu svokallaða og viðbragða hlutaðeigandi ráðherra og samstarfsflokka, að styðja á nokkurn hátt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Viðbrögð matvælaráðherra, vegna úrskurðarins, sem voru eitthvað á þann hátt, að nauðsynlegt hafi verið, þar sem lögin sem unnið hafi verið eftir séu svo gömul og úrelt að ganga fram með þessum hætti. Það er að þverbrjóta stjórnsýslulög og ganga jafn freklega fram gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna og raun ber vitni, eru svo gersamlega víðáttuvitlaus, óforskömmuð og gersamlega fordæmalaus, að segja má að ráðherrann hafi með þeim í rauninni verið að senda Alþingi Íslendinga, löggjafanum sjálfum og þjóðinni löngutöng. Það að ætla svo bara að taka þessu, eins og hverju öðru hundsbiti og halda þessu ríkisstjórnarsamstarfi óbréyttu áfram er svo eiginlega enn verra en viðbrögð ráðherrans. Ríkisstjórnarsamstarf með óbreyttri ráðherraskipan, þýðir í rauninni það eitt, að samstarfsflokkar ráðherrans og reyndar hans eiginn flokkur, samþykkja með gjörðum sínum túlkun og viðbrögð ráðherrans á úrskurði umboðsmanns, þó þeir telji sig kannski meina annað með orðum sínum. En orð eru einskis virði, ef athafnir manna stefna svo í aðra átt. Það er að vísu alveg rétt, að framundan eru stór mál sem þarf að leysa, eins og verðbólga, vextir og að ná lendingu með aðilum vinnumarkaðsins. Bæði hins almenna og þess opinbera. Einnig er hægt að nefna önnur stór mál, eins og orkumál og útlendingamál. En þau verkefni er þó öll vel hægt að leysa, án aðkomu þess sem nú situr í stóli matvælaráðherra. Sjálfsagt myndi einhver segja að það gengi betur, ef téður ráðherra væri hvergi sjáanlegur og jafnvel enn betra betra ef að flokkur ráðherrans væri einnig í hæfilegri fjarlægð. Það þarf bara að hefjast handa og ekki una sér hvíldar uns árangri er náð. Það er ekkert minna undir en eitt stykki framtíð og velferð heillar þjóðar. Hvort um sig hlýtur í hugum okkar flestra að vega þyngra, en pólitískt líf hæstvirts matvælaráðherra. Gjör rétt – þol ei órétt! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Hvalveiðar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Það er mér algerlega lífins ómögulegt eftir úrskurð umboðsmanns Alþingins í Hvalveiðimálinu svokallaða og viðbragða hlutaðeigandi ráðherra og samstarfsflokka, að styðja á nokkurn hátt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Viðbrögð matvælaráðherra, vegna úrskurðarins, sem voru eitthvað á þann hátt, að nauðsynlegt hafi verið, þar sem lögin sem unnið hafi verið eftir séu svo gömul og úrelt að ganga fram með þessum hætti. Það er að þverbrjóta stjórnsýslulög og ganga jafn freklega fram gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna og raun ber vitni, eru svo gersamlega víðáttuvitlaus, óforskömmuð og gersamlega fordæmalaus, að segja má að ráðherrann hafi með þeim í rauninni verið að senda Alþingi Íslendinga, löggjafanum sjálfum og þjóðinni löngutöng. Það að ætla svo bara að taka þessu, eins og hverju öðru hundsbiti og halda þessu ríkisstjórnarsamstarfi óbréyttu áfram er svo eiginlega enn verra en viðbrögð ráðherrans. Ríkisstjórnarsamstarf með óbreyttri ráðherraskipan, þýðir í rauninni það eitt, að samstarfsflokkar ráðherrans og reyndar hans eiginn flokkur, samþykkja með gjörðum sínum túlkun og viðbrögð ráðherrans á úrskurði umboðsmanns, þó þeir telji sig kannski meina annað með orðum sínum. En orð eru einskis virði, ef athafnir manna stefna svo í aðra átt. Það er að vísu alveg rétt, að framundan eru stór mál sem þarf að leysa, eins og verðbólga, vextir og að ná lendingu með aðilum vinnumarkaðsins. Bæði hins almenna og þess opinbera. Einnig er hægt að nefna önnur stór mál, eins og orkumál og útlendingamál. En þau verkefni er þó öll vel hægt að leysa, án aðkomu þess sem nú situr í stóli matvælaráðherra. Sjálfsagt myndi einhver segja að það gengi betur, ef téður ráðherra væri hvergi sjáanlegur og jafnvel enn betra betra ef að flokkur ráðherrans væri einnig í hæfilegri fjarlægð. Það þarf bara að hefjast handa og ekki una sér hvíldar uns árangri er náð. Það er ekkert minna undir en eitt stykki framtíð og velferð heillar þjóðar. Hvort um sig hlýtur í hugum okkar flestra að vega þyngra, en pólitískt líf hæstvirts matvælaráðherra. Gjör rétt – þol ei órétt! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.