Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2023 13:00 Breki segir mikilvægt að neytendur leiti réttar síns þegar þau lenda í tjóni. Vísir/Egill Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt. Búslóð Steinunnar S. Þorsteinsdóttur hafði verið í geymslu í um tíu mánuði þegar hún sótti hana í upphafi árs. Tveimur vikum síðar varð hún vör við mölflugurnar. Frá því hefur hún þurft að henda fatnaði og dóti sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Hún hefur eitrað og varið þúsundum í gildrur og þrif. Eignatjónið hleypur á tugum þúsunda, en er auk þess tilfinningalegt. Eftir að Steinunn varð vör við mölflugurnar hafði hún samband við geymslufyrirtækið sem tjáði henni að það hefði verið eitrað. Þau vísa svo á skilmála húsaleigusamnings og að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja það sem þau geyma. Sem Steinunn gerði en fékk svo þau svör frá tryggingafélaginu að þau bæti ekki tjón vegna mölflugna. Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir mikilvægt að slík mál séu skoðuð betur. „Það þyrfti að skoða það líka hvort þetta sé raunverulegur húsaleigusamningur eða hvort lög um þjónustusamninga eigi við. við þurfum bara að skoða þetta mál betur til að geta farið með það,“ segir Breki með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða málið í þaula. Eitt af því sem kemur fram í viðtali við Steinunni er að hún er mjög ósátt við það að aðrir leigutakar hafi ekki, og séu ekki, látnir vita af mölflugunum, hættu á þeim og að það hafi verið eitrað á geymslusvæðinu. En fyrirtækið lét aðeins þá leigutaka vita sem voru með dót í geymslu á þeim tíma sem var eitrað. „Það gæti verið vanræksla af þeirra hálfu og það gæti líka verið gáleysi að láta fólk ekki vita,“ segir Breki. Fólk geti leitað réttar síns Hvað varðar tryggingafélögin segir Breki að yfirleitt sé það skýrt í skilmálum hvað sé tryggt og hvað ekki. En þrátt fyrir það séu ýmsar leiðir fyrir fólk til að sækja rétt sinn. „Það er úrskurðarnefnd um vátryggingamál sem hægt er að leita til ef tryggjendur eða neytendur eru ósáttir við það hvernig tryggingafélögin halda á málum þegar þau lenda í vandræðum.“ Hann segir nefndina taka fyrir um 400 mál á hverju ári og að einnig sé hægt að leita til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. „Við hvetjum fólk sem lendir í svona hræðilegum atburðum að hafa samband við Neytendasamtökin. Við tökum við svona málum og könnum hvort fólk eigi rétt, og hjálpum því að sækja hann. Við fáum um átta þúsund mál á ári á okkar borð þar sem neytendur lenda í vandræðum með sín mál og reynum að aðstoða þau að leita réttar síns í þeim öllum.“ Neytendur Tryggingar Skordýr Leigumarkaður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Búslóð Steinunnar S. Þorsteinsdóttur hafði verið í geymslu í um tíu mánuði þegar hún sótti hana í upphafi árs. Tveimur vikum síðar varð hún vör við mölflugurnar. Frá því hefur hún þurft að henda fatnaði og dóti sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Hún hefur eitrað og varið þúsundum í gildrur og þrif. Eignatjónið hleypur á tugum þúsunda, en er auk þess tilfinningalegt. Eftir að Steinunn varð vör við mölflugurnar hafði hún samband við geymslufyrirtækið sem tjáði henni að það hefði verið eitrað. Þau vísa svo á skilmála húsaleigusamnings og að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja það sem þau geyma. Sem Steinunn gerði en fékk svo þau svör frá tryggingafélaginu að þau bæti ekki tjón vegna mölflugna. Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir mikilvægt að slík mál séu skoðuð betur. „Það þyrfti að skoða það líka hvort þetta sé raunverulegur húsaleigusamningur eða hvort lög um þjónustusamninga eigi við. við þurfum bara að skoða þetta mál betur til að geta farið með það,“ segir Breki með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða málið í þaula. Eitt af því sem kemur fram í viðtali við Steinunni er að hún er mjög ósátt við það að aðrir leigutakar hafi ekki, og séu ekki, látnir vita af mölflugunum, hættu á þeim og að það hafi verið eitrað á geymslusvæðinu. En fyrirtækið lét aðeins þá leigutaka vita sem voru með dót í geymslu á þeim tíma sem var eitrað. „Það gæti verið vanræksla af þeirra hálfu og það gæti líka verið gáleysi að láta fólk ekki vita,“ segir Breki. Fólk geti leitað réttar síns Hvað varðar tryggingafélögin segir Breki að yfirleitt sé það skýrt í skilmálum hvað sé tryggt og hvað ekki. En þrátt fyrir það séu ýmsar leiðir fyrir fólk til að sækja rétt sinn. „Það er úrskurðarnefnd um vátryggingamál sem hægt er að leita til ef tryggjendur eða neytendur eru ósáttir við það hvernig tryggingafélögin halda á málum þegar þau lenda í vandræðum.“ Hann segir nefndina taka fyrir um 400 mál á hverju ári og að einnig sé hægt að leita til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. „Við hvetjum fólk sem lendir í svona hræðilegum atburðum að hafa samband við Neytendasamtökin. Við tökum við svona málum og könnum hvort fólk eigi rétt, og hjálpum því að sækja hann. Við fáum um átta þúsund mál á ári á okkar borð þar sem neytendur lenda í vandræðum með sín mál og reynum að aðstoða þau að leita réttar síns í þeim öllum.“
Neytendur Tryggingar Skordýr Leigumarkaður Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira