Fílabeins(flug)turninn Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 13. desember 2023 14:31 Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Formaður Félags flugumferðarstjóra hefur ítrekað haldið því fram, síðast í dag, að meðallaun komi málinu bara ekkert við. Ha? Hvað meinarðu með að meðallaun komi þessu ekkert við??? Hér afhjúpast upplýsingaskortur sem einkennir málflutning Félags flugumferðarstjóra. Eins og við flest skiljum „meðallaun“, þá virka þau sirka þannig að ákveðið úrtak er tekið, í þessu tilfelli flugumferðarstjórar, og laun þeirra tekin saman og loks meðaltal fundið. EF að meðallaun „skipta engu máli“ í þessu tilfelli þá væri það sennilega af því einn flugumferðarsjóri er á einhverjum úrvalsdeildar díl með 350 þúsund pund á viku og restin að lepja dauðann úr skel á berstrípuðum lágmarkslaunum. Er það staðan? Ég held ekki. Líklegra er að stjórnendur hafa farið yfir málatilbúnað sinn og komist að þeirri svo sem rökréttu niðurstöðu að gefa ekkert upp af því allt efnislegt sem þau geta sagt er gjörsamlega út í hött. Í stað þess að reyna að rökstyðja AF HVERJU flugumferðarstjórar ættu að fá hærri laun segir forysta þeirra „við megum það“, eins og að umræðan snúist um hvort þeim sé heimilt að semja um kjör? En ekki hvort það sé sniðugt? Eða hvort það sé hægt? Og þegar fólk réttilega bendir á að launin þeirra séu nú bara nokkuð góð þá hvað? Þá eyðileggja þeir jólin? Í frétt frá 7. desember sl. gaf framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigríður Margrét Oddsdóttir, flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Án þess að hætta mér út í flókin málefni þá eru flest sammála um það að verðbólga sé mjög há akkúrat núna og vextir sömuleiðis. Öllum nema flugumferðarstjórum að því er virðist er ljóst að gríðarlegt samstillt átak sé það eina sem mun virka. Sigríður Margrét nefnir að það sé ekki annað í boði en að gera langtímakjarasamninga sem innistæða sé fyrir. Félag flugumferðarstjóra sér betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin og í stað þess að svara nokkrum sköpuðum hlut efnislega lýsir formaðurinn yfir óánægju sinni með „kartöfluummælin“. Formaður Félags flugumferðarstjóra ætlar að taka kartöfluna sem Sigríður Margrét gaf þeim og finna henni nýtt heimili í skóm landsmanna. Ekki nóg með að launakröfur flugumferðarstjóra virðast í engu samhengi við raunveruleikann og engan veginn til þess fallnar að tryggja mikilvægan stöðugleika, verja samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, þá stilla þeir verkfalli sínu yfir þann tíma þegar fólk streymir ýmist til landsins eða úr því, til að halda hátíðleg jól með ástvinum sínum. Að þeirri réttu. Formaður Félags flugumferðarstjóra hittir naglann á höfuðið í viðtali dagsins þar sem hann segir: „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur.“ Almenningsálitið er í það minnsta ekki með ykkur núna, um það getum við verið sammála. Höfundur er með (töluvert) lægri meðallaun á mánuði en flugumferðarstjórar, og verður (vonandi) á Tene um jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt. Formaður Félags flugumferðarstjóra hefur ítrekað haldið því fram, síðast í dag, að meðallaun komi málinu bara ekkert við. Ha? Hvað meinarðu með að meðallaun komi þessu ekkert við??? Hér afhjúpast upplýsingaskortur sem einkennir málflutning Félags flugumferðarstjóra. Eins og við flest skiljum „meðallaun“, þá virka þau sirka þannig að ákveðið úrtak er tekið, í þessu tilfelli flugumferðarstjórar, og laun þeirra tekin saman og loks meðaltal fundið. EF að meðallaun „skipta engu máli“ í þessu tilfelli þá væri það sennilega af því einn flugumferðarsjóri er á einhverjum úrvalsdeildar díl með 350 þúsund pund á viku og restin að lepja dauðann úr skel á berstrípuðum lágmarkslaunum. Er það staðan? Ég held ekki. Líklegra er að stjórnendur hafa farið yfir málatilbúnað sinn og komist að þeirri svo sem rökréttu niðurstöðu að gefa ekkert upp af því allt efnislegt sem þau geta sagt er gjörsamlega út í hött. Í stað þess að reyna að rökstyðja AF HVERJU flugumferðarstjórar ættu að fá hærri laun segir forysta þeirra „við megum það“, eins og að umræðan snúist um hvort þeim sé heimilt að semja um kjör? En ekki hvort það sé sniðugt? Eða hvort það sé hægt? Og þegar fólk réttilega bendir á að launin þeirra séu nú bara nokkuð góð þá hvað? Þá eyðileggja þeir jólin? Í frétt frá 7. desember sl. gaf framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Sigríður Margrét Oddsdóttir, flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Án þess að hætta mér út í flókin málefni þá eru flest sammála um það að verðbólga sé mjög há akkúrat núna og vextir sömuleiðis. Öllum nema flugumferðarstjórum að því er virðist er ljóst að gríðarlegt samstillt átak sé það eina sem mun virka. Sigríður Margrét nefnir að það sé ekki annað í boði en að gera langtímakjarasamninga sem innistæða sé fyrir. Félag flugumferðarstjóra sér betur flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin og í stað þess að svara nokkrum sköpuðum hlut efnislega lýsir formaðurinn yfir óánægju sinni með „kartöfluummælin“. Formaður Félags flugumferðarstjóra ætlar að taka kartöfluna sem Sigríður Margrét gaf þeim og finna henni nýtt heimili í skóm landsmanna. Ekki nóg með að launakröfur flugumferðarstjóra virðast í engu samhengi við raunveruleikann og engan veginn til þess fallnar að tryggja mikilvægan stöðugleika, verja samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, þá stilla þeir verkfalli sínu yfir þann tíma þegar fólk streymir ýmist til landsins eða úr því, til að halda hátíðleg jól með ástvinum sínum. Að þeirri réttu. Formaður Félags flugumferðarstjóra hittir naglann á höfuðið í viðtali dagsins þar sem hann segir: „Ég held að almenningsálitið hafi aldrei verið með okkur.“ Almenningsálitið er í það minnsta ekki með ykkur núna, um það getum við verið sammála. Höfundur er með (töluvert) lægri meðallaun á mánuði en flugumferðarstjórar, og verður (vonandi) á Tene um jólin.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar