Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2024 10:49 Hilmar Gunnarsson segir hóp þeirra Grindvíkinga sem enn greiði öll gjöld eftir rýmingu bæjarins ekki vita hvert þau geti leitað. Vísir Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. Hilmar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hilmar er með húsnæðislán hjá lífeyrissjóði og hefur greitt af láninu og öll önnur gjöld allt frá því að bærinn var rýmdur í nóvember. Hann segist sakna stuðnings frá yfirvöldum. Sitja eftir og borga „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum.“ Hilmar segir hópinn vera ráðalausan. Þau hafi mótmælt og beðið eftir aðgerðum frá stjórnvöldum án árangurs. „Þetta getur ekki gengið svona endalaust, af því að við vitum ekkert hvað þetta ástand varir lengi,“ segir Hilmar. Hann segist telja um hundrað Grindvíkinga vera með lífeyrissjóðslán en hefur ekki fjölda leigjenda á hreinu. Hilmar var einn fárra sem hélt uppi á jólin ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík. Hann sagði í samtali við fréttastofu ekkert annað hafa komið til greina. Algjörlega föst Hilmar á von á því að skýrsla frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands (NTÍ) um hús sitt birtist um mánaðarmótin næstu. Það gæti breytt stöðunni fyrir hann, reynist húsið ónýtt. „Þá gæti ég fengið það borgað út. Hugsanlega má ég kannski ekki byggja á lóðinni minni aftur. Þarf ég þá að fá aðra lóð í Grindavík? Fæ ég aðra lóð í Grindavík? Þarf ég að fara eitthvað annað? Það er mikil óvissa. Svo er líka fólkið sem er með heil hús og vill ekki koma til baka. Hvað á að gera fyrir þau?“ Þeim spurningum hefur ekki verið svarað? „Alls ekki. Ég get ekki keypt. Ég get ekki selt. Ég get ekki farið í endurfjármögnun. Við erum algjörlega föst.“ Sigurður Ingi hafi heitið stuðningi Hilmar segir hópinn ekkert hafa heyrt frá yfirvöldum. Þau séu ekki með neinn fulltrúa sem berjist fyrir þeirra málstað og þá segist Hilmar ekki hafa heyrt neinn í bæjarstjórn ræða mál þeirra. Þau viti ekki hvert þau eigi að snúa sér. „Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að hann myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Ríkisstjórnin myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Það hefur ekki raungerst.“ Spurður út í fjárhagsstöðu fólks í þessari stöðu, sem enn er að borga öll gjöld, íbúðalán í Grindavík, fasteignagjöld, hita, rafmagn, ofan í leigju fyrir húsnæði annarsstaðar, segir Hilmar ljóst að peningarnir séu að klárast. „Að sjálfsögðu. Fólk er komið þangað. Margir eru bara þar. Eru komnir í algjört þrot. Peningurinn er bara búinn. Hvernig á þetta að geta gengið upp? Fólk er að borga kannski sex, sjö, áttahundruð þúsund á mánuði.“ Fjárhagsáhyggjur ofan í röð áfalla „Ég hefði bara viljað sjá að þegar rýmingin var að þá hefði maður bara fengið þarna á mánudeginum frá ríkisstjórninni: „Heyrðu nú ætlum við að taka ríkisábyrgð á þessum skuldum í tvo, þrjá mánuði. Sjáum bara hvernig staðan verður eftir það og svo bara höldum við áfram.“ Hilmar segir það gríðarlega erfiðar aðstæður að þurfa að kljást við fjárhagsáhyggjur ofan í þá röð áfalla sem dunið hafi á Grindvíkingum. „Þetta er ekkert auðvelt. og fólk sem er bara núna komið í þrot, það hefur ekki einu sinni kraftinn til þess að berjast á móti. Og hvað á að gera? Á bara að bíða eftir því að þetta fólk fari á hausinn? Að við förum öll á hausinn?“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Hilmar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hilmar er með húsnæðislán hjá lífeyrissjóði og hefur greitt af láninu og öll önnur gjöld allt frá því að bærinn var rýmdur í nóvember. Hann segist sakna stuðnings frá yfirvöldum. Sitja eftir og borga „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum.“ Hilmar segir hópinn vera ráðalausan. Þau hafi mótmælt og beðið eftir aðgerðum frá stjórnvöldum án árangurs. „Þetta getur ekki gengið svona endalaust, af því að við vitum ekkert hvað þetta ástand varir lengi,“ segir Hilmar. Hann segist telja um hundrað Grindvíkinga vera með lífeyrissjóðslán en hefur ekki fjölda leigjenda á hreinu. Hilmar var einn fárra sem hélt uppi á jólin ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík. Hann sagði í samtali við fréttastofu ekkert annað hafa komið til greina. Algjörlega föst Hilmar á von á því að skýrsla frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands (NTÍ) um hús sitt birtist um mánaðarmótin næstu. Það gæti breytt stöðunni fyrir hann, reynist húsið ónýtt. „Þá gæti ég fengið það borgað út. Hugsanlega má ég kannski ekki byggja á lóðinni minni aftur. Þarf ég þá að fá aðra lóð í Grindavík? Fæ ég aðra lóð í Grindavík? Þarf ég að fara eitthvað annað? Það er mikil óvissa. Svo er líka fólkið sem er með heil hús og vill ekki koma til baka. Hvað á að gera fyrir þau?“ Þeim spurningum hefur ekki verið svarað? „Alls ekki. Ég get ekki keypt. Ég get ekki selt. Ég get ekki farið í endurfjármögnun. Við erum algjörlega föst.“ Sigurður Ingi hafi heitið stuðningi Hilmar segir hópinn ekkert hafa heyrt frá yfirvöldum. Þau séu ekki með neinn fulltrúa sem berjist fyrir þeirra málstað og þá segist Hilmar ekki hafa heyrt neinn í bæjarstjórn ræða mál þeirra. Þau viti ekki hvert þau eigi að snúa sér. „Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að hann myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Ríkisstjórnin myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Það hefur ekki raungerst.“ Spurður út í fjárhagsstöðu fólks í þessari stöðu, sem enn er að borga öll gjöld, íbúðalán í Grindavík, fasteignagjöld, hita, rafmagn, ofan í leigju fyrir húsnæði annarsstaðar, segir Hilmar ljóst að peningarnir séu að klárast. „Að sjálfsögðu. Fólk er komið þangað. Margir eru bara þar. Eru komnir í algjört þrot. Peningurinn er bara búinn. Hvernig á þetta að geta gengið upp? Fólk er að borga kannski sex, sjö, áttahundruð þúsund á mánuði.“ Fjárhagsáhyggjur ofan í röð áfalla „Ég hefði bara viljað sjá að þegar rýmingin var að þá hefði maður bara fengið þarna á mánudeginum frá ríkisstjórninni: „Heyrðu nú ætlum við að taka ríkisábyrgð á þessum skuldum í tvo, þrjá mánuði. Sjáum bara hvernig staðan verður eftir það og svo bara höldum við áfram.“ Hilmar segir það gríðarlega erfiðar aðstæður að þurfa að kljást við fjárhagsáhyggjur ofan í þá röð áfalla sem dunið hafi á Grindvíkingum. „Þetta er ekkert auðvelt. og fólk sem er bara núna komið í þrot, það hefur ekki einu sinni kraftinn til þess að berjast á móti. Og hvað á að gera? Á bara að bíða eftir því að þetta fólk fari á hausinn? Að við förum öll á hausinn?“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent