Jólahugvekja um aðbúnað svína Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 19. desember 2023 12:31 Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Lög um velferð dýra segja til um að dýr eiga að hafa tækifæri til að upplifa sitt náttúrulega atferli. Þetta er ein af lágmarkskröfum til að halda dýr. Iðnaðarframleiðsla á svínakjöti, sem ekki getur talist búskapur, uppfyllir engan veginn þetta skilyrði. Gyltum er haldið föngum í þröngum gotstíum. Afkastageta þeirra til að skila af sér sem flestum grísum er hámörkuð. Gyltur eru frá náttúrunnar hendi afar ljúfar og umhyggjusamar mæður en búa við aðstæður þar sem þær geta á engan hátt sinnt grísunum sínum. Flest erum við dýravinir. Við viljum að dýrum líði vel og njóti góðs lífs. Við gerum kröfu um, treystum og jafnvel trúum að kjöt sem framleitt er á Íslandi uppfylli slík skilyrði. Framleiðsla á svínakjöti gerir það ekki. Fæst okkar þekkja til framleiðslunnar enda er það hagur framleiðenda að halda upplýsingum um hana leyndum. Svín er greind, leikglöð og ljúf en þeim er búið hræðilegt líf í svínabúum landsins. Með kaupum á vörum frá slíkum búum eru neytendur að samþykkja og styðja við illa meðferð dýra. Samþykki og stuðning veitum við í skjóli sjálfsblekkingar eða vanþekkingar um starfsemina. Tilgangur þessarar greinar er að hvetja fólk til að leiða hugann að því hvað gera þarf til að koma hamborgarhryggnum á diskinn okkar. Svínum er aldrei hleypt út og geta því aldrei andað að sér fersku lofti. Þau fá ekki að leika sér við eðlilegar aðstæður eða róta í moldinni með trýni sínu. Gylturnar gjóta allt að þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Þær geta einungis staðið upp og lagst niður. Þær geta ekki hnusað af grísum sínum sem sjúga spena í gegnum rimla. Tennur og halar grísa eru klippt án deyfingar af starfsfólki verksmiðjubúa. Það er í trássi við lög og reglur. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þessi hreinlátu dýr eru svo látin dúsa í þröngum stíum í úrgangi sínum. Lokaskref framleiðslunnar fer fram í gasklefa við hræðilegar aðstæður. Hópur svína er þá rekinn í klefa og opnað er fyrir kæfigas. Í gasklefum má kæfa hóp svína til meðvitundarleysis en það getur tekið 60 kvalarfullar sekúndur. Gasið er mjög ertandi og veldur sviða í slímhúðum og mikilli andnauð. Matvælaöryggisstofnun Evrópu metur notkun gasklefa við slátrun svína alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Svín eru eins og við. Þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Þau geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum jólamatinn. Fólk getur minnkað þjáningarspor sitt til muna með því að hafna svínaafurðum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Fylgist með á instagram og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Darri Gunnarsson, verkfræðingur Rósa Líf Darradóttir, læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Sjá meira
Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Það er ekki ætlunin heldur vekja fólk til umhugsunar um meðferð dýra og benda á að kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Lög um velferð dýra segja til um að dýr eiga að hafa tækifæri til að upplifa sitt náttúrulega atferli. Þetta er ein af lágmarkskröfum til að halda dýr. Iðnaðarframleiðsla á svínakjöti, sem ekki getur talist búskapur, uppfyllir engan veginn þetta skilyrði. Gyltum er haldið föngum í þröngum gotstíum. Afkastageta þeirra til að skila af sér sem flestum grísum er hámörkuð. Gyltur eru frá náttúrunnar hendi afar ljúfar og umhyggjusamar mæður en búa við aðstæður þar sem þær geta á engan hátt sinnt grísunum sínum. Flest erum við dýravinir. Við viljum að dýrum líði vel og njóti góðs lífs. Við gerum kröfu um, treystum og jafnvel trúum að kjöt sem framleitt er á Íslandi uppfylli slík skilyrði. Framleiðsla á svínakjöti gerir það ekki. Fæst okkar þekkja til framleiðslunnar enda er það hagur framleiðenda að halda upplýsingum um hana leyndum. Svín er greind, leikglöð og ljúf en þeim er búið hræðilegt líf í svínabúum landsins. Með kaupum á vörum frá slíkum búum eru neytendur að samþykkja og styðja við illa meðferð dýra. Samþykki og stuðning veitum við í skjóli sjálfsblekkingar eða vanþekkingar um starfsemina. Tilgangur þessarar greinar er að hvetja fólk til að leiða hugann að því hvað gera þarf til að koma hamborgarhryggnum á diskinn okkar. Svínum er aldrei hleypt út og geta því aldrei andað að sér fersku lofti. Þau fá ekki að leika sér við eðlilegar aðstæður eða róta í moldinni með trýni sínu. Gylturnar gjóta allt að þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Þær geta einungis staðið upp og lagst niður. Þær geta ekki hnusað af grísum sínum sem sjúga spena í gegnum rimla. Tennur og halar grísa eru klippt án deyfingar af starfsfólki verksmiðjubúa. Það er í trássi við lög og reglur. Halaklipping er sársaukafull aðgerð þar sem bein eru klippt af dýrinu. Þessi hreinlátu dýr eru svo látin dúsa í þröngum stíum í úrgangi sínum. Lokaskref framleiðslunnar fer fram í gasklefa við hræðilegar aðstæður. Hópur svína er þá rekinn í klefa og opnað er fyrir kæfigas. Í gasklefum má kæfa hóp svína til meðvitundarleysis en það getur tekið 60 kvalarfullar sekúndur. Gasið er mjög ertandi og veldur sviða í slímhúðum og mikilli andnauð. Matvælaöryggisstofnun Evrópu metur notkun gasklefa við slátrun svína alvarlegt velferðarmál þar sem aðferðin veldur ótta, streitu og sársauka. Svín eru eins og við. Þau skynja umhverfi sitt og finna til í vondum aðstæðum. Þau eru tilfinningaverur sem gleðjast, hræðast, kvíða og sakna. Þau geta lært að spila tölvuleiki og kunna að meta tónlist. Þau sýna félögum sínum samkennd. Maðurinn býr líka yfir þeim góða eiginleika. Veitum þessum eiginleika rými í ákvarðanatöku okkar. Hugum að því hvers konar framleiðslu við styðjum þegar við veljum jólamatinn. Fólk getur minnkað þjáningarspor sitt til muna með því að hafna svínaafurðum. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum þessi jól. Fylgist með á instagram og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Darri Gunnarsson, verkfræðingur Rósa Líf Darradóttir, læknir
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar