Hafi verið þekktur á Akranesi fyrir að ofsækja konur Jón Þór Stefánsson skrifar 18. desember 2023 21:16 Árásin sem málið varðar átti sér stað á Akranesi í mars í fyrra. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Héraðdómur Vesturlands dæmdi í dag í máli sem varðar líkamsárás sem átti sér stað í mars í fyrra á Akranesi. Dómurinn taldi sannað að maður, sem var ákærður í málinu, hefði veitt brotaþola málsins, öðrum manni, eitt hnefahögg. Þó þótti ekki tilefni til að gefa honum refsingu. Manninum var gefið að sök að ráðast gegn brotaþolanum með því að slá hann ítrekað í höfuð og bringu. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka, skurð á eyra, og verk í baki. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu. Reiður og pirraður á hrellihegðun Fyrir dómi útskýrði maðurinn að brotaþolinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Maðurinn hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Svo virðist sem mennirnir hafi hist utandyra. Brotaþolinn segir að maðurinn hafi stigið úr bílnum sínum og spurt: „Er þetta ekki komið gott?“ og hann svarað: „Fyrst það er komið að þessu þá skulum við bara láta verða af þessu.“ Hann sagði átök þeirra á milli síðan hafa hafist, en sagðist óviss um hvor hafi átt fyrsta höggið. Jafnframt hélt hann því fram að hann hefði óttast um líf sitt. Ólíkar lýsingar Árásarmaðurinn vildi hins vegar meina að hann hafi spurt „hvort þetta væri ekki orðið gott“ en þá hafi brotaþolinn ráðist á hann með því að slá hann með steini í höfuðið. Sjálfur hafi hann reynt að ná honum af sér og síðan farið aftur upp í bíl og keyrt að sjúkrahúsinu. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum líkt og greint er frá í ákæru, en þó væri sannað, líkt og áður segir, að hann hafi veitt honum eitt hnefahögg. Í dómi Héraðsdóms segir allt bendi til þess að árásarmaðurinn hafi farið á vettvang til að jafna sakir við brotaþolann. Fyrirætlanir hans hafi ekki raungerst þar sem þeir hafi ráðist á hvorn annan. Refsing mannsins var látin falla niður og var hann sýknaður af bótakröfu brotaþola sem hljóðaði upp á eina milljón í skaða- og miskabætur. Dómsmál Akranes Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Dómurinn taldi sannað að maður, sem var ákærður í málinu, hefði veitt brotaþola málsins, öðrum manni, eitt hnefahögg. Þó þótti ekki tilefni til að gefa honum refsingu. Manninum var gefið að sök að ráðast gegn brotaþolanum með því að slá hann ítrekað í höfuð og bringu. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka, skurð á eyra, og verk í baki. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu. Reiður og pirraður á hrellihegðun Fyrir dómi útskýrði maðurinn að brotaþolinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Maðurinn hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Svo virðist sem mennirnir hafi hist utandyra. Brotaþolinn segir að maðurinn hafi stigið úr bílnum sínum og spurt: „Er þetta ekki komið gott?“ og hann svarað: „Fyrst það er komið að þessu þá skulum við bara láta verða af þessu.“ Hann sagði átök þeirra á milli síðan hafa hafist, en sagðist óviss um hvor hafi átt fyrsta höggið. Jafnframt hélt hann því fram að hann hefði óttast um líf sitt. Ólíkar lýsingar Árásarmaðurinn vildi hins vegar meina að hann hafi spurt „hvort þetta væri ekki orðið gott“ en þá hafi brotaþolinn ráðist á hann með því að slá hann með steini í höfuðið. Sjálfur hafi hann reynt að ná honum af sér og síðan farið aftur upp í bíl og keyrt að sjúkrahúsinu. Dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði veist að brotaþolanum líkt og greint er frá í ákæru, en þó væri sannað, líkt og áður segir, að hann hafi veitt honum eitt hnefahögg. Í dómi Héraðsdóms segir allt bendi til þess að árásarmaðurinn hafi farið á vettvang til að jafna sakir við brotaþolann. Fyrirætlanir hans hafi ekki raungerst þar sem þeir hafi ráðist á hvorn annan. Refsing mannsins var látin falla niður og var hann sýknaður af bótakröfu brotaþola sem hljóðaði upp á eina milljón í skaða- og miskabætur.
Dómsmál Akranes Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira