Ýmsar ástæður fyrir lokun en launin stóra vandamálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 15:22 María Rún Hafliðadóttir er forstjóri Gleðipinna. María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna sem rekur Íslensku hamborgarafabrikkuna, segir erfitt að loka veitingastað með tíu ára sögu. Launakostnaður geri veitingahúsarekstur afar erfiðan. Vísir greindi frá því í gær að Íslensku hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hefði verið lokað. Í haust ákvað sjálfstæður rekstraraðili keðjunnar á Akureyri að endurnýja ekki leigusamning og hætta rekstri. Eftir stendur útibúið á Höfðatorgi. „Við setjum fókusinn á Höfðatorg. Flaggskipið okkar,“ segir María Rún. Hún segir ákvörðunina að loka í Kringlunni ekki hafa átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist með mjög stuttum fyrirvara. En við höfum haft áhyggjur af staðnum síðan í upphafi síðasta árs,“ segir María Rún. Reksturinn hafi verið erfiður og megi rekja til ýmissa þátta. Hún nefnir afleiðingar Covid-19 faraldursins, nóróveirusýkingu sem kom upp á veitingastaðnum síðasta sumar og þá sé staðsetningin í Kringlunni ekki beint í alfaraleið. „Höfðatorgið er miklu sterkari eining. Það er betra að fókusa á einn stað.“ Til viðbótar við tvö útibú Íslensku hamborgarafabrikkunnar er Grillhúsið í leit að nýjum eigendum. Veitingahúsarekstur virðist samkvæmt þessu berjast nokkuð í bökkum. María segir launakostnaðinn stærsta bitann. Þau séu víða yfir fimmtíu prósent rekstrarkostnaðar. Þegar laun hafi verið greidd eigi eftir að kaupa inn vörur, greiða húsaleigu auk ýmiss annars kostnaðar. „Það eru allir veitingastaðir að berjast við það sama. Að halda launakostnaði í lagi til að reksturinn beri sig. Það er bara svoleiðis.“ María segir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf en reynt verði að útvega þeim sem vilji vinnu á öðrum veitingastöðum Gleðipinna. Útibúinu á Höfðatorgi en líka Aktu taktu eða American Style. Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Íslensku hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hefði verið lokað. Í haust ákvað sjálfstæður rekstraraðili keðjunnar á Akureyri að endurnýja ekki leigusamning og hætta rekstri. Eftir stendur útibúið á Höfðatorgi. „Við setjum fókusinn á Höfðatorg. Flaggskipið okkar,“ segir María Rún. Hún segir ákvörðunina að loka í Kringlunni ekki hafa átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist með mjög stuttum fyrirvara. En við höfum haft áhyggjur af staðnum síðan í upphafi síðasta árs,“ segir María Rún. Reksturinn hafi verið erfiður og megi rekja til ýmissa þátta. Hún nefnir afleiðingar Covid-19 faraldursins, nóróveirusýkingu sem kom upp á veitingastaðnum síðasta sumar og þá sé staðsetningin í Kringlunni ekki beint í alfaraleið. „Höfðatorgið er miklu sterkari eining. Það er betra að fókusa á einn stað.“ Til viðbótar við tvö útibú Íslensku hamborgarafabrikkunnar er Grillhúsið í leit að nýjum eigendum. Veitingahúsarekstur virðist samkvæmt þessu berjast nokkuð í bökkum. María segir launakostnaðinn stærsta bitann. Þau séu víða yfir fimmtíu prósent rekstrarkostnaðar. Þegar laun hafi verið greidd eigi eftir að kaupa inn vörur, greiða húsaleigu auk ýmiss annars kostnaðar. „Það eru allir veitingastaðir að berjast við það sama. Að halda launakostnaði í lagi til að reksturinn beri sig. Það er bara svoleiðis.“ María segir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf en reynt verði að útvega þeim sem vilji vinnu á öðrum veitingastöðum Gleðipinna. Útibúinu á Höfðatorgi en líka Aktu taktu eða American Style.
Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26
„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30