Rótarýfélagar gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2023 20:31 Grétar Harðarson, forseti Rótarýklúbbs Rangæinga er spenntur fyrir rútuverkefni klúbbsins, sem gengur út á það að gera upp 60 ára gamla rútu frá Austurleið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga hafa tekið að sér stórt verkefni en það er að gera upp fyrstu rútu Austurleiðar, sem er orðin gömul og lúin enda orðin sextíu ára gömul. Rútan er í geymslu hjá Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum. Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sögusýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Nú er búið að opna sýninguna formlega en félagarnir í Rótarýklúbbnum komu einmitt á rútu, sem var í þjónustu hjá Austurleið í Skóga til að opna sýninguna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Austurleið með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Austurleið var merkilegt fyrirtæki í sögu Rangárvallasýslu. „Já, sannarlega og svona brautryðjanda starf því þarna var ekki algengt að fólk ætti bíla svo allt í einu var hægt að skjótast til Reykjavíkur bara til að heimsækja einhverja frænku eða fara til læknis eða eitthvað, bara dagsferðir,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og forsvarsmenn Samgöngusafnsins í Skógum þegar sýningin var formlega opnuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurlín er mjög ánægð með sýninguna, sem Rótarýklúbburinn á heiðurinn af. „Í rauninni erum við búin að vanda til þess að hafa þetta svona létt og á venjulegu máli, svo er náttúrulega þýtt á ensku fyrir ferðamennina og myndirnar eru lýsandi. Segja eitthvað um tíðarandann og hvernig þetta var að ferðast á þessum tíma.“ Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum að segja frá verkefninu við opnun sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tómasdóttir, sem býr í Skógum á fjórar ljósmyndir á spjöldum sýningarinnar en hún var dugleg að ferðast með Austurleið. „Allir treystu á Austurleið, sem þurftu að ferðast hér. Þjónustan og bílstjórarnir, sem vildu allt fyrir farþega gera og leysa úr öllum málum var það besta við Austurleið“, segir Guðrún. Guðrún Tómasdóttir íbúi í Skógum og farþegi hjá Austurleið í mörg ár á nokkrar myndir úr safninu sínu á sýningunni um Austurleið í Samgöngusafninu í Skógum, sem var opnuð formlega á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er stórt verkefni, sem býður félaga í Rótarýklúbbnum en þeir ætla að gera upp þessa gömlu og lúnu rútu, L – 502, sem var notuð í fjölda ára hjá Austurleið en er nú í eigu Samgöngusafnsins í Skógum. Austurleið sameinaðist Sérleyfisbílum Selfoss 1998 og var þá ekki lengur til eitt og sér, sem fyrirtæki. „Og við erum tilbúin í það, fullt af sjálfboðavinnu eins og við í Rótarý gerum, það er meiningin, hreinsa og allt þetta en svo þarf auðvitað peninga, þá er það bara fjáröflun, við finnum einhverjar leiðir en við áætlum líka tvö til þrjú ár í þetta,“ segir Sigurlín. Saga Austurleiðar er mjög merkileg og áhugaverð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bílar Félagasamtök Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Í tilefni af 60 ára afmæli rútufyrirtækisins Austurleiðar í Rangárvallasýslu fyrr á þessu ári ákvað Rótarýklúbbur Rangæinga að hafa það að markmiði sínu að koma upp sögusýningu um starfsemi fyrirtækisins á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Nú er búið að opna sýninguna formlega en félagarnir í Rótarýklúbbnum komu einmitt á rútu, sem var í þjónustu hjá Austurleið í Skóga til að opna sýninguna. Fyrir þá sem ekki vita þá var Austurleið með áætlunarferðir frá Reykjavík og að Múlakoti í Fljótshlíð og einnig austur í Vík og á Kirkjubæjarklaustur. Austurleið var merkilegt fyrirtæki í sögu Rangárvallasýslu. „Já, sannarlega og svona brautryðjanda starf því þarna var ekki algengt að fólk ætti bíla svo allt í einu var hægt að skjótast til Reykjavíkur bara til að heimsækja einhverja frænku eða fara til læknis eða eitthvað, bara dagsferðir,“ segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum. Félagar í Rótarýklúbbi Rangæinga og forsvarsmenn Samgöngusafnsins í Skógum þegar sýningin var formlega opnuð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigurlín er mjög ánægð með sýninguna, sem Rótarýklúbburinn á heiðurinn af. „Í rauninni erum við búin að vanda til þess að hafa þetta svona létt og á venjulegu máli, svo er náttúrulega þýtt á ensku fyrir ferðamennina og myndirnar eru lýsandi. Segja eitthvað um tíðarandann og hvernig þetta var að ferðast á þessum tíma.“ Sigurlín Sveinbjarnardóttir, félagi í Rótarýklúbbi Rangæinga og ein af driffjöðrum verkefnisins í Skógum að segja frá verkefninu við opnun sýningarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tómasdóttir, sem býr í Skógum á fjórar ljósmyndir á spjöldum sýningarinnar en hún var dugleg að ferðast með Austurleið. „Allir treystu á Austurleið, sem þurftu að ferðast hér. Þjónustan og bílstjórarnir, sem vildu allt fyrir farþega gera og leysa úr öllum málum var það besta við Austurleið“, segir Guðrún. Guðrún Tómasdóttir íbúi í Skógum og farþegi hjá Austurleið í mörg ár á nokkrar myndir úr safninu sínu á sýningunni um Austurleið í Samgöngusafninu í Skógum, sem var opnuð formlega á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er stórt verkefni, sem býður félaga í Rótarýklúbbnum en þeir ætla að gera upp þessa gömlu og lúnu rútu, L – 502, sem var notuð í fjölda ára hjá Austurleið en er nú í eigu Samgöngusafnsins í Skógum. Austurleið sameinaðist Sérleyfisbílum Selfoss 1998 og var þá ekki lengur til eitt og sér, sem fyrirtæki. „Og við erum tilbúin í það, fullt af sjálfboðavinnu eins og við í Rótarý gerum, það er meiningin, hreinsa og allt þetta en svo þarf auðvitað peninga, þá er það bara fjáröflun, við finnum einhverjar leiðir en við áætlum líka tvö til þrjú ár í þetta,“ segir Sigurlín. Saga Austurleiðar er mjög merkileg og áhugaverð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bílar Félagasamtök Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira