Síbrotamaður í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hnéspark Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 12:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn. Vísir/Vilhelm Karlmanni, sem hefur langan sakaferil að baki, hefur verið dæmdur fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Hann var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veitt manni hnéspark í höfuðið í verslunarmiðstöð í Reykjavík. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá sem fyrir hnésparkinu varð hafi hlotið heilahrising, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Sá gerði einkaréttarkröfu í málinu og krafðist skaða- og miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og viðurkennt bótaskyldu en mótmælt fjárhææð bótakröfu. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu yrði lækkuð. Hegningarauki við annan hegningarauka Málið hafi því verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn margsinnis áður gerst brotlegur við refsilög. Það skipti aðallega máli við ákvörðun refsingar hans sé að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2023, sem sé undir áfrýjun fyrir Landsrétti, gert að sæta níu mánaða fangelsi vegna þjófnaðar, eignaspjalla, nytjastuldar, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs, auk varslna á fíkniefnum. Sá dómur hafi verið hegningarauki við dóm sama héraðsdómstóls frá 2022 þar sem manninum var gert að sæta sjö mánaða fangelsi vegna gripdeildar, nytjastuldar, vopnalagabrots, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. Annar hegningarauki við hegningarauka, sem var uppdómur Með dómi fyrrgreinds héraðsdómstóls frá 2020 hafi manninum verið gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, hættubrots, auk umferðarlagabrota. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 2019 þar sem mannninum var gert að sæta tólf mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, líkamsárásar, nytjastuldar, þjófnaðar, varslna á fíkniefnum, lyfja-, fíkniefna- og sviptingaraksturs, auk vopnalagabrots. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 2019 þar sem manninum hafi verið gert að sæta tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, vegna nytjastuldar. Með refsingunni hafi verið dæmdur upp eldri átta mánaða skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem hafi meðal annars verið vegna húsbrots, þjófnaðar, gripdeildar, ráns, nytjastuldar, lyfja-, ölvunar-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. „Að öðru leyti eru ekki efni til að rekja sakaferil ákærða.“ Með vísan til brotaferils mannsins og þess að háttsemi hans hafi verið sérlega hættuleg, til refsiþyngingar, og skýlausrar játningar hans, honum til málsbóta, var refsing hans hæfilega metin fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 300 þúsund krónu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sá sem fyrir hnésparkinu varð hafi hlotið heilahrising, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Sá gerði einkaréttarkröfu í málinu og krafðist skaða- og miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og viðurkennt bótaskyldu en mótmælt fjárhææð bótakröfu. Hann hafi krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að fjárhæð bótakröfu yrði lækkuð. Hegningarauki við annan hegningarauka Málið hafi því verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu og talið sannað að maðurinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn margsinnis áður gerst brotlegur við refsilög. Það skipti aðallega máli við ákvörðun refsingar hans sé að honum hafi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2023, sem sé undir áfrýjun fyrir Landsrétti, gert að sæta níu mánaða fangelsi vegna þjófnaðar, eignaspjalla, nytjastuldar, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs, auk varslna á fíkniefnum. Sá dómur hafi verið hegningarauki við dóm sama héraðsdómstóls frá 2022 þar sem manninum var gert að sæta sjö mánaða fangelsi vegna gripdeildar, nytjastuldar, vopnalagabrots, lyfja-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. Annar hegningarauki við hegningarauka, sem var uppdómur Með dómi fyrrgreinds héraðsdómstóls frá 2020 hafi manninum verið gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, hættubrots, auk umferðarlagabrota. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm sama dómstóls frá 2019 þar sem mannninum var gert að sæta tólf mánaða fangelsi vegna brots gegn valdstjórninni, líkamsárásar, nytjastuldar, þjófnaðar, varslna á fíkniefnum, lyfja-, fíkniefna- og sviptingaraksturs, auk vopnalagabrots. Dómurinn hafi verið hegningarauki við dóm Héraðsdóms Suðurlands frá 2019 þar sem manninum hafi verið gert að sæta tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánaða skilorðsbundið, vegna nytjastuldar. Með refsingunni hafi verið dæmdur upp eldri átta mánaða skilorðsdómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2019, sem hafi meðal annars verið vegna húsbrots, þjófnaðar, gripdeildar, ráns, nytjastuldar, lyfja-, ölvunar-, fíkniefna-og sviptingaraksturs. „Að öðru leyti eru ekki efni til að rekja sakaferil ákærða.“ Með vísan til brotaferils mannsins og þess að háttsemi hans hafi verið sérlega hættuleg, til refsiþyngingar, og skýlausrar játningar hans, honum til málsbóta, var refsing hans hæfilega metin fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Þá var hann dæmdur til að greiða brotaþola 500 þúsund krónur í miskabætur og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 300 þúsund krónu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira