Allar hugmyndir voru góðar hugmyndir Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 29. desember 2023 11:01 Þannig var árið okkar hjá Landsneti – ár krefjandi verkefna, stórra viðgerða, breytinga, nýsköpunar, umhverfis, veðurs, ísingar, jarðhræringa, samtals, uppbyggingaráforma og ár þar sem öllum góðum hugmyndum var fagnað. Við fluttum lífsgæði í miklu magni á landi, láði og í lofti – rafmagn sem er undirstaðan í öflugum samfélögum, veitir von, byggir upp og leggur grunn að daglegu lífi hjá okkur. Og okkur gekk vel, þrátt fyrir nokkrar stórar truflanir, veður, ísingar og jarðhræringar. En stiklum aðeins á stóru og horfum til baka á sögurnar sem stóðu upp úr á okkar miðlum – sögur þar sem okkar fólk stóð í stafni, yfirvegað og öruggt. Árið byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að tengja saman leiðara úr tveimur biluðum strengjum, skilaði okkur því að við þurftum varla að brenna olíu til að halda Eyjunum gangandi þessa sex mánuði sem strengurinn var bilaður - umhverfisvænt og við spöruðum um leið umtalsverðar fjárhæðir. Línurnar með langa nafninu, Holtavörðuheiðarlínur 1 og 3 áttu sviðið þegar kom að undirbúningi og samtali, línur sem munu eiga stóran þátt í orkuskiptunum og leiðinni að settum markmiðum. Við vorum líka í framkvæmdum í kringum höfuðborgina og tókum niður gömul möstur sem höfðu þjónað okkur vel og lengi. Möstrin voru felld, bútuð niður á staðnum og send í endurvinnslu. Hluti af svæðinu sem unnið er á er vatnsverndarsvæði og fylgdi framkvæmdinni ítarleg áhættugreining . Við lögðum líka nokkra jarðstrengi á árinu, við Fitjar á Reykjanesi og í Kópaskerslínu. Og talandi um jarðstrengi þá tókum við þátt í tilraun til að mæla áhrif hrauns og hita á stæður, stög og strengi en í þetta skipti náði hraunið ekki að renna nógu langt til þess að við gætum lokið við tilraunina, tilraun sem aldrei áður hefur verið gerð í heiminum. Jarðhræringarnar voru í stóru hlutverki í sögu ársins og við vorum um tíma með starfsemina okkar á neyðarstigi vegna mögulegs eldgoss á svæðinu í kringum Svartsengi. Flutningskerfið stóð af sér jarðskjálftana og við hækkuðum mastur í Svartsengislínu til þess að línan gnæfði yfir garðinn, varnargarðinn sem verið er að reisa í kringum Svartsengi. Veður setti líka mark sitt á árið – veðurviðvaranir, vindur og ísingar og það var nóg að gera hjá okkar fólki í netrekstrinum og stjórnstöðinni – vinna sem öll var unnin af mikilli yfirvegun og öryggi sem eins og okkar línugengi einu er lagið. Sögulegt samkomulag var gert við Sveitarfélagið Voga um lagningu Suðurnesjalínu 2, samkomulag sem var mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll. En framkvæmdaleyfin eru ekki í höfn enn þá þar sem kæra liggur fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Ljós veitir von og við tókum þátt í að senda varahluti til Úkraínu og þannig leggja okkar af mörkum til að aðstoða við endurreisnina á flutningskerfinu þar. Hvað framtíðin ber þar svo í skauti sér er önnur saga. En í okkar huga er uppbygging orkuinnviða grunnforsenda framtíðar, bæði þar og hér heima. Við gáfum út í fyrsta skipti okkar eigin Raforkuspá þar sem flutningskerfi raforku er lykilþátturinn í að við náum þeim markmiðum sem sett hafa verið þegar kemur að orkuskiptum. Orkuöryggi var mikið í umræðunni á árinu, málefni sem við höfum lengi talað fyrir og munum gera áfram. Stundum er eins og ekkert þokist áfram og þegar horft var á Rafhring Íslands á RUV í sumar voru, fimmtíu árum síðar, enn mörg kunnugleg stef – orkuskortur, olíu- og bensínverð í hæstu hæðum, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og bygging fyrstu kynslóðar byggðalínunnar að ljúka. Ný kynslóð byggðalínu er nú að taka við. Við hjá Landsneti erum nú að ljúka okkar fyrsta ári sem fyrirtæki í eigu ríkisins, ár sem hefur verið krefjandi, fullt af verkefnum og sögum – sögum sem við hvetjum ykkur til fylgjast með í framtíðinni á miðlum okkar – vefsíðu, samfélagsmiðum og í Landsnetshlaðvarpinu. Hjá okkur er framtíðin ljós, verkefnin rafmögnuð og við mjög spennt að takast á við það sem næstu ár munu bjóða ykkur upp á. Kærar þakkir fyrir samstarfið og samskiptin árinu - við óskum þér og þínum bjartrar og gleðilegrar hátíðar og spennandi nýs árs. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Þannig var árið okkar hjá Landsneti – ár krefjandi verkefna, stórra viðgerða, breytinga, nýsköpunar, umhverfis, veðurs, ísingar, jarðhræringa, samtals, uppbyggingaráforma og ár þar sem öllum góðum hugmyndum var fagnað. Við fluttum lífsgæði í miklu magni á landi, láði og í lofti – rafmagn sem er undirstaðan í öflugum samfélögum, veitir von, byggir upp og leggur grunn að daglegu lífi hjá okkur. Og okkur gekk vel, þrátt fyrir nokkrar stórar truflanir, veður, ísingar og jarðhræringar. En stiklum aðeins á stóru og horfum til baka á sögurnar sem stóðu upp úr á okkar miðlum – sögur þar sem okkar fólk stóð í stafni, yfirvegað og öruggt. Árið byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að tengja saman leiðara úr tveimur biluðum strengjum, skilaði okkur því að við þurftum varla að brenna olíu til að halda Eyjunum gangandi þessa sex mánuði sem strengurinn var bilaður - umhverfisvænt og við spöruðum um leið umtalsverðar fjárhæðir. Línurnar með langa nafninu, Holtavörðuheiðarlínur 1 og 3 áttu sviðið þegar kom að undirbúningi og samtali, línur sem munu eiga stóran þátt í orkuskiptunum og leiðinni að settum markmiðum. Við vorum líka í framkvæmdum í kringum höfuðborgina og tókum niður gömul möstur sem höfðu þjónað okkur vel og lengi. Möstrin voru felld, bútuð niður á staðnum og send í endurvinnslu. Hluti af svæðinu sem unnið er á er vatnsverndarsvæði og fylgdi framkvæmdinni ítarleg áhættugreining . Við lögðum líka nokkra jarðstrengi á árinu, við Fitjar á Reykjanesi og í Kópaskerslínu. Og talandi um jarðstrengi þá tókum við þátt í tilraun til að mæla áhrif hrauns og hita á stæður, stög og strengi en í þetta skipti náði hraunið ekki að renna nógu langt til þess að við gætum lokið við tilraunina, tilraun sem aldrei áður hefur verið gerð í heiminum. Jarðhræringarnar voru í stóru hlutverki í sögu ársins og við vorum um tíma með starfsemina okkar á neyðarstigi vegna mögulegs eldgoss á svæðinu í kringum Svartsengi. Flutningskerfið stóð af sér jarðskjálftana og við hækkuðum mastur í Svartsengislínu til þess að línan gnæfði yfir garðinn, varnargarðinn sem verið er að reisa í kringum Svartsengi. Veður setti líka mark sitt á árið – veðurviðvaranir, vindur og ísingar og það var nóg að gera hjá okkar fólki í netrekstrinum og stjórnstöðinni – vinna sem öll var unnin af mikilli yfirvegun og öryggi sem eins og okkar línugengi einu er lagið. Sögulegt samkomulag var gert við Sveitarfélagið Voga um lagningu Suðurnesjalínu 2, samkomulag sem var mikið fagnaðarefni fyrir okkur öll. En framkvæmdaleyfin eru ekki í höfn enn þá þar sem kæra liggur fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Ljós veitir von og við tókum þátt í að senda varahluti til Úkraínu og þannig leggja okkar af mörkum til að aðstoða við endurreisnina á flutningskerfinu þar. Hvað framtíðin ber þar svo í skauti sér er önnur saga. En í okkar huga er uppbygging orkuinnviða grunnforsenda framtíðar, bæði þar og hér heima. Við gáfum út í fyrsta skipti okkar eigin Raforkuspá þar sem flutningskerfi raforku er lykilþátturinn í að við náum þeim markmiðum sem sett hafa verið þegar kemur að orkuskiptum. Orkuöryggi var mikið í umræðunni á árinu, málefni sem við höfum lengi talað fyrir og munum gera áfram. Stundum er eins og ekkert þokist áfram og þegar horft var á Rafhring Íslands á RUV í sumar voru, fimmtíu árum síðar, enn mörg kunnugleg stef – orkuskortur, olíu- og bensínverð í hæstu hæðum, stríð fyrir botni Miðjarðarhafs og bygging fyrstu kynslóðar byggðalínunnar að ljúka. Ný kynslóð byggðalínu er nú að taka við. Við hjá Landsneti erum nú að ljúka okkar fyrsta ári sem fyrirtæki í eigu ríkisins, ár sem hefur verið krefjandi, fullt af verkefnum og sögum – sögum sem við hvetjum ykkur til fylgjast með í framtíðinni á miðlum okkar – vefsíðu, samfélagsmiðum og í Landsnetshlaðvarpinu. Hjá okkur er framtíðin ljós, verkefnin rafmögnuð og við mjög spennt að takast á við það sem næstu ár munu bjóða ykkur upp á. Kærar þakkir fyrir samstarfið og samskiptin árinu - við óskum þér og þínum bjartrar og gleðilegrar hátíðar og spennandi nýs árs. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.